Vill sitja inni fyrir útrásarvíkinga

 

Betra að vera á Litla Hrauni en vera öryrki í íslensku þjóðfélagi? 

litla_hraun_jpg_550x400_q95__jpg_280x800_q95
Öryrki telur svo illa komið fyrir sér í kjölfar bankahrunsins að betra sé að sitja í fangelsi en að halda áfram daglegri tilveru utan veggja þess. Í atvinnuauglýsingum Fréttablaðsins í dag auglýsir umræddur öryrki á svofelldan hátt:

"Heiðarlegur íslenskur öryrki sem búið er að stela af öllum lífeyrisgreiðslum tekur að sér að sitja í fangelsi fyrir útrásarvíkinga gegn vægri greiðslu. Ávinningur: frítt fæði og húsnæði. Frí lyfja-, læknis- og áfallahjálp auk þess að losna við félagslega einangrun og hafa möguleika á fríu námi og líkamsrækt. Tilboð sendist Fbl. merkt "gullkálfur". Vinsamlegast geymið auglýsinguna þar sem hún gæti komið sér vel síðar."

Tilvitnun :

Laugardagur 8. nóvember 2008 kl 14:25

Höfundur: (innblad@dv.is)

Varð að láta þetta koma hér.. Ein aðferð til að gera vart við okkur.. En mikið rétt hjá þessum sem auglýsir.. knús inn í nóttina Dóra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig mín kæra

Helga skjol, 9.11.2008 kl. 08:46

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Já tad er ótrúlegt ad fólk skuli turfa hreinlega ad detta í svona hugsanir....

Med  kærleikskvedju til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 9.11.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta er bara rosalegt að þurfa að hugsa svona hugsun.

Kærleikur til þín Dóra mín

Kristín Gunnarsdóttir, 9.11.2008 kl. 13:52

4 Smámynd: Líney

úfff

Líney, 9.11.2008 kl. 14:11

5 Smámynd: Dóra

Já, ýmislegt sem fólki dettur í hug þegar allt er komið í þrot hjá því.

Takk fyrir innlitið stelpur mínar..

knús frá Esbjerg Dóra

Dóra, 10.11.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband