10.11.2008 | 01:22
Námsmenn sem kvarta mest.. hafa það best... !
Hvernig getur það verðið ...!
Þegar fólk á ekki ofaní sig eða á ... svo mánuðum skriftir( byrjaði í marz 2008) og það bitnar á börnunum mans ,,, að námsmaður eins og Bjarni Þór Haraldsson í Århus geti verið svona glaður. Námsnaður að geta ..gert okkur hinum þetta...
Ég er ekki að skilja hvernig hann hefur komið svona frétt að....!
Þeir á Íslandi vilja eflaust skrifa um að það góða .. en ekki hvernig öryrkja hafa það..
NEI.. !
það má ekki skrifa um það hvernig við höfum það..
Þeir fá mesta hjálp sem þurfa ekki á því að halda það er sko á hreinu,,, skamm,skamm þér Bjarni Þór Haraldsson þú ættir að vera maður og benda Íslenska ellilífeyrisþega og Öryrkja sem búa hér í Danmörku og gefa þeim eitthvað af þessum sjóði þínum.
Hef ekki meira um þetta að segja nema að það síður á mér.. í orðsins .. námsmenn þetta og námsmenn hitt................................... þeir ættu að skammast sín ef eitthvað væri .. !
Kveðja Dóra öryrki í Esbjerg Danmörku sem bað ekki um að tapa heilsunni !
kveðja Dóra öryrki í Danmörku ( BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ NÚNA STRAX))
SKOÐUM ÞETTA HÉR http://bjarnithor.blog.is/blog/bjarnithor/entry/705083/
Björgum Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Mál öryrkja í Danmörku | Breytt s.d. kl. 01:43 | Facebook
Athugasemdir
Já ekki trúi ég að öryrkjar hafi það gott, maðurinn minn er 50% öryrki 100% núna og fær 14.988 krónur íslendskar á mánuði. Ég skyl ekki þetta.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 10.11.2008 kl. 01:33
Ótrúlegt hvað þetta er satt og einning er ógnvænlegt hvað er einfaldega stappað á þeim sem eiga mest skilið....
Bara Steini, 10.11.2008 kl. 01:41
Mitt svar er hér til Google-Bear.
Takk fyrri skrif þin..
Ég er ekki tilbúin að svara þeim hér og nú.. en eitt skaltu vita að þegar 50% af bótum okkar hverfa þegar þær eru fluttar á milli þá verðu lítið út ..
Og annað að við báðum ekki um að verða öryrkjar og missa heilsuna.. ég sé í dag að ég er nokkuð heppin að hafa unnið eins og hestur,,,( ekki heppin að því leiti að missa heilsuna) því ég á rétt í lífeyrisjóð. og það mikinn en það eiga bar ekki allir.. því miður.. Og það er bara sorgleg að sjá hvernig er komið fyrir okkur,,
Allan síðasta mánuð gat ég ekki nota kotið mitt eða milli fært .. En sem betur fer fékk ég barnabætur.. sem redduðu húsleigunni svo við mæðgur lentum ekki á götunni..
Hafðu það sem best kveðja frá öryrkja í Danmörku Dóra
Dóra, 10.11.2008 kl. 02:42
Elskurnar mínar!
Við þurfum síst á því að halda að öryrkjar, námsmenn eða aðrir hópar sem hafa það virkilega skítt fari í hár saman. Við verðum að standa saman sem einn og passa uppá að allir hópar í samfélaginu sem minnst meiga sín fái aðstoð. Ég skil mæta vel aðstöðu bæði öryrkja og námsmanna. Það eru því miður margir að fást við vaxandi fátækt og því miður bitnar þetta harðast á mörgum fjölskyldum, börnum, einstæðum foreldrum og öldruðum.
