8.11.2008 | 22:22
Vill sitja inni fyrir útrásarvíkinga
"Heiðarlegur íslenskur öryrki sem búið er að stela af öllum lífeyrisgreiðslum tekur að sér að sitja í fangelsi fyrir útrásarvíkinga gegn vægri greiðslu. Ávinningur: frítt fæði og húsnæði. Frí lyfja-, læknis- og áfallahjálp auk þess að losna við félagslega einangrun og hafa möguleika á fríu námi og líkamsrækt. Tilboð sendist Fbl. merkt "gullkálfur". Vinsamlegast geymið auglýsinguna þar sem hún gæti komið sér vel síðar."
Tilvitnun :
7.11.2008 | 02:27
Já og hvað eigum við að bíða lengi í viðbót
Það er bara logið hægri vinstri .. Ef þetta væri ekki litla Ísland þá væri valdarán búið að fara fram..
Fólk hefur verið fangelsað fyrir minna en það sem Davíð og Geir hafa gert okkur .. Þvílíkir drullusokkar..
Og hvað eiga þeir bara að dunda sér við að setja í tætarann á meðan við bíðum.
Ég vill kosningar.. Og ekki seinni en strax og löggilta aðila í mál okkar.. !
Kveðja frá öryrkja í Esbjerg Danmörku
6.11.2008 | 08:30
Í dag eru tvö afmæli..
Já fyrir 30 árum fæddist gullfalleg dóttir mín Jóna Mjöll.. sem er hér ásamt manni sínum.. Jörgen..
Elsku dóttir til hamingju með daginn ástin mín.. Gaman fyrir þig að vera komin á kellingaraldurinn eins og þú segir sjálf
En það eiga fleiri afmæli í dag og það er sonur Lenu Huld dóttir minnar en hann kom í heiminn á 20 ára afmælisdag Jónu M minnar.. Og er því 10 ára í dag...
Elsku Stefán Páll til hamingju með 10 ára afmælið.
Hér er hann Stefán Páll með mömmu sinni Lenu Huld...
Stráksi hringdi í mig í gærkveldi til að heyra í ömmu sinni og þakkar fyrir afmælisgjöfina..
Ég varð auðvita að spyrja um jólin.. En sá stutti vissi ekkert að hann væri að koma hingað um jólin.. sá verður glaður.. þegar hann fær að vita það í dag..
Hér er ekkert að gerast í málum öryrkja .. Ég held að allir sofi ...ætli eigi ekki að draga okkur eins lengi með svar og hægt sé.. eða þeir séu að vona að við gefumst upp.. NEI. þar hitti þá andskotinn ömmu sína.. það er sko á hreinu... Dóra gefst aldrei upp...
Eigið góðan dag elskurnar mínar.. Knús og kærleikur inn í daginn frá mér hér í Esbjerg city DK Dóra
5.11.2008 | 10:54
Ég vaknaði við góðar fréttir
og hentist úr úr rúminu og fór beint og kveikti á sjónvarpinu. Þvílík gleði að Obama skildi vinna og ekki með neitt smá yfirburðum.. Þessar kosningar eru sögulegur atburður fyrir USA og ekki bara fyrir USA heldur jörðina eins og það leggur sig.
Átti gott spjall við (Jyderupdrottninguna) Guðrúnu... og heimurinn er sko lítill eða Ísland ... því systir hennar er gömul skólasystir mín.. Þó við séum nú ekki gamlar. hehehehe
En takk fyrir spjalli Guðrún mín.. Alltaf svo gott að heyra í fólki..
Nú er ég að dunda mér við að klára 3 töskur sem ég er að gera,, náði mér svo í fjólubláa poka í gær... og ætla að gera eina tösku handa systir minni sem elskar fjólublátt..
Annars lofar dagurinn góðu.. Það er voða mikil ró yfir mér.. Ég er allavega ekki að fara yfir um af stressi.. Það er mikið af afmælum þessa dagana og búið að vera..
En ætla ekki að hafa þetta lengra.. Smá sýnishorn af töskum sem ég er að gera.. knús á ykkur allar .. Veit að ég þarf að taka mig á í kvittinum.. Læt verða af því í kvöld... Verið duglegar að blogga svo ég hafi eitthvað að lesa.. Knús og baráttukveðjur til okkar allra.. Dóra Esbjerg Dk
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.11.2008 | 23:11
Já eða hjálp ég er Íslenskur öryrki í Danmörku
Já svona verður næsta frétt ef ráðamenn Íslands fara ekki að gefa okkur aumingjunum sem ákváðum að eyða ekki bótunum okkar á Íslandi.. SVAR ! Og ákváðum ekki að verða öryrkjar.. !
Djöfull hvað ég væri til í að kaupa heilsuna aftur.. Ætli það sé hægt að fá hana á tilboði ?
Megið láta mig vita ef þið rekist á það !
En fáum að borga skatta þar eins og hver annar.. En hvað fáum við ..akkúrat ekki neitt. Enga hjálp eða neitt þegar á reynir..Og hér.. Nei nei enda greiðum við ekki skatt hér..
Ég bíð þeim sem það vill að lifa á mínum bótum.. Eitthver sem gefur sig fram.. ?
Kveðja inn í nóttina hér frá Esbjerg.. Dóra .
Hjálp, ég er Íslendingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 4.11.2008 kl. 02:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.11.2008 | 01:30
Hann er flottur
Mikið hrikalega þykir mér hann flottur og hann hefur svo góðan karma þessi maður..
Það væri synd fyrir USA ef ekki væri hægt að leifa þessum manni að njóta sín...
kveðja frá Dk Dóra
Öruggasta forustan síðan 1996 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.11.2008 | 21:57
Búin að standa á haus um helgina
Já reddaði mér smá pening og skellti mér í að baka... og baka.. og fór á markað með það og varð 700 dkr ríkari.. Ef þetta heitir ekki að bjarga sér .. þá veit ég ekki hvað...
Enda er ég líka alveg búin á því .
Veit að ég þarf að passa mig enda ekki langt síðan ég fór í stóra bakaðgerð.. En hvað á maður að gera..
Ef ég hefði vitað þetta fyrr þá hefði ég farið í gegnum alla fataskápa hér og selt út úr þeim líka..... Já bara svona til að ná mér í smá aur.. Vorum með eitthvað síðan í fyrra þegar við vorum hér á markaði svo ég fór bara í geymsluna og þar lá það tilbúið..
Ég þarf að prenta þessi lög út og fara með í kommúnuna á morgun þó ég sé ekkert von góð.. Nú þetta er síðasti séns.. Er heppin að þurfa ekki að greiða húsaleiguna fyrr en 5 nóv... svo ég hef þarna 2 daga til að hlaupa upp á... En ég veit að það gerist örugglega ekki mikið á 2 dögum..
Þjónustufulltrúinn minn var líka á síðasta degi á föstudaginn svo ég þarf að skrifa þessum nýja og koma honum inn í mín mál.. Ætla sko ekki að láta bjóða mér að þurfa að millifæra í mörgum færslum peningana mína.. Nógu lítið er það sem maður fær þegar þetta er komið hér út.. Að bankinn þurfi ekki að ræna mig líka..
En vitið þið til þess að fugl hafi komið í músagildru... ?
Við lentum í því í dag upp í húsi .. að það kom fugl og hvernig hann kom inn það vitum við bara hreint ekki..
Alltaf eitthvað óvenjulegt hjá Dóru .. Það gerist held ég allt sem ekki á að geta gerst hjá mér..
En hafið það gott með von um góðan dag fyrir okkur öll.. Dóra í Esbjerg kveður og bíður góða nótt ZZZZZ
31.10.2008 | 20:46
Hanm á afmæli í dag..
Eini og sanni sonur minn hann Rúnar Sigurður er 25 ára í dag..
Elsku strákurinn minn hugur minn er bún að vera hjá þér í allan dag..
Risaknús mamma
30.10.2008 | 19:13
Hvað vantar við þessa frétt
Jú að starfsfólki hafi verið boðið að vinna á hálfum launum út uppsagnartímabilið..
Það er bara stappað á fólki eins og skít..
Nóatún segir upp og hagræðir | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
30.10.2008 | 07:19
Já og hvar erum við öryrkjar í Danmörku...
Ég verð nú að segja að það er ekki nóg að frysta hitt og þetta þegar fólk á ekki ofan í sig eða á ..Eins og staða okkar öryrkja hér í Danmörku er.. Það er fundað og fundað ..talað og talað en niðurstaðan er engin...
Það er bara í lagi að fólk geti ekki leist út lyfin sín og eigi ekki að éta...
Bara hryllilegt ástand.. Hvar endar þetta allt...
Aðstoð vegna erfiðleika að skýrast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |