Já það gæti tekið viku að skifta út krónunni

En eftir hverju er verið að bíða.. Hugsið hvað allt yrði auðveldara ef svo yrði að Ísland tæki upp evruna... þvílík sæla...

Fann þetta á  netinu held á dv.is

Við erum í kapphlaupi við tímann, eldarnir brenna enn og við þurfum að skipta út krónunni á næstu vikum. Þetta segir Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Þróunarbanka Evrópu.

Daginn sem bankaútrásin dó, mánudaginn 6.október, og allar götur síðan hafa satt að segja fáir mælt krónunni bót. Söguleg tíðindi urðu á ársfundi ASÍ nýverið þegar sambandið lýsti yfir löngun til að Ísland færi í Evrópusambandið og tæki upp evru.

Lengra er síðan að Samtök atvinnulífsins lýstu krónuna steindauða og Samtök iðnaðarins hafa í mörg ár barist fyrir upptöku evru. Þá er ótalinn fjöldinn allur af málsmetandi mönnum, ráðherrum í öðrum ríkisstjórnarflokknum, varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið að fikra sig í þessa átt og kynstrin öll af blaðagreinum frá áhyggjufullum almenningi hafa verið birtar nú í blábyrjun kreppunnar.

 

Og svo þetta hér á visir .is

 

Það þarf ekki að taka meira en rúma viku að skipta um gjaldmiðil, að mati Heiðars Más Guðjónssonar, framkvæmdastjóra hjá Novator og hagfræðings. Hann segir ekki nauðsynlegt að Ísland gangi í Evrópusambandið þótt evra verði tekin upp. Álit Evrópusambandsins á því máli skipti hreinlega ekki höfuðmáli. „Eigum við að hafa svo miklar áhyggjur af því hvað þeim finnst?," spyr Heiðar. Hann tjáði sig um gjaldmiðlamál í Íslandi í dag.

„Smærri gjaldmiðlar í heiminum eiga undir högg að sækja, myntbandalögin eru að stækka og sá sem hefur skrifað mest um þetta Robert Mundale hann hefur haldið því fram að það verði bara þrír gjaldmiðlar í framtíðinni og því miður er svolítið hæpið að ætla að krónan verði fjórði gjaldmiðillinn," segir Heiðar.

Hann segir að flest nágrannaríki Íslands séu farin að hugsa sinn gang varðandi gjaldmiðlamál og nefnir sem dæmi Bretland, Svíþjóð og Danmörku.

Heiðar segir að upptaka nýrrar myntar myndi leiða af sér aukin utanríkisviðskipti, öflugra bankakerfi og þar af leiðandi meiri hagvöxt. Auk þess yrði fasteignaverð stöðugra.

 

Hugið ykkur ef það væri hægt að leysa málin svona .. fyrir utan að ef það hefði verið evra en ekki Ísl króna þá væri jafnvel ekki komið svona fyrir Íslandi..

Kveðja frá Esbjerg dóra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Auðvitað á að vera efra, ekki spurníng og hefði hun átt að vera komin fyrir löngu.

Kærleikur til þín Dóra mín

Kristín Gunnarsdóttir, 11.11.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona bara svo sannarlega að einhver botn fáist í öll þessi máli fyrir næsta sumar, er nú ekki bjartsýnni en það með framgang mála. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 13:39

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vonum tad besta í stödunni Dóra mín.....Tad er mín ósk .

Kærleikskvedja.

Gudrún Hauksdótttir, 11.11.2008 kl. 14:37

4 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Tek undir með þeim sem sagt hafa sína meiningu er ykkur sammála. Verum bjartsýn, reynum það í það minnsta. Sendum Ljós  til hvor annars. Dóra min.    Kv Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband