Búin að eiga alveg yndisleg jól

Já það er óhætt að segja að þetta sé búið að vera yndislegur tími sem ég hef átt með börnunum mínum.

Verst er að þetta er allt of fljótt að líða.

Þau hafa nú þurft að skipta sér svolítið niður þessar elskur því pabbi þeirra býr líka hér og svo er stóra systirin á 3 staðnum.

Við áttum yndislegt aðfangadagskvöld öll og meira að segja minn fyrrverandi og pabbi krakkana var líka með.. Hef nú ekki átt jól með honum í 21 ár.

Ekki hefði mér grunað að við ættum eftir að sitja til borðs öll saman 20 árum eftir að við skiljum.. Enda höfum við ekki ræðst við til margra ára. En svona er þetta og þetta gekk vonum framar.

Svei mér þá helda að ég geti bara tekið að mér allt fyrst ég gat þetta LoL

Við komum ekki frá Horsens fyrr en á annan dag jóla.

 

Og þá kom dóttir mín frá Horsens líka og elduðum við þetta frábæra hangikjöt enda nóg til þar sem það var komið með aðeins 4 rúllur.

Gaf reyndar þeirri elstu minni eina ... og 1 kg að Nóa konfekti. Góð mamma ekki satt.

Ég fékk margar fallegar jólagjafir það er sko óhætt að segja.. enda á ég marga góða að.

Pabbi og konan hans sendu mér fullt af góðgæti með krökkunum.. Og svo komu þau með eina öskju af fiski fyrir mig. Og þessi 3 heljarins læri... úff maður hefur ekki séð svona í langan tíma. Enda lærin hér svo lítil.

Á annan dag jóla fórum við á Færeyingaball og þá var nú heldur betur slett úr klaufunum.. Grin

En Gréta M mín fór með stóru systir aftur til Horsens því hún fór á jólaball þar með litlu krökkunum og kemur ekki heim fyrr en í dag.

Hún fékk líka fullt af góðum gjöfum og það sem hún óskaði sér mest en það var skrifborð.

Farið var í það á sækja það til Varde því annars hefðu hún ekki fengið það fyrr en í febrúar.

Krakkarnir settu það svo saman og var það tilbúið hér á aðfangadagsmorgun búið að binda rauðan borða um það og setja teppi yfir.. Þvílík gleði hjá minni að geta núna setið inni hjá sér og lært.

annars gerði ég alveg rosaleg mistök sem urðu mér dýrkeypt.

Ég tók svona hrikalegan vitlaust eftir hvenær ég átti að mæta í gær í vinnuna og mætti ekki fyrr en kl 17 sem var bara 3 tímum of seint... Blush Og náði ekki að klára það sem ég þurfti ... hamaðist þessi lifandi ósköp til að reyna að klára en þegar ég átti gólfið eftir sem tekur þetta 15 mín kom yfirmaðurinn til mín og sagði mér að hann gæti ekki beðið lengur... úff ég alveg rennandi blaut og kalt úti og 1 tími í strætó... Ég mátti taka taxa heim til að verða ekki bara veik. Ekki gat ég beðið eftir að ofkælast þarna úti. Mér var tilkynnt það að ég yrði að koma aftur rétt fyrir kl 07 til að klára.. sem ég og gerði ... þess vegna er ég vöknuð svona snemma.

Ég rauk upp hér kl 05:45 og rétt fyrir 06:30 fer ég út á stoppistöð úff þá er engin strætó.. Varð ég að taka taxa aftur... ferlegt bara og kláraði ég þetta á 15 mín og þurfti að taka taxa heim svo ég er búin að eyða 400 dkr í leigubíla til að leiðrétta mín stóru mistök ..hvað er að manni ég er svo fúl því þetta er sko ekki mér líkt ... Nei strætó fer ekki að ganga fyrr en eftir kl 09 því það er sunnudagur...

 

Hef þetta ekki lengra í bili.... eigið góðan dag.. kveðja frá Esbjerg Dóra Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódann daginn mín kæra hérna var líka farid snemma á fætur ..Drakk mitt morgunkaffi kl 4:30

Tú hefur átt yndisleg jól med tínu fólki .Mikid er gaman ad heyra tad .

Hjartanskvedjur frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 28.12.2008 kl. 07:19

2 Smámynd: Dóra

Já verst að við getum ekki drukkið kaffið saman svona í morgun sárið Gurún mín... Já hreint út frábær tími...

Já við erum að vakna þegar aðrir eru að fara að sofa  kveðja til baka til þín og þinna..

Dóra, 28.12.2008 kl. 07:35

3 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Eruð þið næturbröltarar eða hvað, drekkið morgunkaffi um miðja nótt.

Þá reyni ég að sofa með minni Emmu.

Hafðu það annars gott og hvíldu þig eftir þetta allt.

Kv frá Spáni Brynja og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 28.12.2008 kl. 08:41

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þu hefur átt yndisleg jól með þínu fólki Dóra mín, verst þetta með kostnaðinn við  leigubílana, það er svo fjandi dyrt. Hafðu góðan sunnudag. Kærleikskveðja

Kristín Gunnarsdóttir, 28.12.2008 kl. 09:31

5 Smámynd: Dóra

Já Brynja mín við vöknum snemma hér í Dk til að skúra og drekka kaffi  Verst er að sofna ekki bara aftur... því maður er búin með eina könnu.  Knús Brynja til þín og Emmu

Dóra, 28.12.2008 kl. 10:01

6 Smámynd: Dóra

Já heldur betur Stína mín... já ferlega dýr mistök sem ég gerði... agalegt bara... er maður að verða gamall eða hvað ?

 sömuleiðis Stína mín knús til þín

Dóra, 28.12.2008 kl. 10:02

7 Smámynd: Líney

Dásamlegt að heyra að jólin þín hafi verið góð,knús  til þín

Líney, 28.12.2008 kl. 13:40

8 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

það er gott að þú áttir góð jól með þínu fólki  knúsaðu Grétu m frá mér .knús til ykkar allra þín Gunna

Guðrún unnur þórsdóttir, 28.12.2008 kl. 17:43

9 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Kæra vinkona gott hjá þér að taka þína fyrrverandi í matinn svona á að gera þetta,bara með stæl,en örugglega meira en að segja það,þú ert greinilega hetja kona góðþað er ómetanlegt að geta verið með krökkunum sínum á jólum til lukku með það,verra með misskilninginn vinnuna,en ég er viss um að þetta kemur ALDREI fyrir þig aftur eigðu gleðileg áramót ljúfan mín

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 29.12.2008 kl. 00:41

10 Smámynd: Dóra

Takk stelpur mínar allar fyrir ykkar skrif hér og góð orð í minn garð... vantar greinilega kallpeninginn hér.. eða eru þeir týndir..

Læt frá mér heira eftir vinnu í dag.... kærleiksknús Dóra

Dóra, 30.12.2008 kl. 13:47

11 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já svona er lífið, erum við ekki alltaf að gera mistök öll?? ja allavega ég, en samt góð jól hjá þér. Gleðilegt ár og takk fyrir bloggsamskiptin á árinu. Knús frá Kópaskeri.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.12.2008 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband