Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
27.8.2010 | 23:09
Bara búið að gerst svo marg í mínu lífi síðan síðast.
Já veit ég er ekki sú duglegast hér á blogginu.. en hvað um það maður kemur jú alltaf aftur og aftur.. Stundum gefur maður sér tíma og stundum ekki eða nýtir hann í annað .
Þetta krepputímabil er bara búið að vera skelfilegt og ég hef ekkert rætt það og vill ekkert ræða það.. bara heppinn ég að vera vön .. En það er alltaf ljós í myrkri og þá er ég tilbúin að koma til baka.Ég er komin með smá vinnu sem er bara æði.. komin á bíl sem er líka æði og bara allt að gerast hér.. hjá mér..
Ég er líka með lítin sjúkling .. reyndar 2 og það tekur á stundum en maður siglir meðfram öldunum það þykir mér mjög gott inn á milli .. lífið er einn skóli og maður er alltaf að menta sig .. :)
Góðar stundir þar til næst .. knús hér frá Dk Dora
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2009 | 02:37
Sorry en er þetta eitthvað sem við þurfum á að halda í dag ?
Fær 25 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 21:09
Ég er á lífi
Já og það er allt minni erfiðu æsku að kenna ..ekkert annað og nú er ég bara heppin að kunna að spara.. því ef ég hefði ekki fengið þetta uppeldi þá hefði ég ekki klárað þetta í dag.. Veit að það er langt síðan að ég hef bloggað en ástæðan er sú að ég vill ekki gráta fyrir ykkur hér.. Hef það með sjálfu mér.. Veit ekkert hvenær ég verð hér næst .. en ég er á lífi og dóttir mín líka... hún á 12 vikur í sumarfrí og er hjá stóru systir núna .. því ekki get ég gert neitt fyrir hana... Erum á lífi
Þetta er erfitt og meira en það...
Kveðja frá Esbjerg Dóra
7.2.2009 | 22:20
Hér hefur mikið verði hugsað
og niðurstaðan er á þá leið að ég ætla að taka mér frí frá blogginu hér.. Fara eftir henni bloggvinkonu minni jyderupdrottnigunni og hlúa að mér og mínum.. og heimilinu mínu.. ég er með aðra bloggsíðu sem er fyrir pabba minn og fjölskyldu ..þið veðrið að hafa góða ástæðu til að fá lykilorðið..en þið verðið að sækja um það sjálf og gera grein fyrir ykkur á góðan hátt svo ég skilji... því hér er fólk sem hefur komið á minn hlut í lífinu og dóttir minnar( en ekki hér á moggablogginu..) en ég veit að það er að skoða.. og því ætla ég að hafa þetta eins og fyrr...
Síðan er http://dorao.123.is/
Með fyrirfram þökk allir vinir fjær og nær ... ég er svo á fésinu ef þið gerið grein fyrir ykkur þar..
Halldóra Ólafsdóttir = Dóra ..í Danmörku
Vinir og fjölskylda | Breytt 11.2.2009 kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.1.2009 | 18:19
Hér er hluti af mér...
Já er bara svona rétt að láta vita af mér... maður má nú ekki alveg límast við skjáinn... og gleyma að maður þarf að gera margt annað... Já svo er það fésið og svo er það hitt bloggið og já margt fleira ... sem þarf að gera...
Annars er ótrúlegt þessar fréttir síðustu daga með Geir það er eins og ég sé skyggn ég vissi þetta og sagði þetta við vinkonu mína 2 tímum áður en þetta kom í fjölmiðla...
Já og ekki í fyrsta sinn sem ég finn svona á mér...
Annars er ég búin að sofa rosalega mikið... og í gær sagði ég við viðhengið mitt .. best að ég fari að skrifa niður hvað ég sef mikið... mér er bara ekki farið að lítast á þetta. Og hvað haldið þið í dag fékk ég að sofa til kl 12:30 samt fór ég að sofa rétt eftir miðnætti og ég var bara svo frísk þegar ég vaknaði.. bara út sofin... eins og eitthvað hefði legið á mér ... rosalega skrítið...
Já mér var frekar brugðið er dóttirin kom og sagði að klukkan væri 12:30 ég sem er vön að vakan kl 06 ef ekki fyrr. Æi. ég hafði bara gott að þessi... sést á því að ég hef ekki sofið í dag...
Ég dreif mig í vinnuna að venju því þetta eru 6 dagar í viku og svo gengur strætó á 1 tíma fresti.. þegar ég kom í vinnuna sá ég að það voru bara borðin að þrífa... ég hefði getað rimpað því af og tekið strætó 25 mín seinna en ákvað að gera lítið extra ... og taka vel undir öllum vélum... það er eitthvað sem má ekki... maður á ekki að beygja sig... það er svona extra hreingerning sem er kannski gerð 1 X á ári....já og skrúbba smá veggi... æi vatnið er svo leiðinlegt hér... mikið kalk í því...
En Dóra lætur sig bara hafa það enda sannur Íslendingur og fær alla til að brosa...
Eins og mamma sagði í gær þegar hún hringdi í mig... hvað er þetta með þig manneskja .. það er eitthver segull á þér... þú laðar allt fólk að þér... Já, mamma ég veit ekki hvað þetta er með mig sagði ég og var henni sammála...
Kannski þarf ég að láta loka fyrir eitthvað ég er kannski að taka of mikið inn á mig ... hver veit ?
En í gær fór að snjóa hér og það var þvílík gleði hjá dótturinni og var sko farið út með snjóþotuna sem var notuð fyrir 3 árum.... en þá var ekki svona mikið bara smá .... þetta er í raun líka bara smá... Já í mínum augum.......
En hún er svo mikil dúlla hún dóttir mín þegar hún spurði : mamma er enginn góð brekka hér í Dk... ég hló auðvita og sagði : hér NEI,NEI við erum í Danmörku og hér er allt slétt nema að þú finnir einhvern heimagerðan hól
En þetta er samt mesti snjór frá því ég flutti hingað fyrir 6 árum... og hann er ennþá og það er bara ótrúlegt... Er yfirleitt farin um leið... Það birtir svo til þegar það er snjór
Bara alveg yndislegt að hafa snjóinn og hann er sko meira en velkomin... ´
Jæja komin í frí fram á mánudag... hef ekkert heyrt frá því hvenær ég á að byrja á morgnana.. er svolítið hrædd um að það verði of mikið fyrir mig... En ég vill prófa það... nú er að duga eða drepast og lifa kreppuna af... og ekki í fyrsta sinn...
Ætla að taka lífinu með ró í kvöld... búin að vera að reyna að kenna dótturinni að prjóna... vantar smá þolinmæði í hana... Guð,hvað ég man eftir því þegar ég var svona... En þolinmæðin held ég að komi með aldrinum... Svo tók viðhengið við og ætlaði að verða voða cool sagði að þetta væri nú ekki mikið mál .... hehehehe og þegar ég tók við þá var hann búin að búa vefja öllu upp á prjóninn og gera 50 aukalykkjur...það áttu að vera 12 á prjónunum ég fékk kast og hló svo mikið að það lá við að ég pissaði á mig... Man eftir því þegar ég var að læra að prjóna og ég gerði þetta líka ..þótti ég svo dugleg að fitja upp á prjónana... Já maður kunni nú fitja meira en vandamál upp á prjónana hér á árum áður
Hafið það gott og góða helgi elsku vinir ... kærleikur Dóra
22.1.2009 | 18:03
Nei þetta er ekki þyngsti dómur sem hefur fallið
ég man hér um árið .. þegar pabbinn fékk 8 ára dóm ... Sat inni í 4 ár.. þessi kemur til með að gera það sama og svo endurtekur hann bara leikinn.
Nóg að flytja á milli landa og engin veit neitt. Það ætti að brennimerkja þessa menn öðrum til viðvörunar.
Stelpan heppin að vinkona mömmunnar kom að .. því annars er hætta á að mamman hefði ekki trúað...
Dóra
Sex ára dómur staðfestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 18:02
Hann ætti að skammast sín
ef hann er ekki veruleika fyrndur þá veit ég ekki hvað ?
íslendingar eru bara heppnir að það má ekki ganga með vopn því annars væri búið að grípa til þeirra.. Þetta viðgengst í engu örður landi en á Íslandi að það sé komið svona fram og setið áfram.
Meira að segja í Sómalíu það sem engin almennilega stjórn hefur verið við völd síðan 1991 og á síðasta ári sagði þessi svokallaði forseti af sér.. Hann sá þó sóma í sér að gera það..
Hvað ætlar Geira að gera ? Halda áfram að skíta í buxurnar og kom illa fram við alþjóð.
Þeir eru að koma úr jólafríi og búnir að vera á fullum launum og svo ætlar hann bara að sitja áfram hvað er að manninum.. Sér hann ekki að fólkið vill ekki hafa hann.
Hann er kannski hræddur um að hann verðir einn af þessum 10,000 sem þegar eru ornir atvinnulausir.....
Ég er hrædd um að fólk hafi verið eitthvað að miskilja mig í fyrri færslu...
Ég er líka búin að upplifa kreppu og erfileika en þá var ekki til internet, fjölskylduhjálp eða annað til að koma manni til bjargar...
Fólk er þó heppið að eiga þessi hjálparsamtök til í dag.
Ekki á kosningabuxunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2009 | 09:50
Frábær sigur hjá mér
Já í gær vann ég frábæran sigur á kommúnunni hér í gær... Og ég er alveg í skýjunum yfir því.
Málið er að ég hef alltaf verið með helbredstillæg sem er svona afsláttur upp á 85% af lyfjunum mínum. Já þau verð ég víst að taka inn allt mitt líf og má ekki stoppa. Nema að þetta eru dýr lyf hér bara um 1800 dkr 100 stk og dugar það mér í 50 daga. Samheitalyf er svona 80 % ódýrara en ég er búin að prófa það og það virkar því miður ekki eins á mig. Hefði sko alveg viljað þetta ódýrara.
Nema að gera þetta ekki eins langt og það er í raun og veru.. þá þarf að sækja um þetta helbredstillæg fyrir áramót hvert ár. Lög sem voru sett á í fyrra hér hjá kommúnunni. Nú en kommúnan var lokuð milli jóla og nýtt árs og ég ætla sko aldrei að læra það þó ég sé búin að vera hér í næstum 6 ár. Nú á fyrsta degi nýs árs hringi ég í kommúnuna og er númer 22 í röðinni .. ég bíð og bíð og næ svo sambandi við mann sem sér um þetta núna.. Nú hann segir að ég sé of sein að sækja um.. Og ég læt hann vita að það sé voða erfitt að sækja um þegar það sé lokað hjá þeim..En hann lætur mig vita að hann skuli redda þessu fyrir mig og senda mér..
Jæja svo bíð ég og og fæ svo bréf og í því stendur að ég fái helbredskort ég var nú ekki sátt þar sem þetta kort gerir það að verkum að þú verður að leggja út fyrir öllum lyfjum og svo verður þú að fara með kvittun og fá það greitt eftir dúk og disk.. Vá, hvað er nú að hugsaði ég.. svo ég hringi...
svarið var lögin hafa breyst og þú veðrur að gera þetta svona núna og svo greiðum við þér.. Nei, segi ég þetta er sko ekki rétt ég á rétt á helbredstillæg fyrir utan að lyfin mín eru svo dýr að ég get ekki lagt út fyrir því sjálf. Og ég vildi fá skýringu á því hvað hafi breyst.. já þetta er sko á milli apóteksins og kommúnunnar..Og svo kemur þú frá Íslandi
Ég sagði við manninn á línunni sem skrifaði undir bréfið NEI ég hef alltaf haft þetta helbredstillæg og ég hef alltaf komið frá Íslandi þessi ár sem ég hef búið hér. Ég er ekki bara að koma frá Íslandi núna 2009. Já svona eru lögin þú átt ekki rétt á þessu... Jæja góði ég fékk þetta í geng 2003 eftir að þið neituðu mér og ég áfríaði á sínum tíma og fékk þá þetta bara sent í pósti.. Já góða og maðurinn vildi ekki gefa sig... já ég fer með þetta lengra segi ég við manninn hinu megin á línunni. Já, þá gerir þú það bara og vertu blessuð og svo skellir hann á mig. Tek fram að ég var salla róleg allan tíman...
Jæja eins og mér er einni til gef ég mig sko ekki og á miðvikudaginn fer ég niður í kommúnu með bréfið. Tek mér númer og svo er komið að mér.. ég bendi manninum á þetta og segi við hann að þetta sé ekki rétt.. Nei vitið til þá er þetta herrann sem skellti á mig... Og hann segir það var ég sem talaði við þig... Jæja góði varst það þú sem skelltir á mig.. maðurinn fer að roðna og skammast sín greinilega þegar ég er komin þarna sjálf.. Og fer að segja mér að eftir að hann hafi talað við mig þá hefði hann rætt við sína kollega og niðurstaðan er bara sú að ég á ekki að fá þetta helbredstillæg Og ekki gefur Dóra sig bendi honum á bréf sem ég fékk frá kommúnunni dagsett 19 des 2008 um að ég eigi rétt á helbredstillæg og hann verður voða vandræðalegur.. og bendi honum líka á dönsku lögin(Kapitel IX nr 87 ) sem segir að Íslenskir ríkisborgarar eigi að njóta sama rétta og Danir. Já þetta þekki ég ... segir hann já en af hverju er þá ekki farið eftir því... ?
