Færsluflokkur: Vefurinn
29.1.2009 | 06:02
Duglegir drengir..
Æi,hvað þetta er sætt... Ég elska snjó... hann gerir líka svo mikið fyrir sálartetrið... breytir skammdeginu í birtu ... Þó hann geti verið erfiður stundum .. þá er hann alveg yndislegur...
Og þessi mynd sínir manni hvað þessir drengir eru duglegir... Engin smá snjókall... þeir mega sko vera stoltir þessir drengir...
Minnir mig á í gamla daga þegar maður bjó austur á fjörðum þegar snjórinn var stundum ansi mikill og maður brá sér út í garð í byggingarframkvæmdir með börnunum... Alveg yndislegur tími það..
Og hvað jafnast á við að keyra í miklum snjó... ég elska það
Það jafnast fátt við að komast út með börnunum að byggja snjókall eða snjóhús..
Eigið góðan dag.. Kærleikur Dóra
Þriggja metra snjókarl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.1.2009 | 07:36
Er hún nógu góð núna
Það er allt í klessu þarna í pólitíkinni á Íslandi .. og Dóra missti andlitið þegar hún vissi að Jóhanna væri lessa... Já það á þó ekki eftir að liggja fyrir gjaldþrota Íslandi að fá lessu í ráðherrastólinn..
Nú er hún nógu góð til að hreinsa upp skítinn eftir hina...kallana
Annars sagði nú Jóhanna á sínum tíma ... Minn tími mun koma... og er það ekki bara núna að gerast... Ég held að Jóhanna sé fín kerla þó hún sé lessa... Ekki það að ég sé á móti lessum...
Bara gott mál að fá hana.. ef hún getur þá unnið úr þessum
Kannski annað með umræðuna sem við fáum út á þetta.. Tv hér var uppfullt af fréttum að ástandinu á Íslandi í fyrradag.... hef ekkert heyrt í dag eða í gær......
Svo var ég að lesa á vísir og það fannst mér bara fyndið...
Herra Oddson er flókinn persónuleki, og umdeildur. Mótmælendur myndu glaðir setja hann í gapastokkinn og grýta hann með tómötum, ef þeir væru ekki svona dýrir. Það er auðvelt að skilja af hverju," segir í greininni. Já mikill sannleikur í þessu... En þetta var tímarit í Englandi sem var að fjalla um þetta... Man ekki hvað það hét enda skiptir það ekki máli...
Svo að öðru .. hér er bara lífið ljúft og fínt að frétta af okkur öllum...
Svo er það bara kærleikur og gleði til allra.. frá mér sem er svo löt að blogga að það hálfa væri nóg... yfir og út Dóra
Jóhanna vinnusöm en þröngsýn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.1.2009 | 07:23
Auðvita bitnar þetta á börnunum
annað væri skrýtið.. alveg sama hvað foreldrar reyna að láta þau finna ekki fyrir því.. þá komumst við aldrei frá því að þau finni fyrir því.
Þetta er í fréttum og fólkið talar um þetta.. Börnin hlusta og heyra oft meira en þau eiga að heyra því miður.
Ég man eftir þeim tíma að maður var að missa geðheilsuna og vann allan sólahringinn næstum...
Til að eiga ofaní sig og börnin og dugði stundum ekki til.. og ekki vorum við á nýjum bíl eða áttum fínt hús eða annað... En þetta skilar sér síðar þegar börnin vaxa úr grasi... þá koma þau sér betur á fæturna... því þau hafa líka þurft að taka ábyrgð.
Auðvita er þetta líka erfitt fyrir þau börn sem eru vön að fá allt upp í hendurnar og eru keyrð út um allt.
Kærleikur Dóra
Geðheilsa barna versnar í efnahagskreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.1.2009 | 07:23
Nóg af neikvæðum fréttum á mbl.is
Mér þykir með ólíkindum hvað kemur mikið af neikvæðum fréttum á mbl.is þessa dagana..
Ekki það að við vitum ekki hvernig ástandið í þjóðfélaginu er ..
Og ekki gera þessir háu herrar neitt... ætli þeir hafa átt góð jól og sofi vel ?
En er þetta það sem fólk þarf á að halda ?
Nær væri að opna stuðningsgrúbbur fyrir fólk.. Svona eins og AA eða Alanon svo fólk geti rætt málin sín og sér í lagi þeir fjölmörgu sem veita ekkert hvert þeir eiga að leita..
