Mikið er ég sammála Þórhalli

Þórhallur fer með rétt mál. Það er ekki nóg að hjálpa fólki rétt fyrir jólin. Það þarf meira til.

Svo er verið að tala um að láta þetta ekki bitna á börnunum... Bara ótrúlegt ... það er ekki komist hjá því.

Það er eins og ríkið stóli bara á hjálpastofnanir. Það er bara ekki að ganga upp.

Ríkið er ekkert að gera.. það er stórt gat á þessu kerfi. Fólki er hend fram og til baka.

Verst er að þetta fólk er á barmi taugaáfalls og er sko ekki í stakk búið til að leita sér hjálpar í flestum tilfellum.

Oftast er betra ef einhver aðstoðar þetta fólk við að leita hjálpar eða aðrir leita hjálpar fyrir þetta fólk eða benti á það. Við skulum hugsa um náungann núna fyrir jólin.

Ég geri mér fulla grein fyrir að ástandið á íslandi er ekkert betra en hér hjá okkur aumingjunum í Danmörku.Crying 

Því eigum við öryrkjar hér í Danmörku að flytja í þetta ástand.. Við mundum ekki hafa það betra þar .

Man eftir þeim jólum þegar maður var að fara til mæðró og jafnvel að að hjálpa öðrum sem áttu erfitt. Man líka þegar gömul skólasystir mín kom með fleiri,fleiri poka úr Bónus og gaf mér.

Það er hægt að setja á stað keðju sem er svona þú ferð í búð og kaupir það nauðsinnilegasta og ferð með til einhvers sem þú veist að þarf á því að halda.. síðan þegar sú sama hefur efni á finnur hún aðra manneskju sem þarf á þessu að halda og kaupir fyrir hana.. og svo kolli af kolli..

Heart

En að flytja heim í þetta ástand ... Nei það er ekkert sem maður óskar sér.

Enda tekur nokkuð langan tíma að koma sér inn í kerfið aftur.. þó maður borgi skatta og skyldur á Íslandi.

Ég er bara  farin að hallast á það að maður á að segja upp örorkunni sinni og setja sig á kontakthjælp hér.  Nú væri það ekki saga til næsta bæjar ef öryrkjar segðu sig af örorkubótum ?

 

En ég með mitt ónýta bak er að reyna að bjarga mér... Er búin að vera allveg búin á því þessa viku... En fékk hrós frá slátraranum sagði að þetta hefði aldrei verið svona flott Grin

Fór svo á konsert í gær með Grétu minni og hélt ekki út ..gat ekki setið eða staðið... úff kom heim og lagðist í sófann...

Svo er verið að biðja mig að passa 3 börn í kvöld... Held að ég láti 1 duga. Hef bara ekki orku eða þrek í meira...

Eigið góða helgi kæru vinir... Höldum í bjartsýnina ef eitthvað er eftir af henni ... kærleiksknús hér frá Danmörku Dóra Heart

 


mbl.is Fólk á ekki fyrir mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Dóra.

Mikið raunsæ grein hjá þér.......en hver hlustar af þeim sem ættu að hlusta. Enginn......´þeir eru á annarri Pláhnetu........ennþá.

En ekki að gefast upp.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 08:11

2 Smámynd: Dóra

Takk Þórarinn... Já hvað getur maður sagt eða gert... Hausinn á mér brennur... það er alltaf sagt og maður er alin upp við það að þetta reddist allt... En til þess þarf maður að hugsa og hugsa ... En verst er að ég finn ekkert út ..sama hvað ég reyni og reyni

 Dóra

Dóra, 12.12.2008 kl. 08:16

3 Smámynd: corvus corax

Ríkið ekkert að gera? Jú, ríkið er sko að gera helling. Til dæmis á að láta öryrkja og aðra sem ekkert hafa sér til framfærslu nema lífeyri, borga sem stærstan hluta af hruninu á meðan hátekjuhyskið fær að halda sínu og sjálfstæðisglæponarnir og samfylkingarsvikararnir tryggja að hátekjuskattur komi ekki til greina. Það á sem sagt að láta alla þá sem engan þátt áttu í hruninu borga þjófnað auðmanna frá þjóðinni. Þetta kusum við yfir okkur. Munum við kjósa svona aftur? Því miður mun það gerast af því að fólk getur ekki lært það að sjálfstæðisflokkurinn snýst um hagsmuni þröngrar klíku og vina þeirra en alls ekki um almenning. Samt munu lífeyrisþegar eins og allt of margir aðrir kjósa þessi illfygli yfir sig ...aftur og aftur og aftur og aftur.... Af því að þeir geta ekkert lært!

corvus corax, 12.12.2008 kl. 09:35

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Mikið er ég sammála síðustu færslu, þetta er bara svo rett hjá Corvus en hitt er annað mál, ég hef aldrey kosið D og mundi aldrey gera.

Dóra mín þetta er sniðug hugmynd með keðjuna, mikið vildi ég geta hjálpað öðrum en þegar að ég get ekki einu sinni reddað sjálfri mér, það get ég ekki hjálpað öðrum. Altaf vex hnuturinn og titringurinn og ég tala nu ekki um ógleðina. Aldrey hélt ég að svona illa mundi fara fyrir okkur aumíngjunum Dora mín. Þú ert bara svo dugleg, yndislegt að fá hrós í vinnunni þinni, þú átt það svo sannarlega skilið. Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 12.12.2008 kl. 10:20

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 10:42

6 Smámynd: Líney

Dóra

Líney, 12.12.2008 kl. 22:49

7 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Kæra Dóra min. Gangi þér vel, baráttukv, Sirry

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 13.12.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband