9.1.2009 | 07:41
Góðar vinkonur
Já það er óhætt að segja það að Gréta M mín hafi verið ánægð í gær þegar hún kom heim úr skólanum... Enda enginn önnur en Beyly hér hjá okkur á meðan Stína bloggvinkona fór að slappa af í Þýskalandi...
Gréta M mín er svo búin að dekra við Beyly að ég veit ekki hvernig þetta verður þegar kemur að því að Beyly þarf að fara heim...
Gréta M mín vill bara hafa hana lengur...Hún er alveg í skýjunum með þetta og var staðin hér upp kl 06 til að fara út með hana.. Já það þurfti ekki að reka á eftir dóttlu minni í morgun að fara í föt ... þvílíkur munur... Svo kom hjá henni ..sko mamma sjáðu svona væri þetta ef ég ætti svona hund... Æi, ekki nóg með að hún sé með mömmuveiki þá er hún búin að ganga með hundaveikina í næstum 2 ár..
Já, svona er þetta það er ekki nóg að eiga hund maður verður víst að hafa efni á því og ég viðurkenni það alveg að ég hef það ekki.. Fyrir utan að ég er ekki á bíl... er bara á hjóli og í strætó.
Nú það kostar að fara með hund til læknis og sprautur kosta sitt + trygging ofl.
Ég er búin að segja við Grétu M mína að hún geti fengið sér hund þegar hún flytur að heiman.. Þó hún sé búin að gefa þá yfirlýsingu að hún ætli ekkert að flytja frá mömmu sinni..
Stundum held ég að það hafi gleymst að klippa á naflastrenginn á milli okkar...
En í dag ætla ég að snúa mér að töskugerð og vera hér eitthvað fram yfir hádegi í því.
Svo er auðvita vinna kl 17 elska að komast svona út
Kærleikur og risaknús til ykkar ... Dóra
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 12:30
Ha ha ætli Beyly vilji nokkud fara heim med Stínu Ég sé ad og les ad hún hefur heldur betur verid í dekri thessa daga. Líka ædislegt ad Gréta fékk svona mikid út úr thessu.
Kær kvedja og knús
sur, 9.1.2009 kl. 15:42
Notalegt hjá ykkur
Varstu búin að sjá dóminn í málinu sem þú bloggaðir um hér á undan? Það er ekki öll vitleysan eins!!!
Guðrún Þorleifs, 9.1.2009 kl. 20:33
Takk stelpur mínar hér er nú smá söknuður eftir að Beyly fór...
En dóttlan og Beyly voru mjög sáttar...
Já Guðrún ég er búin að sjá þennan dóm .. það er bara ekki í lagi með þetta kerfi ... Bara rosalegt ... knús stelpur og takk fyrir kvittið kærleikur frá mér Dóra
Dóra, 9.1.2009 kl. 20:58
Æi Dóra mín,ég á svona stelpur sem voru með hundaveiki,þegar þær voru litlar,lét meira að segja eftir þeim að fá hund TVISVAR og á hvern kom svo að hugsa um dýrið,já einmitt MIG stattu fast á þínu ljúfan þetta gengur yfir eigðu góða helgi ljúfan mín
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 9.1.2009 kl. 23:46
Elsku Dóra min, aftur þúsund þakkir fyrir að passa Beyly. Þær eru bara flottastar Greta M og Beyly. Það var sko dekrað við Beyly hjá ykkur, það sýndi sig best þegar að ég kom að sækja hana, vildi bara heilsa mér og svo var hun bara hjá ykkur, manni getur nu sárnað þó að maður gráti ekkiHeiri í þér i dag Dóra min
Kristín Gunnarsdóttir, 10.1.2009 kl. 08:09
Kæra Dóra min. Gott nýtt ár til þín og þinna, megi nýja árið fara vel með þig ljúfan. Hafðu það sem allra best, kv Sirrý.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 10.1.2009 kl. 11:54
Takk stelpur mínar... fyrir kvittði hér... Já Beyly er bara æði og Gréta saknar hennar sárt... Annars sagði ég við Grétu að hún mætti skamma þig en ekki mig fyrst þú komst ekki í kvöld aftur hehehee
Knús stelpur Dóra
Dóra, 10.1.2009 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.