Nóg af neikvæðum fréttum á mbl.is

Mér þykir með ólíkindum hvað kemur mikið af neikvæðum fréttum á mbl.is þessa dagana..

Ekki það að við vitum ekki hvernig ástandið í þjóðfélaginu er  Crying..

Og ekki gera þessir háu herrar neitt... ætli þeir hafa átt góð jól og sofi vel ?

En er þetta það sem fólk þarf á að halda ?

Nær væri að opna stuðningsgrúbbur fyrir fólk.. Svona eins og AA eða Alanon svo fólk geti rætt málin sín og sér í lagi þeir fjölmörgu sem veita ekkert hvert þeir eiga að leita..

Talandi um neikvæðar fréttir er td: Fólksflótti og búslóðaflutningar.. Atvinnuleysi... Handtökur á 400 mans á Selfossi ofl...

Hvað er bara að ... manni langar ekkert að skoða mbl.is lengur... maður vær bara verk í hjarta Frown

Kærleikur til allra sem eiga erfitt...Heart


mbl.is Nemar nánast grátbeðnir um aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær sigur hjá mér

Já í gær vann ég frábæran sigur á kommúnunni hér í gær... Og ég er alveg í skýjunum yfir því.

Málið er að ég hef alltaf verið með helbredstillæg sem er svona afsláttur upp á 85% af lyfjunum mínum. Já þau verð ég víst að taka inn allt mitt líf og má ekki stoppa. Crying Nema að þetta eru dýr lyf hér bara um 1800 dkr 100 stk og dugar það mér í 50 daga. Samheitalyf er svona 80 % ódýrara en ég er búin að prófa það og það virkar því miður ekki eins á mig. Hefði sko alveg viljað þetta ódýrara.

Nema að gera þetta ekki eins langt og það er í raun og veru.. þá þarf að sækja um þetta helbredstillæg fyrir áramót hvert ár. Lög sem voru sett á í fyrra hér hjá kommúnunni. Nú en kommúnan var lokuð milli jóla og nýtt árs og ég ætla sko aldrei að læra það þó ég sé búin að vera hér í næstum 6 ár.  Nú á fyrsta degi nýs árs hringi ég í kommúnuna og er númer 22 í röðinni .. ég bíð og bíð og næ svo sambandi við mann sem sér um þetta núna.. Nú hann segir að ég sé of sein að sækja um.. Og ég læt hann vita að það sé voða erfitt að sækja um þegar það sé lokað hjá þeim..En hann lætur mig vita að hann skuli redda þessu fyrir mig og senda mér..

Jæja svo bíð ég og og fæ svo bréf og í því stendur að ég fái helbredskortGasp ég var nú ekki sátt þar sem þetta kort gerir það að verkum að þú verður að leggja út fyrir öllum lyfjum og svo verður þú að fara með kvittun og fá það greitt eftir dúk og disk.. Vá, hvað er nú að hugsaði ég.. svo ég hringi...

svarið var lögin hafa breyst og þú veðrur að gera þetta svona núna og svo greiðum við þér.. Nei, segi ég þetta er sko ekki rétt ég á rétt á helbredstillæg fyrir utan að lyfin mín  eru svo dýr að ég get ekki lagt út fyrir því sjálf. Og ég vildi fá skýringu á því hvað hafi breyst.. já þetta er sko á milli apóteksins og kommúnunnar..Og svo kemur þú frá Íslandi Gasp 

Ég sagði við manninn á línunni sem skrifaði undir bréfið NEI ég hef alltaf haft þetta helbredstillæg og ég hef alltaf komið frá Íslandi þessi ár sem ég hef búið hér. Ég er ekki bara að koma frá Íslandi núna 2009.  GaspJá svona eru lögin þú átt ekki rétt á þessu... Jæja góði ég fékk þetta í geng 2003 eftir að þið neituðu mér og ég áfríaði á sínum tíma og fékk þá þetta bara sent í pósti.. Já góða og maðurinn vildi ekki gefa sig... já ég fer með þetta lengra segi ég við manninn hinu megin á línunni. Já, þá gerir þú það bara og vertu blessuð og svo skellir hann á mig.Gasp Tek fram að ég var salla róleg allan tíman... LoL