Já nú fer að renna á manninn 2 grímur.... hann spyr mig hvort hann megi taka ljósrit af þessu bréfi sem hann sendi mér og vill taka niður símanúmerið mitt.. jú ,jú það fær hann og svo lofar hann mér að hringja á fimmtudagsmorguninn.. Og við það kveð ég kommúnuna...
Nú það kemur fimmtudagur og ekki hringir hann.. Ég bíð bara róleg hugsa hann hlýtur að hringja á morgun... Já sem hann svo geir...
Þá er nú aldeilis komið annað hljóð í hann Hann spyr mig hvað lyfin mín sem eru búin að liggja í apótekinu frá 29 des kosti... Ég er nú ekki með töluna alveg á hreinu. Þá segir hann getur þú hringt í apótekið og fengið það uppgefið og svo hringi ég aftur eftir 10 mín .. Já,já það get ég nú ég hringi og fæ að vita að ég á að greiða 2074 dkr... Ótrúleg því þetta lyf fæ ég frítt á Íslandi... Og hef verið að greiða einhverjar krónur fyrir þegar ég er með þetta helbredstillæg.
Nú svo hringir hann aftur og tilkynnir mér að þeir ætli að greiða þetta fyrir mig ég bar hvað ?
Já viltu að ég leggi þetta inn á reikninginn þinn en þá veður þetta ekki komið fyrr en á miðvikudaginn eða viltu koma sjálf og ná í þetta..
Ég helt það nú ég vildi nú koma og ná í þetta og sækja lyfin með það sama.
Já þegar þú kemur tekur þú númer og lætur svo kalla á mig..
Nú ég fer og geri þetta allt og kona þarna hringir í hann .. hann er komin með það sama.. Tekur mig svona afsíðis og bíður mér sæti ... voðalega kurteis eitthvað.. Og biður mig að skrifa undir... og réttir mér svo blaðið og segir mér að fara til gjaldkerans... og sækja peninginn... Og óskar mér svo góðrar helgar og kveður... ég stóð þarna með *tárin* í augunum og var bara ekki að trúa þessu.
Ég var sko ekki að fara fram á að þeir borguðu þetta fyrir mig ... langt því frá...
En allt í einu stóð ég þarna með 2100 dkr í höndunum og gat leist út lyfin mín.. enda eins gott ég var á síðustu töflunum.... Og þá búin að vera að taka 1 einn daginn og 2 næsta dag, spara smá sem kostaði það að ég er búin að sofa út í eitt.
Nú næst þegar ég á að leysa út lyfin þá á ég að tala við hann...
Er þetta ekki bara að segja mér að ég á rétt á þessu helbredstillæg en hann var bara búin að segja NEI og vill ekki gefa sig... Já þarna hitti andskotinn þá ömmu sína .. þegar hann á að glíma við Dóru.
Ég spurði líka í apótekinu hvað hafi breyst með þetta helbredstillæg og svarið var EKKI NETT !
En ég sigraði og ég er svo ánægð með þennan sigur...
Ég er líka búin að vera að setja mig í samband við Halló Norðurlönd.
Viðurkenna þeir að síðan þetta hafi ekki komist í gagnið almennilega fyrr en í fyrra .. Dóra veit allt um það... Enda vantar margt á þessa síðu.. meðal annars allt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþegar.. Og ætlaði hún að koma því til vefstjóra.. Og vona ég að breyting verði þar á.
Skrifaði þeir og sagði þeim að ég væri búin að búa hér í næstum 6 ár. Og hvað ég væri óhress með það að öryrkjar og ellilífeyrisþegar væru alltaf á svo gráu svæði.. nú værum við að ganga inn í 2009 og það ár ætlaði ég að nota til að vinna í okkar málum... svo við gætum gengið glöð inn í árið 2010 ef Guð lofar...
Ég fékk sem sagt þetta svar... : Mikið er gaman að heyra frá þér. Þú átt örugglega eftir að greiða leiðina fyrir marga.
Tengil inn á Norðurlandasamninga er að finna á heimasíðu okkar www.hallonorden.is undir Samningar og reglur, neðarlega til hægri á upphafssíðunni (þegar þú ert búin að velja tungumál).
Ég hef bara því miður ekki yfirsýn yfir það hvort um er að ræða alla Norðurlandasamninga en hægt er að senda fyrirspurn á vefritstjórnina sem heldur út þessari síðu og hvet ég þig til þess að gera það.
Ég vil líka benda þér á síðuna http://www.nordsoc.org/is/ en þetta er Norræna vefgátt um almannatryggingar. Eflaust finnurðu mjög marga samninga þar sem henta þér vel í starfi þínu (tengil inn á þessa síðu er líka að finna á síðunni okkar, undir "Mikilvægar vefslóðir").