Talandi um neikvæðar fréttir er td: Fólksflótti og búslóðaflutningar.. Atvinnuleysi... Handtökur á 400 mans á Selfossi ofl...
Hvað er bara að ... manni langar ekkert að skoða mbl.is lengur... maður vær bara verk í hjarta
Kærleikur til allra sem eiga erfitt...
Nemar nánast grátbeðnir um aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2009 | 06:16
Maður er orðlaus yfir þeim dómum sem falla hér..
Mér þykir með ólíkindum hvað falla vægir dómar hér i Danmörku..
Og þessi dómur er eitt dæmi um það ... Gefur ungu fólki skilaboð um að þetta sé bara í lagi.
2 drengjanna eru bræður og eiga foreldrar þessa drengja alla mína samúð svo og móðir drengsins sem dó en hann var einkasonur.
Maður spyr sig líka hvernig heimilum þessir 2 bræður koma frá ?
En ekki sýndu þeir neitt samviskubit í réttinum segja þeir hér.. frábært þeir sitja inni mest helming af tímanum og geta svo komið aftur út og haldið áfram.
Málinu er áfrýjað og vona ég að dómarinn gefi þeim stærri dóm.
Og leiðbeiningar út í lífið.
Þetta er annar dómurinn á stuttum tíma sem mér bara blöskrar alveg..
Hinn var um móðir og stjúpföður 13 árs stúlku sem fengu aðeins 5 mánaðar dóm..
Nú þau unnu með fólk annað var hjúkrunarfræðingur og hinn leikskólakennari..
Já unnu því eftir að dómur féll þá eru þau bæði búin að missa vinnuna..
Bara með ólíkindum að svona geti gerst .
Svo stelur einhver Bagger peningum og þá verða allir í sjokki.. Peningar eru greinilega allt .. líf fólks er ekkert... Miða við þessa dóma sem hafa fallið núna .
Varð að koma þessu frá mér.. ég er svo orðlaus yfir þessu..
Og hugsun mín er sú hvað eru mörg börn í krísu og eiga erfitt..
Hjarta mitt brestur bara við tilhugsunina...
Kærleikur Dóra
Sakfelldir fyrir morð á 16 ára Tyrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 13:28
Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem Dönsk félagmálayfirvöld sæta harðri gagnrýni... Nei,nei og þetta er alltaf að endurtaka sig.. Bara ótrúlegt að það sé 2009.... Ömurlegt og hugsa ég oft til þess hvað mörg börn hafa það erfitt.
Það hefur nú líka komið fram að þetta er móðirin og stjúpfaðir sem eiga þarna hlut að máli og þau eru hjúfrunarfræðingur og leikskólakennari.. Þau eiga saman 5 ára dreng sem er hjá þeim ..meira að segja á meðan málið er í dómi...
Það hefur líka komið fram að móðirin hefi haldið höfði stúlkunnar niðri í ísköldu vatni í baðkarinu svo lá við að hún drukknaði .. sem er alveg skelfileg tilhugsun og veit ég sjálf af minni reynslu því ég hef let í því að mér var næstu drekkt.. reyndar var sett tuska fyrir andlitið á mér.. að það er erfitt bara að komast yfir það.. td með bara að fá vatn í andlitið eða fara í sund.. Eitthvað sem ég kemst voðalega seint frá þó ég hafi prófað að fara á námskeið og allt..
Hún hefur líka verið lokuð inn í hundabúri af þeim.. Svo hristir þetta fólk höfuðið í dómshúsinu eins og þetta sé uppspuni..
Bara að geta gert barninu sínu þetta er rosalegt og þegar ég var að lesa í fríblaðinu hér í gær á leið í vinnu fékk ég bara tár í augun ...
Hvernig geta foreldrar verið vondir við börnin sín...? því ekki að láta þá börnin frekar frá sér það sem þau fá nógan kærleika og ást.. En að eyðileggja líf þeirra..
Verum góð hvert við annað og leifum börnunum að alast upp við ást og kærleika því þau búa af því allt sitt líf..
Eigið góðan dag Dóra
Dönsk barnaverndaryfirvöld gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2009 | 18:00
Bara fyrirsögn engin frétt..
Ég sé ekkert um þetta.. Vona að þetta hafi ekki verið alvarlegt...
Sá sem skrifar þessa frétt hefur örugglega sofnað.. áður en hann komst lengra.
Tvö flugeldaslys í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2008 | 13:22
Eitt sinn
Sjaldgæft íslenskt frímerki boðið upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)