Nú árið 2008 er á enda.

Og þá vil ég þakka bloggvinum mínum nær og fjær fyrir árið sem er að líða.Heart

Þetta hefur verið hart ár fyrir mig... en gott líka.

Ég fór í stóra aðgerð á bakinu og þurfti að senda dóttir mína litlu frá mér í næstum 3 mánuði.. sem voru sem betur fer fljótir að líða... Nú hún naut góðs af og endaði líka í Noregi hjá pabba sínum Smile

Sumarið var svolítið öðruvísi þar sem ég er með lítið sumarhús og það var mesta furða hvað ég gat gert þar þrátt fyrir að vera eins og ég var... Setti meira að segja niður kartöflur á maganum með að fá hjálp við að komast upp aftur. Já, kartöflurnar skildu niður...

Nú svo kom kreppan og mikil orka fór í að hugsa um hvernig ætti að ná endum saman.. En það var auðvita vitað mál að það mundi reddast eins og svo oft áður.

Nú er ég farin að vinna smá. Já smá því þetta er nú ekki langur tími.. En nógu þreytt er ég því ég lá í sófanum og svaf í 4 tíma eftir að ég kom heim í gær... Síðasti vinnudagur er í dag..

Svo nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af leigunni og að við verðum sett út á Guð og gaddinn.

Og mér líður yndislega eftir að hafa prufað að fara að vinna aftur.  Eftir öll þessi ár.

Árið endaði með því að ég átti yndisleg jól með öllum börnunum mínum og barnabörnum.

Hvað er hægt að kvarta þegar maður hefur það svona gott.

Því það er alltaf gott að hafa það bak við eyrað að það er þarna fólk úti sem hefur það verra en ég og á því hef ég komist ansi langt.

Vona bara að árið 2009 verði gott ár fyrir okkur hér og ég ætla inn í það full af bjartsýni.

Stefnan er tekin í kvöld að elda Íslenskt lambalæri ( sem börnin komu með) að mínum hætti með öllu tilheyrandi og bjóða vinum okkar í mat hér með börnin sín... skjóta upp einnhverju smá sem þau keyptu... því ég ætla ekki að kaupa neitt.. á eina stóra frá því í fyrra og ætla að láta það duga..

Hef sko nóg við peningana að gera en að brenna þá upp.

En nú kallar vinnan á mig og það er best að drífa sig að klára það sem þarf að klára áður en nýtt ár gengur í garð.

Farði varlega þið sem ætlið að skjóta upp í kvöld eða fara á brennur ... Og gangið hægt um gleðinnar dyr á nýju ári...

Með kærleikskveðjum hér frá Esbjerg Dóra Heart

 

PS: Svo er að birta fullt nafn... Ekkert má maður hafa fyrir sig sjálfa LoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Gleðilegt ár Dóra mín og megi árið 2009 verða þér miklu betra en 2008.

Áramótaknús

Helga skjol, 31.12.2008 kl. 10:40

2 Smámynd: Líney

Gleðilegt  nýtt ár mín kæra ,farðu vel með þig

Líney, 31.12.2008 kl. 13:59

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 16:47

4 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla elsku Dóra mín

knús þín Gunna

Guðrún unnur þórsdóttir, 31.12.2008 kl. 19:39

5 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Kæra vina ég óska þér og þínum gleðilegs árs og þakka þér bloggvinátog á liðnu ári,vonandi verður nýtt ár gjöfult og gott fyrir þig og þína fjölskyldu

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 1.1.2009 kl. 05:57

6 Smámynd: Hulla Dan

Gleðilegt ár Dóra mín.
Vona að lífið fari að leika við þig og þína.

Knús frá Bojskov.

Hulla Dan, 1.1.2009 kl. 23:19

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Megi árid 2009 færa tér og tínu fólki farsæld og umframalt betri lídan.

KNús

Gurra

Gudrún Hauksdótttir, 2.1.2009 kl. 07:11

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gleðilegt ár elsku Dóra mín og takk fyrir það gamla

Kristín Gunnarsdóttir, 2.1.2009 kl. 09:30

9 Smámynd: Dóra

Takk elskurnar fyrir kveðjurnar... kærleiksknús frá mér

Dóra, 2.1.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband