Nú er það síðasta vika fyrir jól

Já þetta keyrir hratt. Sé í lagi þegar ég er lítið heima. Eins og síðustu viku. Crying

Fór hér út snemma og kom heim um kvöldmat.. Náði að vinna 24,5 tíma hjá vinkonu minni og kláraði það sem hún setti mér fyrir. Og svo fór ég í slátrarann og vann þar þetta 1-2 tíma að þrífa.

Ég er allavega búin að redda leigunni fyrir næsta mánuð.. maður veðrur að vera séður og hugsa fram í tíman..

Bara frábært að fá þessa vinnu hjá slátraranum... Þið ættuð að sjá mig þegar ég er komin í þessar skær appelsínugulu buxur frá 66 gráðum norður... LoL Daninn hefur örugglega aldrei séð neitt svona í þrifum.. En ég fæ stórt hrós fyrir mín verk sem er bara frábært og líka að komast út ... það gerir manni svo gott.

Ég er bara alveg hissa á hvað ég er ..verð nú að viðurkenna að ég hef alveg verið búin á því þegar ég kem heim. Fengið mér að borða og rotast í sófanum á meðan dótla mín horfir á jóladagatalið í sjónvarpinu.

En á föstudaginn beið mín það verkefni að passa 3 börn hér og fékk eitt þeirra að sofa.. Gat bara ekki látið þau sofa öll þar sem ég þurfti að fara til slátrarans á laugardeginum.  Varð að hvíla mig.. enda kom það á daginn að blessað barnið saknaði svo mömmu sinnar að hún var að vakna upp í tíma og ótíma... Stelpu greiðið hún er 8 ára og er svo á eftir .. hún er svona eins og 5 ára.. og í sér skóla.. En svona er lífið ... Engin er víst eins... En hún er svo einlæg þessi elska ...

Nú ekki þurfti ég að elda þar sem ein mamman lét mig hafa pening fyrir að panta mat ofaní alla ... og það gerðum við og ég var með hálfgert samviskubit að þurfa að setja út þessa peninga fyrir mat.. Hefði alveg getað notað þá sjálf... Hefði ekki tímt þessu úr mínum vasa eða haft efni á því hreinlega.. jú maður þarf að spá í hvað peningarnir fara... En það var góð tilbreyting í þessu... Og börnin ánægð og það var fyrir mestu.

 Svo átti ég frí á sunnudaginn og fór ég með Grétu M mína í Esbjerg storcenter að skoða... Ekki til að versla .. nema að Gréta M mín var búin að safna sér og þurftu auðvita að eyða og það gerði hún fyrir sína peninga...

Við fórum svo á skauta eða reyndar hún var að hugsa um að fara líka en hugsaði svo að það yrði rosalegt ef ég mundi detta og fara í bakinu núna svo ég hætti við .. Má ekki veikjast núna eða fara í baki... Svo ég ætla að prófa í vetrafríinu í febrúar.. en þá verður skautasvellið ennþá.

Hér er nefnilega niðri á togi gert svona skautasvell af mannavöldum og getur fólk komið frítt þangað.. Enda fékk Gréta M skauta í jóagjöf á síðustu jólum og það er um að gera að nota þá þetta árið og næsta líka...

En svo fer þessi vika í að gera það sem þarf hér á bæ jólaskrautið mitt tekur hálfa geymsluna og það er um að gera að koma því upp .. gerir lítið gagn í kössunum... En ég spara þó rafmagn að vera ekki búin að setja það upp... Alltaf eitthvað jákvætt við allt eða hvað annað...

Börnin mín kom svo á föstudaginn..

Ég ég fékk að vita það frá þeim að ég er víst að fara að eyða aðfangadag með mínum fyrrverandi sem ég fór frá fyrir 20 árum .... bara fyndið þar sem við tölumst ekki við... En hvað er ekki gert fyrir börnin ..jú og maður er orðin fullorðin og þetta ætti að hafast.. Maður lætur sig bara hafa það ... Wink

Risaknús til allra og takk fyrir öll kvittin elskurnar mínar  ... kærleikskveðjur Dóra Esbjerg Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það er altaf sami dugnaðurinn í þér Dóra mín. Kærleikskveðjur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 15.12.2008 kl. 08:45

2 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Vá dugnaðarforkur, knús til þín.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 16.12.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Dóra

Takk stelpur mínar...

Dóra, 17.12.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband