6.1.2009 | 08:01
Margt sem kemur manni á óvart...
Já lífið kemur manni endalaust á óvart... Enda væri nú ekki gaman að lifa ef ekki væri eitthvað að gerast hjá manni hvern dag...
Við tökumst á við vonbrigði ,gleði og sorgir á hverjum degi... bara mis mikið...
Í mínu lífi er meira um gleði núna en var áður fyrr... Og brosi ég oft út í annað af þeim óförum sem hafa hent mig.. og hlæ með inn í mér... Og hugsa stundum .. gat maður verið heimskur eða ekki....
Við litla fjölskyldan áttum yndislega helgi og hvað er hægt að fara fram á meira.. Gréta mín kom með mér í vinnuna á laugardaginn og fékk ég þessa fínu nautalundir gefins frá slátraranum... Ekki leist Grétu minni mikið á það þar sem loftið hafði farið úr pakkanum... Hún kallaði þetta skrímslið ... enda stór og mikil nautalund þarna á ferð...
Mikið var ég ánægð með þetta og leit á þetta sem mikið hrós fyrir vel unnin störf... Enda hef ég aldrei tímt að kaupa mér svona .. Oft horft á þetta í kjötborðinu og horft á verðið... úff... já þetta stykki átti að kosta 700 dkr en var á tilboði á 500 dkr...
Heppin ég að fá svona flott kjöt...og það gefins
Nú eftir að við komum heim þá púslaði ég smá með dóttlu og spilaði svo með henni smá Lúdó en eftir það fórum við og náðum okkur í eina góða mynd í sjoppunni fyrir 50 dkr... Og horfðum á ... já á meðan 1/2 steikin var í ofninum... okkur fannst ódýrara að kaupa eina heldur en að fara í bíó þar sem ekkert spennandi var að sjá... Svo við frestuðum bíóferð þar til í næsta mánuði....
Mér finnst nýja árið taka vel á móti mér... kannski er þetta bara árið mitt...
Fékk að vísu skrítnar fréttir í gær... en þannig var að ég ákvað að fara til læknis milli jóla og nýtt árs og láta taka af mér blóðprufu...vegna þessar þreytu minnar alltaf ... er orðin svo þreytt á að vera alltaf þreytt.... hann vildi reyndar fá þvagprufu líka... Sem var ekkert mál.. Hann sá það strax í þvaginu að eitthvað var ekki eins og það átti að vera... fullt af bakteríum og blóði.. Nú svo þegar ég fékk niðurstöður í gær ... var hann voða hissa og spurði mig hvernig ég væri.. ég sagði bara ég ..ég er fín nema alltaf þreytt... já sagði hann ég ætla að meðhöndla þig eins og þú sért með blöðrubólgu.. ha, hvað ? Hélt reyndar að maður mundi nú finna fyrir því.... Eina sem ég finn er að ég er oft að fá krampa í nýrnastað vinstra megin... en ég er ekkert að hrökkva upp við það þar sem ég er búin að vera með svo mikla verki í bakinu fyrr á árinu og finnst þess vegna þetta ekkert þó ég fái smá krampa sem hverfur yfirleitt mjög fljótt... En þetta gæti verið eitthvað út frá nýrum... En nú þarf ég að fara á pensillín í 6 daga .. litlar 6 töflur á dag.. í 6 daga... og á svo að skila inn aftur þvagi eftir þetta 10 daga... En ég ætla bara að taka þetta á bjartsýninni... er líka svona að spá í hvort ég finni ekki minna fyrir þessum verkjum þar sem ég er á sérlyfi við bakinu.. sem ég má taka inn 3 á dag.. en tek reyndar bara fyrir svefninn... ( já smá hugleiðing hjá mér )
Fermingin hjá barnabarninu er ákveðin 9 apríl og komum við örugglega bara 2 ... þar sem viðhengið mitt kemst örugglega ekki út af vinnu sem hann var að byrja í... En það hefði verið svo gaman að fá að hafa hann með.. Við erum búin að vera að láta okkur dreyma um að geta farið öll saman... En það verður bara að bíða... Mig langar rosalega að skreppa norður í sveitina mína fögru... og láta Íslenskt sveitaloft leika um andlit mitt... Og hver veit nema að ég geti látið þá ósk rætast... það yrði æði...