Vefsíðan okkar er í stöðugri þróun og komst ekki almennilega í gagnið fyrr en á síðasta ári. Við tökum með glöðu geði á móti ábendingum um það sem mætti betur fara og er ég alveg sammála þér í því að bæta megi við upplýsingum fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Ég skal sjá um að koma þessari ábendingu áfram á réttan aðila.
Gangi þér vel með baráttuna og gaman væri að heyra af því sem þú ert að gera.
Því ég ætla að reka þennan samning ofaní þetta fólk hjá kommúnunni og láta þetta lið lesa þetta...
Annað sem ég ætla að gera og bið ég ykkur sem þetta mál eða þekkið eitthver sem er í þessari stöðu að vera öryrki eða ellilífeyrisþegi á Norðurlöndunum og hafið fengið neitun frá kommúnunni ..þá sama hvaða mál það er að setja sig í samband við mig !
Því ég ætla að fara með mál okkar ef við erum nógu mörg til umboðsmanns Alþingis og láta fara yfir okkar mál enda komin tími til.. Við getum ekki eytt öllu okkar lífi í að berjast fyrir rétti okkar og fá NEI þegar við eigum rétt..
Held að ég hafi þetta ekkert lengra... Er orðið allt of langt og enginn nennir að lesa þetta. Trúi ég.... ég sjálf nenni ekki að lesa svona langar færslur.. En ég varð að koma þessu frá mér...
Kærleikur til ykkar og eigið góða helgi.. Dóra
14.1.2009 | 07:25
Fínt að frétta hér frá
Sólin að hækka á lofti og farið að hlýna smá.. þó það sé smá þoka þá er það ekkert sem maður lætur fara í sínar pirrur...
Maður tekur lífið með ró... reynir að gera það sem maður getur.. meira getur maður ekki.. okkur líður bara dásamlega..
Hér er farið snemma að sofa og snemma á fætur... Bara hvað er betra en góður svefn..
Dreymdi að vísu fullt hús að skít... hlýtur að vera voða gott þegar maður fer svona bjartsýnn inn í nýtt ár.. 2009
Búin að hitta svo marga á Fésinu að ég er í vandræðum að skipta mér niður á allt... er að hitta gamlar skólasystur þar eftir að hafa ekki heyrt frá þeim í ca 33 ár...
Bara æði hvað lifið er ljúft.. vildi að það væri svona hjá öllum...
Get varla beðið eftir sumrinu... og byrjað að vinna í litla húsinu mínu og sjá allar rósirnar mínar vaxa.
Eigið góðan dag... kærleikur og knús á ykkur hér frá Dk Dóra
9.1.2009 | 07:41
Góðar vinkonur
Já það er óhætt að segja það að Gréta M mín hafi verið ánægð í gær þegar hún kom heim úr skólanum... Enda enginn önnur en Beyly hér hjá okkur á meðan Stína bloggvinkona fór að slappa af í Þýskalandi...
Gréta M mín er svo búin að dekra við Beyly að ég veit ekki hvernig þetta verður þegar kemur að því að Beyly þarf að fara heim...
Gréta M mín vill bara hafa hana lengur...Hún er alveg í skýjunum með þetta og var staðin hér upp kl 06 til að fara út með hana.. Já það þurfti ekki að reka á eftir dóttlu minni í morgun að fara í föt ... þvílíkur munur... Svo kom hjá henni ..sko mamma sjáðu svona væri þetta ef ég ætti svona hund... Æi, ekki nóg með að hún sé með mömmuveiki þá er hún búin að ganga með hundaveikina í næstum 2 ár..
Já, svona er þetta það er ekki nóg að eiga hund maður verður víst að hafa efni á því og ég viðurkenni það alveg að ég hef það ekki.. Fyrir utan að ég er ekki á bíl... er bara á hjóli og í strætó.
Nú það kostar að fara með hund til læknis og sprautur kosta sitt + trygging ofl.
Ég er búin að segja við Grétu M mína að hún geti fengið sér hund þegar hún flytur að heiman.. Þó hún sé búin að gefa þá yfirlýsingu að hún ætli ekkert að flytja frá mömmu sinni..
Stundum held ég að það hafi gleymst að klippa á naflastrenginn á milli okkar...
En í dag ætla ég að snúa mér að töskugerð og vera hér eitthvað fram yfir hádegi í því.
Svo er auðvita vinna kl 17 elska að komast svona út
Kærleikur og risaknús til ykkar ... Dóra