Laugardagurinn lofar góðu

Við mæðgur vorum ákveðnar í því gær að fara snemma að sofa og snúa sólahringnum við svo við fórum heldur betur snemma að sofa í gærkveldi.. Eða kl 21:30 og vöknuðum svona hressar í morgun.Grin

Enda verðum við að taka á því með svefninn þegar skólinn er að byrja á mánudaginn.Grin

Við horfðum saman á mynd áður og höfðum það huggulegt.Auðvita varð fyrir valinu Íslensk mynd.

En hún var líka þreytt þar sem hún fór með vinkonu sinni á skauta hér á torginu í gær

En ég fór að vinna.

Torgið fær að vera svona fram í febrúar hjá okkur en þá verður það eðlilegt aftur og ekkert hægt að skauta.

 

Skoejtebane

Við ætlum svo að skreppa í bæinn í dag og svo kemur þessi elska með mömmu sinni til slátrarans og svo er ætlunin að skreppa í sund ef tími verður til.

Verður maður ekki að sinna litla unganum svona síðustu dagana í jólafríinu.Grin

Mér var líka boðið að vinna á morgun og þigg ég það sko með þökkum enda veitir ekki af .

Er búin að fá að vita að það stefnir í heimferð um páskana en það er komið að fermingu elsta barnabarns sem verður fermdur á Íslandi.  Svo þá getur maður leift sé að fara til Íslands svona ef flugfélögin verða ekki komin á hausinn.

Maður er svona að spá í hvort maður á að þora að taka sénsinn með að panta í tíma eða bíða eftir tilboði. Held að ég bíði eftir tilboði.Errm

Annars voru áramótin frábær hjá okkur ..höfðum við Ísl lambalæri á borði sem börnin mín færðu mér og voru hér góðir Íslendingar með sjálfan sig og börnin.. bættist svo í hópinn ung kona frá Indlandi með sína dóttir svo það varð líf og fjör á bænum.

Það komust allir heilir frá þessum áramótum sem betur fer.

Nú er bara að ganga fullur bjartsýnar inn í árið 2009 enda dugar ekkert annað.

Hafið góðan dag elskurnar mínar kærleikskveðjur hér frá Danmörku Dóra Heart

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Yndislegt að alt hefur gengið vel hjá ykkur og frábært að þú skulir skreppa "heim" um páskana. Kærleikur til þín Dóra mín

Kristín Gunnarsdóttir, 3.1.2009 kl. 08:41

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Allt hefur gwengid svona vel.Torgid ædislegt.Skil bara ekki rádamenn í mínum bæ ad útbúa ekki svona skautasvell.Elska ad fara á skauta.Kannski getur madur enntá stadid .Langt sídan sjádu.

Skodadu verdid núna hjá flugfelögunum ef tad er ódýrt tá skelltu tér á tad  annars bíduru.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2009 kl. 08:48

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Frábært að hafa svona skautasvell. Við erum með 1 hér í SDB.

Kærar kveðjur frá Als

Guðrún Þorleifs, 3.1.2009 kl. 11:59

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Kúl, mann langar eiginlega orðið að flytja frá skerinu

Arinbjörn Kúld, 3.1.2009 kl. 12:31

5 Smámynd: Dóra

já alveg yndislegt bara  segið heim ég er bara rétt að hugsa þetta  finnst þetta eins og fjarlægður draumur...  Já væri sko meira en til í hitting...

Guðrún þú veðrur að fara og tala við þá og fá svona svell

Halló frændi frábært að sjá þig hér... já skellir þú þér ekki bara upp í næstu vél og kemur með frænku á skauta... músík og allt..

Já alveg eins og í draumalandi þessi mynd ..en þetta er svo flott.. og gaman hjá öllum..

Takk elskurnar fyrir kvittið... Búin að eiga alveg yndislega dag... kærleikur frá mér Dóra

Dóra, 3.1.2009 kl. 18:21

6 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Elsku Dóra alveg er þetta frábært torg hjá ykkur,þetta er eitthvað svo ævintýralegt tek undir með Helgu stefnum á hitting um páskana kærleiksknús og klem á þig og þína

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 3.1.2009 kl. 23:50

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Flott skautasvell. Hérna úti fyrir glugganum mínum hef ég Lappkärret og þar eru börn og fullorðnir að leik svo lengi sem ljósmagnið leyfir. Kuldinn fór i -13°C í dag svo ísinn heldur.  :)   Bestu nýárskveðjur frá Stokkhólmi.

Baldur Gautur Baldursson, 4.1.2009 kl. 10:34

8 Smámynd: Helga skjol

Æðislega falleg myndin af torginu, þetta minnir mann á svona gamaldagsbæ.

Knús á þig og þína

Helga skjol, 4.1.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband