9.12.2008 | 07:56
Smá fréttir af mér
Jæja þá fór ég til slátrarans í gær og já ég verð að segja að ég á alveg að hafa þetta ef ég passa mig.. já og passa mig á því að detta ekki.
Nei þetta leggst bara vel í mig... Það voru ljótir hlutir að gerast hér í hverfinu mínu á sunnudagsmorgun en þá var ráðist á 2 konur með 20 mín millibili ..önnur slapp sú sem var 46 ára en hin sem var 66 ára slapp ekki ..henni var nauðgað og svo dregin heim til sína þar sem maðurinn hennar svaf.. þar var reynt að komast yfir kort og pin númer af kortinu.
Hér í hverfinu var gerð leit af manninum og enginn þorði út.. Dóttir mín sofnaði ekki fyrr en kl 2 um nóttina.. Fer svo að hugsa um það .. Eins og þetta rifji upp slæmar minningar hjá henni.
Nú er komið í ljós að þetta er 17 ára drengur.. Þvílíkur viðbjóður.. Nú þori ég ekki að senda Grétu M mína eina í skólann og fer sko með henni. Maður er ekki óhultur hvar sem maður er .. Þetta getur komið fyrir á mörgum stöðum og líka hér.
Annars er ég bara frísk inn í daginn.. Þó ég sé lítið farin að gera hér heima.. En ég hef trú á að þetta komi allt.. og nú er bara að halda í bjartsýnina..
Sendi risaknús til allra og takk elskurnar fyrir að kvitta.. Veit að ég er ekki alveg að standa mig í að kvitta en það kemur þegar ég verð búin að full hlaða batteríið.
Kveðja frá Esbjerg Dóra
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Helga skjol, 9.12.2008 kl. 12:07
Komdu heim
Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 13:26
Kæra Dóra. Risaknús til þín og þinna. kv. Sirrý.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 9.12.2008 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.