20.1.2009 | 07:23
Nóg af neikvæðum fréttum á mbl.is
Mér þykir með ólíkindum hvað kemur mikið af neikvæðum fréttum á mbl.is þessa dagana..
Ekki það að við vitum ekki hvernig ástandið í þjóðfélaginu er ..
Og ekki gera þessir háu herrar neitt... ætli þeir hafa átt góð jól og sofi vel ?
En er þetta það sem fólk þarf á að halda ?
Nær væri að opna stuðningsgrúbbur fyrir fólk.. Svona eins og AA eða Alanon svo fólk geti rætt málin sín og sér í lagi þeir fjölmörgu sem veita ekkert hvert þeir eiga að leita..
Talandi um neikvæðar fréttir er td: Fólksflótti og búslóðaflutningar.. Atvinnuleysi... Handtökur á 400 mans á Selfossi ofl...
Hvað er bara að ... manni langar ekkert að skoða mbl.is lengur... maður vær bara verk í hjarta
Kærleikur til allra sem eiga erfitt...
Nemar nánast grátbeðnir um aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ríkisstjórnin, embættismennirnir, dómstólarnir, lögreglan, bankahyskið, allt er þetta glæpalýður sem þarf að hreinsa út eins og hver önnur meindýr. Sjálfstæðisflokkurinn með dyggum stuðningi Framsóknarflokksins og nú síðast Samfylkingarinnar er búinn að gjöreyðileggja allt heila kerfið með því að troða gjörsamlega óhæfum en foringjahollum skítseiðum í hvert einasta sæti. Og verst er að dómstólarnir eru gjörónýtir enda mannaðir af ættingjum, vinum og skósveinum Dabba drulluhala og öðru glæpahyski sjálfstæðisflokksins og trónir þar hæst risarotþróin hæstiréttur.
corvus corax, 20.1.2009 kl. 07:48
Halldóra Ólafsdóttir ! Það getur svo sem vel verið að þú hafir aldrei séð annað en rósir í þínu lífi , þekki það ekki , en heyrist það . Það sem ég vil í lífinu er að það sé ekki verið að sáldra ryki , hvorki af rósum né öðru í augun á mér er ég les fréttir . Hitt er aftur annað mál að mér fynnst dásamlegt að fara út í garð (hjá mér) og anda að mér rósaangan hvort heldur er að sumri eða hausti . Ver í þínum rósagarði , við hér á öreiga skerinu erum í staðreyndunum .
Hörður B Hjartarson, 20.1.2009 kl. 09:50
Takk fyrir myndasýninguna , og sérstaklega RÓIRNAR . Þetta er myndarfjölskylda sem þú átt . Von þú sjáir ekkert annað en rósir .
Hörður B Hjartarson, 20.1.2009 kl. 09:56
Blessuð og sæl elsku Dóra. Þessir háu herrar hafa örugglega sofið vel enda sjá þeir ekki bjálkan í eigin augum. Var að snyrta til hjá mér rósirnar og mér sýnist að ekki veitti af að ég að ég kæmi bara til þín með klippurnar og halastífði þessa fugla sem hafa sett sig hjá þér ljúfan. Er kanski búið að loka leikskólunum á þvi volæða skeri sem þeir koma frá. Hafðu annars góðan dag og verum í sambandi. kv. Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 20.1.2009 kl. 12:31
Bara kasta á tig kvedju kæra Dóra tar sem ég er komin med tölvuna í lag.
knús frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 20.1.2009 kl. 13:26
Svona er lífið á Fróni hjá mörgum. Kær kveðja til þín og þinna
Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 15:35
Já Dóra mín,ég held þið séuð heppin sem þurfið ekki að hýrast hér á þessu keri á smánar bótum,fréttirnar eru ömurlegar er löngu hætt að fylgjast með,ÞAÐ GERIST EKKI NEITT hafðu það sem best og sjáumst á Facebook
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 20.1.2009 kl. 16:26
Tad er ekki skrítid ad heyrist óánægjuraddir frá landanum.Tad er neidarástand í landinu og enginn gerir neitt.Ég er allavega alveg brjálud heima hjá mér.Tad eru mótmælin í hávegum höfd og tjódverjinn veit ekki hvad hann á ad taka sér til bragds ...Kannski notar hann bara piparúda á kellu til ad róa hana.
Kvedja til tín frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2009 kl. 09:15
Mér þykir fólk ver að miskilja mín færslu hér..
ég er alls ekki að gera lítðu úr landanum .. langt því frá.. ég er sjálf að fá peninga frá Íslandi og þarf að breyta því í danskar krónur og veit alveg hvernig þetta er.
Ég hef líka lifað kreppu án internets og annarrar hjálpar.. og þurfti sjálf að koma mér á fæturna aftur.
Svo ég væri örugglega með í mótmælum í dag ef ég væri á Ísland..
knús Dóra
Dóra, 21.1.2009 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.