Annars er dagurinn tekinn snemma núna ..hér er staðið upp rétt fyrir kl 06 þar sem viðhengið tekur strætó kl 08 og Gréta mín fer líka í skólann... Viðhengið vill vera vel vaknaður áður en lagt er á stað út í kuldann... annars var hér - 8 gráður í gær en ekki nema um frostmark núna....
Langar svona í restina að sína ykkur einkasoninn sem átti hér yndisleg jól í faðmi fjölskyldunnar...
Hér er svo ein af Grétu M minni sem tók sig til á Þorláksmessukvöld og bakaði smákökur alveg alein ...
Hér eru svo eitthvað af okkur stór fjölskyldunni að borða súpuna á aðfangadag...
Hér er svo frúin sjálf á jóladag að gefa öndunum jólabrauð.
Og sú síðasta... við fundum þarna ég og mín næst elsta svona fitnes leikdót á einu útisvæðinu og urðum að prófa að tékka hvort jólasteikin færi af þarna... Góð þessi úlpa sem ég er í... og húfan ..allt fengið lánað hjá þeirri elstu...
Læt þetta duga í dag... Hafið það sem best elskurnar mínar... kærleiksknús frá mér hér í Esbjerg Dóra
4.1.2009 | 19:30
Á hún að vera uppi eða niðri ?
Fann hér ágætis grein á visir ég bara skil ekki af hverju kallar geta ekki setið á klósettinu eins og við... nei nei heldur þurfa þeir að rífa allt upp,míga jafnvel út um allt og skilja allt svo eftir opið..
Rosalega hvað þetta fer í mínar fínu... Ég er nú sem betur fer laus við allt svona núna.. hef einn kall hér og hann situr á klóstinnu... Svo ekki þarf ég að þrífa upp hlandslettur... ojjj hvað er ógeðslegra..
Ég hef nú kennt mínum mönnum það að ef klósetið er ekki lokað geta bara rottur komið þar upp og málið er afgreitt.
En að missa seturnar á illann hlýtur að vera mjög vont ..hef reyndar ekki prófað það... þar sem ég hef engan...
En það er hægt að fá svona sjálf opnandi og lokandi líka.. ..ég veit að ég væri með svoleiðis ef ég væri með kalla hér á heimilinu...
Dóttir mín segir alltaf þegar nágranni minn kemur í heimsókn sem kann ekki að loka... ojjjj mamma getur hann ekki lokað á eftir sér... Hún er eins og mamma sín þolir ekki ógeðsleg klósett
Samt er Dóra búin að líma miða við klósettir með sitjandi manni sem á að benda köllum á að þeir eigi að sitja...
Úff man þegar ég var að þrífa hlandrennurnar og klósettin á BSÍ hér á árum áður.. ojjj ég finn lyktina ennþá...
En jú greinin er auðvita köllum í hag ekkert annað... Og hvað gerum við konur þá... kaupum auðvita alvöru setu.. ekki satt...
Hafið það gott kærleikur frá mér Dóra
Sá fjöldi fullorðinna karlmanna sem á í erfiðleikum með að loka klósettsetunni virðist hafa unnið fullnaðarsigur. Ástæðan er velferð lítilla drengja.
Það hefur hingað til ekki þótt prýði á heimilum landsmanna að skilja klósettskálina eftir galopna og margar húsmæðurnar lengi barist fyrir því að heimilisfólk vendi sig á leggja niður klósettsetuna eftir að gengið örna sinna eða létt á þvagblöðrunni. Nú gæti orðið þar breyting á. Hópur breskra lækna ráðleggur fólki að skilja klósettsetuna eftir uppi. Ástæðan er þungar setur og hringir sem geta skollið niður og skaðað kynfæri ungra drengja sem eiga sér einskis ills von.
