14.1.2009 | 07:25
Fínt að frétta hér frá
Sólin að hækka á lofti og farið að hlýna smá.. þó það sé smá þoka þá er það ekkert sem maður lætur fara í sínar pirrur...
Maður tekur lífið með ró... reynir að gera það sem maður getur.. meira getur maður ekki.. okkur líður bara dásamlega..
Hér er farið snemma að sofa og snemma á fætur... Bara hvað er betra en góður svefn..
Dreymdi að vísu fullt hús að skít... hlýtur að vera voða gott þegar maður fer svona bjartsýnn inn í nýtt ár.. 2009
Búin að hitta svo marga á Fésinu að ég er í vandræðum að skipta mér niður á allt... er að hitta gamlar skólasystur þar eftir að hafa ekki heyrt frá þeim í ca 33 ár...
Bara æði hvað lifið er ljúft.. vildi að það væri svona hjá öllum...
Get varla beðið eftir sumrinu... og byrjað að vinna í litla húsinu mínu og sjá allar rósirnar mínar vaxa.
Eigið góðan dag... kærleikur og knús á ykkur hér frá Dk Dóra
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Daginn Dóra mín. Gott með jákvæðina og að ekki láta neitt vippa sér af pinnanum. Aha hús fullt af skít er það ekki fyrir aurum he he..vona það, alltaf holur fyrir svoleiðis. Flottar myndi hjá þér og já veðrið býður núna upp á smá dútl í garðinum Eigðu góðan dag kæra.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 14.1.2009 kl. 07:35
Já þetta með pinnann Sirrý mín.. hann er orðinn eitthvað langur með aldrinum.. er farin að hafa áhyggjur af þessu.. Já ég er að vona að þetta sé gott... með fullt hús af skít... ekki verra að fá smá aukapening... gott fyrir ferðina til Ísl í apríl... knús Dóra
Dóra, 14.1.2009 kl. 07:41
Á ekki bara að kaupa einn lottómiða, þessi draumur er fyrir peningum. Já það er ekki langt þar til að fer að vora hjá okkur í danaveldi Dóra min. Knus
Kristín Gunnarsdóttir, 14.1.2009 kl. 15:53
jú jú nóg að gera hjá Dóru hún er á Fésinu líka..
Jú ég er sko búin að kaupa mér einn.. svo er það spurning hvort ég fái eitthvað á hann... ? Má prófa
Takk fyrir kveðjurnar stelpur mínar.. knús Dóra
Dóra, 14.1.2009 kl. 17:43
Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 19:27
Líney, 14.1.2009 kl. 19:37
Já dúllan mín þessi draumur er sko aldeilis fyrir pening ekki spurning OH eplatréð þitt minnir mig á tréð í garði dóttur minnar í Noregi,öfunda ykkur svooooooooo af þessari veðráttu Heyrðu ég er á fésinu líka,kannski sjáumst við þar kærleiksknús á þig Dóra mín
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 14.1.2009 kl. 21:27
hæhæ Dóra mín flottar myndir hjá þér knús og kram þín Gunna
Guðrún unnur þórsdóttir, 14.1.2009 kl. 23:42
Gleði inn í þinn dag
Hulla Dan, 15.1.2009 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.