6.11.2008 | 08:30
Í dag eru tvö afmæli..
Já fyrir 30 árum fæddist gullfalleg dóttir mín Jóna Mjöll.. sem er hér ásamt manni sínum.. Jörgen..
Elsku dóttir til hamingju með daginn ástin mín.. Gaman fyrir þig að vera komin á kellingaraldurinn eins og þú segir sjálf
En það eiga fleiri afmæli í dag og það er sonur Lenu Huld dóttir minnar en hann kom í heiminn á 20 ára afmælisdag Jónu M minnar.. Og er því 10 ára í dag...
Elsku Stefán Páll til hamingju með 10 ára afmælið.
Hér er hann Stefán Páll með mömmu sinni Lenu Huld...
Stráksi hringdi í mig í gærkveldi til að heyra í ömmu sinni og þakkar fyrir afmælisgjöfina..
Ég varð auðvita að spyrja um jólin.. En sá stutti vissi ekkert að hann væri að koma hingað um jólin.. sá verður glaður.. þegar hann fær að vita það í dag..
Hér er ekkert að gerast í málum öryrkja .. Ég held að allir sofi ...ætli eigi ekki að draga okkur eins lengi með svar og hægt sé.. eða þeir séu að vona að við gefumst upp.. NEI. þar hitti þá andskotinn ömmu sína.. það er sko á hreinu... Dóra gefst aldrei upp...
Eigið góðan dag elskurnar mínar.. Knús og kærleikur inn í daginn frá mér hér í Esbjerg city DK Dóra
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Innilega til hamingju með þessa 2 gullfallegu einstaklinga
Helga skjol, 6.11.2008 kl. 09:08
Hjartanlega til hamingju med fólkid titt elskuleg.
falleg dóttir sem tú átt.
Fadmlag til tín.
Gudrún Hauksdótttir, 6.11.2008 kl. 09:11
Takk elskurnar mínar fyrir það.. knús Dóra
Dóra, 6.11.2008 kl. 12:24
Til hamingju með þessi fallegu krakka, (dóttir og barnabarn) hafðu það gott Dóra mín, við gefumst aldrey upp, það er á hreinu.
Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 13:48
Innilega til hamingju með dóttur og barnabarn,njóttu dagsins,faðmlag frá mér
Líney, 6.11.2008 kl. 14:52
Til hamingju. Knús til þín.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 6.11.2008 kl. 18:11
Dóra til hamingju afmælisbörnin Að gefast upp nei nei hvað er það Hafðu það sem allra best . Kv Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 6.11.2008 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.