Í bresku læknatímariti var nýverið vísað til fjögurra dæma þar sem drengir á aldrinum tveggja til fjögurra ára sem hafa slasast alvarlega eftir að hafa fengið á sig þungar klósettsetur. Bresku læknarnir ráðleggja foreldrum ungra drengja að fjarlægja þungar klósettsetur og íhuga kaup á setum með stoppara sem svífa ljúflega niður. Það gerir Herdís Storgaard einnig, hjá Forvarnarhúsi Sjóvár - sem segir íslenska drengi einnig hafa slasast af hinum viðsjárverðu klósettsetum - því skellurinn er mikill.
3.1.2009 | 08:28
Laugardagurinn lofar góðu
Við mæðgur vorum ákveðnar í því gær að fara snemma að sofa og snúa sólahringnum við svo við fórum heldur betur snemma að sofa í gærkveldi.. Eða kl 21:30 og vöknuðum svona hressar í morgun.
Enda verðum við að taka á því með svefninn þegar skólinn er að byrja á mánudaginn.
Við horfðum saman á mynd áður og höfðum það huggulegt.Auðvita varð fyrir valinu Íslensk mynd.
En hún var líka þreytt þar sem hún fór með vinkonu sinni á skauta hér á torginu í gær
En ég fór að vinna.
Torgið fær að vera svona fram í febrúar hjá okkur en þá verður það eðlilegt aftur og ekkert hægt að skauta.
Við ætlum svo að skreppa í bæinn í dag og svo kemur þessi elska með mömmu sinni til slátrarans og svo er ætlunin að skreppa í sund ef tími verður til.
Verður maður ekki að sinna litla unganum svona síðustu dagana í jólafríinu.
Mér var líka boðið að vinna á morgun og þigg ég það sko með þökkum enda veitir ekki af .
Er búin að fá að vita að það stefnir í heimferð um páskana en það er komið að fermingu elsta barnabarns sem verður fermdur á Íslandi. Svo þá getur maður leift sé að fara til Íslands svona ef flugfélögin verða ekki komin á hausinn.
Maður er svona að spá í hvort maður á að þora að taka sénsinn með að panta í tíma eða bíða eftir tilboði. Held að ég bíði eftir tilboði.
Annars voru áramótin frábær hjá okkur ..höfðum við Ísl lambalæri á borði sem börnin mín færðu mér og voru hér góðir Íslendingar með sjálfan sig og börnin.. bættist svo í hópinn ung kona frá Indlandi með sína dóttir svo það varð líf og fjör á bænum.
Það komust allir heilir frá þessum áramótum sem betur fer.
Nú er bara að ganga fullur bjartsýnar inn í árið 2009 enda dugar ekkert annað.
Hafið góðan dag elskurnar mínar kærleikskveðjur hér frá Danmörku Dóra
31.12.2008 | 10:23
Nú árið 2008 er á enda.
Og þá vil ég þakka bloggvinum mínum nær og fjær fyrir árið sem er að líða.
Þetta hefur verið hart ár fyrir mig... en gott líka.
Ég fór í stóra aðgerð á bakinu og þurfti að senda dóttir mína litlu frá mér í næstum 3 mánuði.. sem voru sem betur fer fljótir að líða... Nú hún naut góðs af og endaði líka í Noregi hjá pabba sínum
Sumarið var svolítið öðruvísi þar sem ég er með lítið sumarhús og það var mesta furða hvað ég gat gert þar þrátt fyrir að vera eins og ég var... Setti meira að segja niður kartöflur á maganum með að fá hjálp við að komast upp aftur. Já, kartöflurnar skildu niður...
Nú svo kom kreppan og mikil orka fór í að hugsa um hvernig ætti að ná endum saman.. En það var auðvita vitað mál að það mundi reddast eins og svo oft áður.
Nú er ég farin að vinna smá. Já smá því þetta er nú ekki langur tími.. En nógu þreytt er ég því ég lá í sófanum og svaf í 4 tíma eftir að ég kom heim í gær... Síðasti vinnudagur er í dag..
Svo nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af leigunni og að við verðum sett út á Guð og gaddinn.
Og mér líður yndislega eftir að hafa prufað að fara að vinna aftur. Eftir öll þessi ár.
Árið endaði með því að ég átti yndisleg jól með öllum börnunum mínum og barnabörnum.
Hvað er hægt að kvarta þegar maður hefur það svona gott.
Því það er alltaf gott að hafa það bak við eyrað að það er þarna fólk úti sem hefur það verra en ég og á því hef ég komist ansi langt.
Vona bara að árið 2009 verði gott ár fyrir okkur hér og ég ætla inn í það full af bjartsýni.
Stefnan er tekin í kvöld að elda Íslenskt lambalæri ( sem börnin komu með) að mínum hætti með öllu tilheyrandi og bjóða vinum okkar í mat hér með börnin sín... skjóta upp einnhverju smá sem þau keyptu... því ég ætla ekki að kaupa neitt.. á eina stóra frá því í fyrra og ætla að láta það duga..
Hef sko nóg við peningana að gera en að brenna þá upp.
En nú kallar vinnan á mig og það er best að drífa sig að klára það sem þarf að klára áður en nýtt ár gengur í garð.
Farði varlega þið sem ætlið að skjóta upp í kvöld eða fara á brennur ... Og gangið hægt um gleðinnar dyr á nýju ári...
Með kærleikskveðjum hér frá Esbjerg Dóra
PS: Svo er að birta fullt nafn... Ekkert má maður hafa fyrir sig sjálfa
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.12.2008 | 07:05
Búin að eiga alveg yndisleg jól
Já það er óhætt að segja að þetta sé búið að vera yndislegur tími sem ég hef átt með börnunum mínum.
Verst er að þetta er allt of fljótt að líða.
Þau hafa nú þurft að skipta sér svolítið niður þessar elskur því pabbi þeirra býr líka hér og svo er stóra systirin á 3 staðnum.
Við áttum yndislegt aðfangadagskvöld öll og meira að segja minn fyrrverandi og pabbi krakkana var líka með.. Hef nú ekki átt jól með honum í 21 ár.
Ekki hefði mér grunað að við ættum eftir að sitja til borðs öll saman 20 árum eftir að við skiljum.. Enda höfum við ekki ræðst við til margra ára. En svona er þetta og þetta gekk vonum framar.
Svei mér þá helda að ég geti bara tekið að mér allt fyrst ég gat þetta
Við komum ekki frá Horsens fyrr en á annan dag jóla.
Og þá kom dóttir mín frá Horsens líka og elduðum við þetta frábæra hangikjöt enda nóg til þar sem það var komið með aðeins 4 rúllur.
Gaf reyndar þeirri elstu minni eina ... og 1 kg að Nóa konfekti. Góð mamma ekki satt.
Ég fékk margar fallegar jólagjafir það er sko óhætt að segja.. enda á ég marga góða að.
Pabbi og konan hans sendu mér fullt af góðgæti með krökkunum.. Og svo komu þau með eina öskju af fiski fyrir mig. Og þessi 3 heljarins læri... úff maður hefur ekki séð svona í langan tíma. Enda lærin hér svo lítil.
Á annan dag jóla fórum við á Færeyingaball og þá var nú heldur betur slett úr klaufunum..
En Gréta M mín fór með stóru systir aftur til Horsens því hún fór á jólaball þar með litlu krökkunum og kemur ekki heim fyrr en í dag.
Hún fékk líka fullt af góðum gjöfum og það sem hún óskaði sér mest en það var skrifborð.
Farið var í það á sækja það til Varde því annars hefðu hún ekki fengið það fyrr en í febrúar.
Krakkarnir settu það svo saman og var það tilbúið hér á aðfangadagsmorgun búið að binda rauðan borða um það og setja teppi yfir.. Þvílík gleði hjá minni að geta núna setið inni hjá sér og lært.
annars gerði ég alveg rosaleg mistök sem urðu mér dýrkeypt.
Ég tók svona hrikalegan vitlaust eftir hvenær ég átti að mæta í gær í vinnuna og mætti ekki fyrr en kl 17 sem var bara 3 tímum of seint... Og náði ekki að klára það sem ég þurfti ... hamaðist þessi lifandi ósköp til að reyna að klára en þegar ég átti gólfið eftir sem tekur þetta 15 mín kom yfirmaðurinn til mín og sagði mér að hann gæti ekki beðið lengur... úff ég alveg rennandi blaut og kalt úti og 1 tími í strætó... Ég mátti taka taxa heim til að verða ekki bara veik. Ekki gat ég beðið eftir að ofkælast þarna úti. Mér var tilkynnt það að ég yrði að koma aftur rétt fyrir kl 07 til að klára.. sem ég og gerði ... þess vegna er ég vöknuð svona snemma.
Ég rauk upp hér kl 05:45 og rétt fyrir 06:30 fer ég út á stoppistöð úff þá er engin strætó.. Varð ég að taka taxa aftur... ferlegt bara og kláraði ég þetta á 15 mín og þurfti að taka taxa heim svo ég er búin að eyða 400 dkr í leigubíla til að leiðrétta mín stóru mistök ..hvað er að manni ég er svo fúl því þetta er sko ekki mér líkt ... Nei strætó fer ekki að ganga fyrr en eftir kl 09 því það er sunnudagur...
Hef þetta ekki lengra í bili.... eigið góðan dag.. kveðja frá Esbjerg Dóra
23.12.2008 | 08:37
Elsku vinir nær og fjær
22.12.2008 | 07:14
Voðalega gerast þessi skifti hratt.
Og ég sem ætlaði að fá Tryggva frænda til að taka má okkar öryrkjana og ellilífeyrisþegar fyrir eftir áramót.. Já hvar við eigum rétt þá ( Ísland eða Danmörk) Nú verðu ég að fá Róbert Spanó til að gera það... Nema að rannsókn bankahrunsið verði jafn fljótt að fara í gegn eins og þessi skipti.
kveðja Dóra
Tekur við Umboðsmanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2008 | 13:13
Nú eru öll börnin mín frá Íslandi komin í hús
Hvað er annað yndislegra...
Jólunum er sko reddað hér á bæ.... Bara yndislegt alveg ...
Ég hef td ekki séð einkason minn frá því í nóv 2007 og mikið er yndislegt að fá þau öll hér..
Gleðilega jól til allra frá okkur hér í Esbjerg Dóra
18.12.2008 | 01:03
Bíddu við er ég að missa af öllu
Má maðurinn ekki ganga um götur ... það er nú bar ekki í lagi ef svo er... (mín skoðun)
Við hengjum ekki Jón Ásgeir... fyrri það sem komið er og það sem koma skal .
Ég notaði Bónus óspart á Íslandi ég þegar ég bjó þar ... og naut þess... og við skulum líka líta á hvað hann hefur hjálpað mörgum...
Horfum í það sem er gott ekki alltaf í það sem er VONT... því það fer illa með okkur..
kærleikur frá mér Dóra
Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.12.2008 | 18:48
ég verð ekkert mikið hérna.
Krakkarnir eru að koma á föstudaginn og ég er ekki komin í neitt jólaskap.. Er að reyna að gera eitthvað hér..búin með eldhúsið og náði ekki að klára altaninn hjá mér... svo er það slátrarinn seinnipartinn
Er mest dugleg við að sofa... því miður... ----væri þið til í að senda mér jólaorku í poka...
Lena mín talaði í dag og við urðum ásáttar um að við mundum bara hjálpast að ef ég á eitthvað eftir.. nú það má þá skella piparkökum á plötuna með börnunum... Það yrði gaman...
annars bara lítið að frétta.. var annars boðið að vinna meira en ég bara get það ekki.. hef oft hugsað hvað það yrði æðislegt að vera klónaður ..... já margar spurningar sem velta um huga mans þá..
Góðar stundir frá mér... ætla að koma mér í sófann ... augun hanga ekki opin... kærleiksknús Dóra