Mér finnst reindar fallegt að heyra að félagar Bjarna séu að standa við bakið á honum. Þeir eru vinir í raun og gott að heyra jákvæðar fréttir af framkomu Dana við Íslendinga. Ég vildi samt gjarnan sjá að dönsk yfirvöld sæju sóma sinn í því að aðstoða öryrkja, námsmenn og fleiri hópa sem eru lentir í vandræðum vegna ástandsins hér á Íslandi. Við erum jú frændþjóðir og eigum að láta okkur það varða hvernig gengur hjá frændum okkar.
Hanna (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 08:36
ÉG skal segja þér það að ég er einstæð móðir í skóla á námslánum. Ef ég væri einstæð móðir sem væri öryrki þá hefði ég hærri "tekjur" en ég hef nú...og fyrir utan það fengi ég afslátt á ýmsum stöðum..... sem ég fæ ekki núna...
ÉG bý reyndar heima á klakanum, en þetta er samt dagsatt, það er þó ekki þar með sagt að öryrkjar hafi það gott, ég er alls ekki að segja það, en það er virkilega ljótt að gera lítið úr fólki sem er að mennta sig, þú vonast væntanlega til þess að menntafólk þessa lands okkar muni taka við af þeim sem nú eru.. eða hvað????
Þetta finnst mér ljótt og ómerkilegt af þér, að segja að þessi námsmaður eigi að skammast sín og að námsmenn hafi það best. Þú hlýtur að vita betur
einstæð móðir í skóla (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 08:51
Bjarni er frábær og yndislegur strákur og ætti sko ekkert að skammast sín !
Peace (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 10:22
Því í ósköpum eiga námsmenn að skammast sín? Bera þeir ábyrgð á ástandinu? Það hafa flestir mikinn skilning á kjörum öryrkja,bæði hér heima og erlendis en því miður finnst mér málflutningurinn þinn í dag ekki til þess fallin að vekja samúð með okkar málstað nema síður sé
Vona að þú eigir góðan dag
Líney, 10.11.2008 kl. 11:49
Ekki minnist ég þess að dóttir mín hafi verið ofhaldin á námslánum sem komu seint og illa og voru lág, ekki er ég heldur ofalin af mínum örorkubótum, en ekki vildi ég vera í þínum sporum að þurfa að millifæra ´það sem við fáum hér heima yfir í dkr. Gangi þér vel og munum að standa saman.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 11:53
Dóra mín, ég skil vel reiði þína. Hvað getum við gert, það er hvergi hlustað á okkur, við erum ekki til og verðum það ekki. Ég held að við ættum bara að betla, það er engin önnur leið fyrir svona aumíngja eins og okkur. Það mun engin retta okkur hjálparhönd. Þeir sem ekki eru öryrkjar vita ekkert hvað þeir eru að tala um, þannig er það bara. Ég er lika foxill, hvernig er komið fram við okkur
Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 10.11.2008 kl. 12:29
Takk fyrir innlitið.. Ég sé að margir hafa orðið sárir við skrifum mínum..
En sannleikurinn er jú alltaf sár. -------------
En svona er þetta bara ..
Við sem höfum unnið allt okkar líf missum heilsuna og þá er litið á okkur eins og við séum ekki til.. Bara aumingjar.. með hor og slef........... og við erum bara svipt öllu.. Mikið rosalega vildi ég geta komið út á vinnumarkaðinn og unnið fyrir mér sjálf.. En svona er þetta bara ekki.
Og að sjálfsögðu verður maður reiður þegar alltaf er skrifað um aumingja námsmennina.. og þið megið alveg verða mér ösku reið.. Það er jú eitt af þessu litla sem maður hefur ekki verið sviptur er að mega tjá sig..
Ekki það að við erum jú búin að leggja okkar í ríkiskassann.
Það er bara svo mikil skömm að þessu öllu að ég er komin með upp í kok af þessu öllu saman..
Hafið það gott elskurnar mínar kærleikskveðja frá Esbjerg Dk .
Dóra, 10.11.2008 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.