Nú sit ég hér

og er að fyllast af kvefi hausverk og öllum pakkanum.. ojjjjj Held að hún dóttir mín hafi smitað mig Crying

Ég sit líka hér og bíð þess hvað morgundagurinn ber í skauti sér ?Undecided

Nú fer krónan á flot aftur.. Held reyndar að hún geti bara ekki verið verri... því þá ætti bara að lýsa landi gjaldþrota.. Ég er líka hissa að ef  þetta lán fæst fyrir Ísland og sömu menn eiga að fá að ráðstafa þessum peningum. Þá er ég mjög hissa.

Mennirnir sem settu allt í pappírstætarann... Skulda jú ekkert núna...

Ef þetta væri ekki litla góða Ísland heldur í Asíu eða Afríku þá væri búið að fremja valdarán.

Ég er að heyra frá fólki sem er farið af landi brott skilur bara allt eftir og byrjar á núlli í öðru landi..

Ekki spurning ef ég væri í þeirri stöðu í dag þá mundi ég bara láta mig hverfa.. hvert ? já það er spurning ?

Fyrir 2 vikum ca hringdi hér blaðakona og ætlaði svo að hringja aftur þar sem ég hafði ekki tíma fyrir hana .. Hún hefur ekki látið í sér heyra.. Svo hver veit nema að það sé komið á okkur fjölmiðlabann.

Annars er bara kalt í Danmörku og það gengur á með roki,myrkri og rigningu.. Ekkert svona óska veður .. Því þetta myrkur fer alveg með mig...

En nú er að krossa fingur um að eitthvað   gerist á morgun.. og þá GOTT !

Nú ef það eru að koma jól.. Börnin mín eru að koma eftir 30 daga.

Kærleikskveðjur Dóra Esbjerg Danmörku Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Í rigningu, roki og myrkri er ljúft að kveikja ljós.

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 19.11.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Dóra

Takk stelpur mínar .. Er sko búin að kveikja á kertaljósum hér...

kærleiksknús Dóra

Dóra, 19.11.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Hei Dóra mín. Já það eru sjálfsagt margir sem bíða eftir því hvað morgundagurinn ber í skauti ´ser.... Vonina um bjartari tíð megum við ekki missa þrjátiu dagar til þú færð börnin til þín þrjátiu dagar þar til ég hitti mín börn á 'islandi   Hafðu það sem allra best og gangi þér vel, verum í sambandi.      Kv. Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 19.11.2008 kl. 23:38

4 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 20.11.2008 kl. 06:29

5 Smámynd: Dóra

 takk stelpur mínar og knús til ykkar.. Dóra

Dóra, 20.11.2008 kl. 07:42

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Um að gera að vera með nóg af kertaljósum, það er bara yndislegt. Vont ef þu ert að fá þessa fj flensu, gangi þér vel að verða frísk aftur, hun stendur ekki lengi yfir.

Knus Dóra mín

Kristín Gunnarsdóttir, 20.11.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband