20.11.2008 | 07:40
Komin nýr dagur
og hvað skildi hann bera í skauti sér.. ?
Við fengum jú lánið svo á eftir að sjá hvað á eftir að gerast.
Dóttir mín er stundum svo fyndinn þegar hún svarar mér.. Og ég algjör púki þegar ég fer að stríða henni.
Í morgun kem ég inn í stofu þar sem hún er að borða morgunmatinn.
Ég kem í jólainniskónum hennar sem eru 2 jólasveinar.. Og segi við hana hérna þú mátt fá Geir og Davíð.. Hvað ??? Eru bara 2 jólasveinar á Íslandi ? Nei, nei segi ég við hana þú veist að þeir eru 13 .. já þá getur annar verið númer 1 og hinn númer 13.
Hér er rok og rigning .. öll ljós kveikt til að fá nóga birtu svo maður geti haldið haus í dag.
Ég er í vandræðum með tölvuna hjá mér.. Nú fæ ég ekki JAVA inn ... það er svo mikil vitleysa í tölvunni minni að ég bíð bara eftir að hún hrynji... eins og Ísland....
Það á örugglega eftir að gerast fyrir jól... Því ég er örugglega óheppnasta manneskja sem uppi hefur verið fyrr og síðar.. En ég er svo vön að ég hrekk ekkert upp við það lengi.. Þetta venst allt saman..
Annars er ég búin að gera mér svona áætlun sem ég ætla að reyna að standa við og það er að taka til lítið á hverjum degi.. Búin að setja þetta niður á daga .. nú er bara að standa við það..
Besta leiðin er auðvita að fá einhvern í kaffi og vera þá búin.. það ýtir á eftir mér það er sko á hreinu.
Hvað gerið þið þegar þið hafið ykkur ekki í hlutina.. ?
Knús og kærleikur inn í daginn Dóra
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Dóra mín, takk fyrir gott símtal eins og venjulega. Vonandi fer óhepnin að hverfa hjá þér, komin tími til. Þetta með að koma sér í gang, ég hef ekki ráð við því, einfaldlega vegna þess að ég kem mer ekki að neinu nema því allra nauðsynlegasta.
Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 20.11.2008 kl. 08:27
knús inní nýjan dag
Líney, 20.11.2008 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.