9.10.2009 | 02:37
Sorry en er þetta eitthvað sem við þurfum á að halda í dag ?
Er ekki að skilja Ísland og bruðlið þar.. Hvar á að fá peninga í þetta ?
Fær 25 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það þarf að fylgja lögum þó að það sé kreppa
Á að svína á rétti manns samkvæmt lögum bara af því að það er eitthvað ástand í þjóðfélginu?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 10:06
þannig er það nú - fylgja lögum og reglum
Jón Snæbjörnsson, 9.10.2009 kl. 10:11
Setjið þessar BÆTUR (réttu nafni Lottóvinning) í samhengi við þær bætur sem dómstólar hafa dæmt í kynferðisbrotum, líkamsárársum o.s.frv. Skyldi karlinn nokkurn tíma hafa haft þennan hagnað af útgerðinni?
Það er með ólíkindum að dómstólum finnist ekkert mál að dæma Ríkissjóð í svona háar fébætur út af "tæknilegu" broti, en telji líkams- og sálarskaða fólks vera mældan í hundraðþúsundköllum í mesta lagi.
Rex (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 13:13
hér er um að ræða atvik þar sem með mjög einföldum reikningsaðferðum er hægt að komast að því hvert fjárhagslegt tjón mannsins er í krónum talið
Auðvitað eru bætur í kynferðisbrotamálum alltof lágar, en það er ekki við dómstóla að sakast, þeir þurfa einfaldlega að fylgja lögum.
Og þetta er varla hægt að kalla lottóvinning... ég get ekki séð að það væri vinningur í lottó ef ég hefði keypt lottómiða fyrir 25 miljónir, fengið fyrsta vinning en hann verið hafður af mér með broti á lögum
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 13:41
ég þori að fullyrða að fyrir þennan mann er þetta enginn lottóvinningur.
Það var brotið á honum, og hann er búin að standa í fleiri ára barningi til að fá réttlætinu að einhverju leiti fullnægt.
Dómar í kynferðistbrotamálum er svo allt annar handleggur, þar eru bæði dómar og bætur til háborinnar skammar en þar er löggjöfin líka afskaplega mild að manni finnst.
Halla S. (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.