18.12.2008 | 01:03
Bíddu við er ég að missa af öllu
Má maðurinn ekki ganga um götur ... það er nú bar ekki í lagi ef svo er... (mín skoðun)
Við hengjum ekki Jón Ásgeir... fyrri það sem komið er og það sem koma skal .
Ég notaði Bónus óspart á Íslandi ég þegar ég bjó þar ... og naut þess... og við skulum líka líta á hvað hann hefur hjálpað mörgum...
Horfum í það sem er gott ekki alltaf í það sem er VONT... því það fer illa með okkur..
kærleikur frá mér Dóra
Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:06 | Facebook
Athugasemdir
Troddu þessu þar sem sólin ekki skín. Þessi maður á ekkert gott skilið og ég vona að hann fái aldrei að ganga um óáreittur á Íslandi.
Hin almenni borgari, 18.12.2008 kl. 01:42
Hann er einn af skúrkunum sem komu Íslandi á hausinn. Ef hann byggi í siðmenntuðu þjóðfélgi þá væri hann í fangelsi þar sem hann á heima.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 01:50
Búsett í Danaveldi? Gat verið. Óþolandi hvernig Íslendingar út í heimi telja sig sérfræðinga í öllu sem hér gerist og sitja við tölvu í öðru landi með vínglas í hönd og dæmir fólk hér. Svo ertu svo góð að leggja fram reikningsnúmer svo við getum lagt pening inn á hann til að hjálpa þér!!!
Hvernig heldur þú að hann hafi eignast allar trilljónirnar? Á góðmennskunni? Þú hefur greinilega enga hugmynd um hvað er í gangi hérna. Og ef þú telur þig hafa hana, þá hefur þú rangt fyrir þér. Við erum að borga undir hann snekkjur, flugvélar, hús og fyrirtæki. Á meðan er fólk hér að missa vinnu, að borga himinhá og útþanin lán á húsnæðum og bílum, útþanin gjöld fyrir óþolandi botnlausa eyðsluseggi, og við erum að eiga við spillt lið sem að stjórnar landinu og tók þátt í þessu. Við megum missa fyrirtæki og heimili út af þessu. Börnin okkar eru veðsett. Og það var þessi maður sem var einn af fáum sem að kom okkur í þessa stöðu. Lestu þig til áður en þú lætur svona þvælu út úr þér.
lind (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 08:25
Ekki skritið að mótmælin eru farin að ganga út í öfgar og missa marks miðað við fyrri svör hér á undan...
Hvað svo sem Jón Ásgeir hefur gert finnst mér að dómstóll götunnar eigi ekki að kveða upp úrskurð ... til þess eru dómstólar...
knús til Danaveldisvonandi fer jólaskapið að koma...
Líney, 18.12.2008 kl. 13:23
Dóra mín velkomin í minn bloggvinahópég get því miður ekki verið sammála þér að öllu leiti,mér finnst auðvitað fáránlegt að ráðast á einn frekar en annan,en það á að gera bæði Jón og hina víkingana ábyrga,ekki láta mig og mína og alla hina Íslendingana borga á meðan þeir sleppa.En við erum engu bættari með því að ráðast á fólk,þessi hræðilega reiði er auðvitað skiljanleg,þegar fólk hefur misst allt sitt,reynum frekar að senda ljós og kærleika á þá sem ráða, nógu er þetta erfitt samt.Kærleikskveðjur af klakanum
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 18.12.2008 kl. 13:32
Auðvitað eru þeir allir ábyrgir, en Bónus lækkaði matarverð hér, þótt eitthvers staðar hafi þeir feðgar náð í pening. Kvitt og kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 19.12.2008 kl. 20:51
Sæl Dóra og velkomin í bloggvinahópinn minn.
Veistu að mótmælin hér eru farin langt út yfir allt velsaæmi.
Magnús Paul Korntop, 20.12.2008 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.