Jæja eins og mér er einni til gef ég mig sko ekki og á miðvikudaginn fer ég niður í kommúnu með bréfið. Tek mér númer og svo er komið að mér.. ég bendi manninum á þetta og segi við hann að þetta sé ekki rétt.. Nei vitið til þá er þetta herrann sem skellti á mig... Og hann segir það var ég sem talaði við þig... Gasp Jæja góði varst það þú sem skelltir á mig.. maðurinn fer að roðna og skammast sín greinilega þegar ég er komin þarna sjálf.. Og fer að segja mér að eftir að hann hafi talað við mig þá hefði hann rætt við sína kollega og niðurstaðan er bara sú að ég á ekki að fá þetta helbredstillæg Gasp Og ekki gefur Dóra sig bendi honum á bréf sem ég fékk frá kommúnunni dagsett 19 des 2008 um að ég eigi rétt á helbredstillæg og hann verður voða vandræðalegur.. og bendi honum líka á dönsku lögin(Kapitel IX nr 87 ) sem segir að Íslenskir ríkisborgarar eigi að njóta sama rétta og Danir. Já þetta þekki ég ...Undecided segir hann já en af hverju er þá ekki farið eftir því... Woundering ?

Já nú fer að renna á manninn 2 grímur.... hann spyr mig hvort hann megi taka ljósrit af þessu bréfi sem hann sendi mér og vill taka niður símanúmerið mitt.. jú ,jú það fær hann og svo lofar hann mér að hringja á fimmtudagsmorguninn.. Og við það kveð ég kommúnuna...

Nú það kemur fimmtudagur og ekki hringir hann.. Ég bíð bara róleg hugsa hann hlýtur að hringja á morgun... Já sem hann svo geir...

Þá er nú aldeilis komið annað hljóð í hann LoL  Hann spyr mig hvað lyfin mín sem eru búin að liggja í apótekinu frá 29 des kosti... Ég er nú ekki með töluna alveg á hreinu. Þá segir hann getur þú hringt í apótekið og fengið það uppgefið og svo hringi ég aftur eftir  10 mín .. Já,já það get ég  nú ég hringi og fæ að vita að ég á að greiða 2074 dkr... Gasp Ótrúleg því þetta lyf fæ ég frítt á Íslandi... Og hef verið að greiða einhverjar krónur fyrir þegar ég er með þetta helbredstillæg.

Nú svo hringir hann aftur og tilkynnir mér að þeir ætli að greiða þetta fyrir mig Gasp ég bar hvað ?

Já viltu að ég leggi þetta inn á reikninginn þinn en þá veður þetta ekki komið fyrr en á miðvikudaginn eða viltu koma sjálf og ná í þetta..

Ég helt það nú ég vildi nú koma og ná í þetta og sækja lyfin með það sama. 

Já þegar þú kemur tekur þú númer og lætur svo kalla á mig..

Nú ég fer og geri þetta allt og kona þarna hringir í hann .. hann er komin með það sama.. Tekur mig svona afsíðis og bíður mér sæti ... voðalega kurteis eitthvað.. Og biður mig að skrifa undir... og réttir mér svo blaðið og segir mér að fara til gjaldkerans... og sækja peninginn... Og óskar mér svo góðrar helgar og kveður...Gasp ég stóð þarna með *tárin* í augunum og var bara ekki að trúa þessu.

Ég var sko ekki að fara fram á að þeir borguðu þetta fyrir mig ... langt því frá...

En allt í einu stóð ég þarna með 2100 dkr í höndunum og gat leist út lyfin mín.. enda eins gott ég var á síðustu töflunum.... Og þá búin að vera að taka 1 einn daginn og 2 næsta dag, spara smá sem kostaði það að ég er búin að sofa út í eitt.

Nú næst þegar ég á að leysa út lyfin þá á ég að tala við hann... Grin

Er þetta ekki bara að segja mér að ég á rétt á þessu helbredstillæg en hann var bara búin að segja NEI og vill ekki gefa sig... Já þarna hitti andskotinn þá ömmu sína .. þegar hann á að glíma við Dóru.Angry

Ég spurði líka í apótekinu hvað hafi breyst með þetta  helbredstillæg og svarið var EKKI NETT ! Gasp

En ég sigraði og ég er svo ánægð með þennan sigur... Smile  Grin

Ég er líka búin að vera að setja mig í samband við Halló Norðurlönd.

Viðurkenna þeir að síðan þetta hafi ekki komist í gagnið almennilega fyrr en í fyrra .. Dóra veit allt um það... Enda vantar margt á þessa síðu.. meðal annars allt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþegar.. Og ætlaði hún að koma því til vefstjóra.. Og vona ég að breyting verði þar á.

Skrifaði þeir og sagði þeim að ég væri búin að búa hér í næstum 6 ár. Og hvað ég væri óhress með það að öryrkjar og ellilífeyrisþegar væru alltaf á svo gráu svæði.. nú værum við að ganga inn í 2009 og það ár ætlaði ég að nota til að vinna í okkar málum... svo við gætum gengið glöð inn í árið 2010 ef Guð lofar... Smile 

Ég fékk sem sagt þetta svar... : Mikið er gaman að heyra frá þér. Þú átt örugglega eftir að greiða leiðina fyrir marga.

Tengil inn á Norðurlandasamninga er að finna á heimasíðu okkar
www.hallonorden.is undir ”Samningar og reglur”, neðarlega til hægri á upphafssíðunni (þegar þú ert búin að velja tungumál).
Ég hef bara því miður ekki yfirsýn yfir það hvort um er að ræða alla Norðurlandasamninga en hægt er að senda fyrirspurn á vefritstjórnina sem heldur út þessari síðu og hvet ég þig til þess að gera það.
Ég vil líka benda þér á síðuna
http://www.nordsoc.org/is/ en þetta er Norræna vefgátt um almannatryggingar. Eflaust finnurðu mjög marga samninga þar sem henta þér vel í starfi þínu (tengil inn á þessa síðu er líka að finna á síðunni okkar, undir "Mikilvægar vefslóðir").

Vefsíðan okkar er í stöðugri þróun og komst ekki almennilega í gagnið fyrr en á síðasta ári. Við tökum með glöðu geði á móti ábendingum um það sem mætti betur fara og er ég alveg sammála þér í því að bæta megi við upplýsingum fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Ég skal sjá um að koma þessari ábendingu áfram á réttan aðila.

Gangi þér vel með baráttuna og gaman væri að heyra af því sem þú ert að gera.

Ég er auðvita búin að senda fyrirspurn á vefstjórann.. Mig vantar Norðurlandasamninginn á bæði Dönsku og Íslensku og þá allan samninginn ekki bara hluta af honum...

Því ég ætla að reka þennan samning ofaní þetta fólk hjá kommúnunni og láta þetta lið lesa þetta... Happy

Annað sem ég ætla að gera og bið ég ykkur sem þetta mál eða þekkið eitthver sem er í þessari stöðu að vera öryrki eða ellilífeyrisþegi á Norðurlöndunum og hafið fengið neitun frá kommúnunni ..þá sama hvaða mál það er að setja sig í samband við mig !

Því ég ætla að fara með mál okkar ef við erum nógu mörg til umboðsmanns Alþingis og láta fara yfir okkar mál enda komin tími til.. Við getum ekki eytt öllu okkar lífi í að berjast fyrir rétti okkar og fá NEI þegar við eigum rétt..

Held að ég hafi þetta ekkert lengra... Er orðið allt of langt og enginn nennir að lesa þetta. Trúi ég.... ég sjálf nenni ekki að lesa svona langar færslur.. En ég varð að koma þessu frá mér...

Kærleikur til ykkar og eigið góða helgi..  Dóra Heart

 


Fínt að frétta hér frá

Sólin að hækka á lofti og farið að hlýna smá.. þó það sé smá þoka þá er það ekkert sem maður lætur fara í sínar pirrur... Smile

Maður tekur lífið með ró... reynir að gera það sem maður getur.. meira getur maður ekki.. okkur líður bara dásamlega..

Hér er farið snemma að sofa og snemma á fætur... Bara hvað er betra en góður svefn..

Dreymdi að vísu fullt hús að skít... hlýtur að vera voða gott þegar maður fer svona bjartsýnn inn í nýtt ár..  2009  Smile

 

Búin að hitta svo marga á Fésinu að ég er í vandræðum að skipta mér niður á allt...  er að hitta gamlar skólasystur þar eftir að hafa ekki heyrt frá þeim í ca 33 ár...

Bara æði hvað lifið er ljúft.. vildi að það væri svona hjá öllum...

Get varla beðið eftir sumrinu... og byrjað að vinna í litla húsinu mínu og sjá allar rósirnar mínar vaxa.

HPIM2185 1
Mikill munur á vetri og sumri hér á eplatrénu mínu.
HPIM5487
HPIM2087 1
HPIM19231
Æi varð að setja inn eina svona rósamynd..... Smile
HPIM1722

Eigið góðan dag... kærleikur og knús á ykkur hér frá Dk Dóra Heart


Maður er orðlaus yfir þeim dómum sem falla hér..

Mér þykir með ólíkindum hvað falla vægir dómar hér i Danmörku..

Og þessi dómur er eitt dæmi um það ... Gefur ungu fólki skilaboð um að þetta sé bara í lagi.

2 drengjanna eru bræður og eiga foreldrar þessa drengja alla mína samúð svo og móðir drengsins sem dó en hann var einkasonur.

Maður spyr sig líka hvernig heimilum þessir 2 bræður koma frá ?

En ekki sýndu þeir neitt samviskubit í réttinum segja þeir hér.. frábært þeir sitja inni mest helming af tímanum og geta svo komið aftur út og haldið áfram.

Málinu er áfrýjað og vona ég að dómarinn gefi þeim stærri dóm.

Og leiðbeiningar út í lífið.

Þetta er annar dómurinn á stuttum tíma sem mér bara blöskrar alveg..

Hinn var um móðir og stjúpföður 13 árs stúlku sem fengu aðeins 5 mánaðar dóm..

Nú þau unnu með fólk annað var hjúkrunarfræðingur og hinn leikskólakennari..

Já unnu því eftir að dómur féll þá eru þau bæði búin að missa vinnuna..

Bara með ólíkindum að svona geti gerst .

Svo stelur einhver Bagger peningum og þá verða allir í sjokki.. Peningar eru greinilega allt .. líf fólks er ekkert... Miða við þessa dóma sem hafa fallið núna .

Varð að koma þessu frá mér.. ég er svo orðlaus yfir þessu..

Og hugsun mín er sú hvað eru mörg börn í krísu og eiga erfitt..

Hjarta mitt brestur bara við tilhugsunina...

Kærleikur Dóra Heart


mbl.is Sakfelldir fyrir morð á 16 ára Tyrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ég glöð að heyra

Mikið er nú gott að sjá að Íslendingur eigi markið... Til hamingju með þetta.. Stefán Heart  
mbl.is Stefán Gíslason átti mark ársins í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar vinkonur

Við erum bar sætar saman...

 

Já það er óhætt að segja það að Gréta M mín hafi verið ánægð í gær þegar hún kom heim úr  skólanum... Enda enginn önnur en Beyly hér hjá okkur á meðan Stína bloggvinkona fór að slappa af í Þýskalandi... Smile

Gréta M mín er svo búin að dekra við Beyly að ég veit ekki hvernig þetta verður þegar kemur að því að Beyly þarf að fara heim...Crying

Gréta M mín vill bara hafa hana lengur...Hún er alveg í skýjunum með þetta og var staðin hér upp kl 06 til að fara út með hana.. Já það þurfti ekki að reka á eftir dóttlu minni í morgun að fara í föt ... þvílíkur munur... Svo kom hjá henni ..sko mamma sjáðu svona væri þetta ef ég ætti svona hund... Æi, ekki nóg með að hún sé með mömmuveiki þá er hún búin að ganga með hundaveikina í næstum 2 ár.. LoL

Já, svona er þetta það er ekki nóg að eiga hund maður verður víst að hafa efni á því og ég viðurkenni það alveg að ég hef það ekki.. Fyrir utan að ég er ekki á bíl... er bara á hjóli og í strætó.

Nú það kostar að fara með hund til læknis og sprautur kosta sitt + trygging ofl.Crying

Ég er búin að segja við Grétu M mína að hún geti fengið sér hund þegar hún flytur að heiman.. Þó hún sé búin að gefa þá yfirlýsingu að hún ætli ekkert að flytja frá mömmu sinni..

Stundum held ég að það hafi gleymst að klippa á naflastrenginn á milli okkar...

 

En í dag ætla ég að snúa mér að töskugerð og vera hér eitthvað fram yfir hádegi í því.

Svo er auðvita vinna kl 17 Smile elska að komast svona út Smile

Kærleikur og risaknús til ykkar ... Dóra Heart

 


Þetta er ekki í fyrsta

sinn sem Dönsk félagmálayfirvöld sæta harðri gagnrýni... Nei,nei og þetta er alltaf að endurtaka sig.. Bara ótrúlegt að það sé 2009.... Ömurlegt og hugsa ég oft til þess hvað mörg börn hafa það erfitt. Frown

Það hefur nú líka komið fram að þetta er móðirin og stjúpfaðir sem eiga þarna hlut að máli og þau eru hjúfrunarfræðingur og leikskólakennari.. Þau eiga saman 5 ára dreng sem er hjá þeim ..meira að segja á meðan málið er í dómi...

Það hefur líka komið fram að móðirin hefi haldið höfði stúlkunnar niðri í ísköldu vatni í baðkarinu svo lá við að hún drukknaði .. sem er alveg skelfileg tilhugsun og veit ég sjálf af minni reynslu því ég hef let í því að mér var næstu drekkt.. reyndar var sett tuska fyrir andlitið á mér.. að það er erfitt bara að komast yfir það.. td með bara að fá vatn í andlitið eða fara í sund.. Eitthvað sem ég kemst voðalega seint frá þó ég hafi prófað að fara á námskeið og allt.. Crying

Hún hefur líka verið lokuð inn í hundabúri af þeim.. Svo hristir þetta fólk höfuðið í dómshúsinu eins og þetta sé uppspuni..

Bara að geta gert barninu sínu þetta er rosalegt og þegar ég var að lesa í fríblaðinu hér í gær á leið í vinnu fékk ég bara tár í augun ...

Hvernig geta foreldrar verið vondir við börnin sín...?  því ekki að láta þá börnin frekar frá sér það sem þau fá nógan kærleika og ást.. En að eyðileggja líf þeirra.. Woundering

Verum góð hvert við annað og leifum börnunum að alast upp við ást og kærleika því þau búa af því allt sitt líf.. Heart

Eigið góðan dag Dóra Heart


mbl.is Dönsk barnaverndaryfirvöld gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er nú öll vitleysan eins

 

HPIM5543

 

Og allt er í ökkla eða eyra sem maður er að gera.. annað hvort er maður eins og slytti eða maður er fullur af orku... Engin milli vegur þar frá...

Ég fékk að prófa svona skítaplástur sem maður setur undir ilina og sefur með.. fékk 6 plástra til að prófa.. og fyrst er það vinstri fótur og nú var það hægri í nótt.. LoL

Þetta eru plástrar sem eiga að losa mann við skítinn úr kroppnumGrin Örugglega nóg af honum eftir jóla og áramóta árið...

Já nema í gær var það vinstri.. og ég fór að segja einni vinkonu minni frá þessu .. ég veit ekki hvert´hún ætlaði ... þegar ég sagði henni að þetta virkar alla vega því ég var full af orku í gær.. En þegar hún vissi með að það væri bara vinstri þá sagði hún.. nú ertu þá bara skítug öðru megin núna... LoL jú jú sagði ég svo er það hægri og þá verð ég hrein báðu megin...LoL

Já svo ég er hrein báðu megin núna...

 Ég var alveg á útopnu hér í gær.. vaknaði að venju fyrir kl 06 og svo var byrjað... ég var eiginlega bara hissa hvað ég afrekaði mikið þar til ég fór að vinna.. En hamagangurinn var svo mikill hjá slátraranum að ég hélt á tímabili að ég hefði tekið fingur vinstri handar af... því ég klemmdi mig svo rosalega.. en núna þegar ég skoða fingurinn þá er bara ekkert að honum.. Gasp

Ég er viss um að það var einhver verndar hendi þarna yfir mér.. það er sko á hreinu...

Jæja nú fer Stína mín að koma með hundinn sinn sem ég ætla að passa hér svo það er kannski komin tími fyrir mig að koma mér í föt...

En þegar ég skrifa þetta þá er mér boðin meira vinna sem ég ætla að taka en það er að þrífa í búðinni sjálfri hjá slátraranum... en þar þarf ég að starta kl 07-07:30 fínt að fá 12 auka tíma á viku... Bara frábært .. þá getur líka Gréta M mín tekið smá meiri ábyrgð hér á morgnana áður en hún fer í skólann enda komin tími til að mamman standi ekki alltaf fyrir henni hér ... enda hún komin á 11 ár og hún þarf að læra að taka smá ábyrg..Smile svo hún komist áfram í lífinu síðar... Smile

Hef þetta bull ekki lengra.. þarf að beisla orkuna.. kærleikur frá mér.. Dóra Heart

 


Hann stendur sig vel.

Það er óhætt að segja að hann Tryggvi frændi standi sig vel .... Og ég vona að hann veðrir þarna aftur í nóv þegar hann hefur lokið því sem hann er að gera...

 

 


mbl.is Aldrei fleiri mál afgreidd af umboðsmanni Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara fyrirsögn engin frétt..

Ég sé ekkert um þetta..Gasp Vona að þetta hafi ekki verið alvarlegt... Crying

Sá sem skrifar þessa frétt hefur örugglega sofnaðSleeping.. áður en hann komst lengra.


mbl.is Tvö flugeldaslys í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband