Er hún nógu góð núna

Það er allt í klessu þarna í pólitíkinni á Íslandi .. og Dóra missti andlitið þegar hún vissi að Jóhanna væri lessa...emoticon  Já það á þó ekki eftir að liggja fyrir gjaldþrota Íslandi að fá lessu í ráðherrastólinn.. 

Nú er hún nógu góð til að hreinsa upp skítinn eftir hina...kallanaWink

Annars sagði nú Jóhanna á sínum tíma ... Minn tími mun koma... og er það ekki bara núna að gerast... Ég held að Jóhanna sé fín kerla þó hún sé lessa... emoticon Ekki það að ég sé á móti lessum... 

Bara gott mál að fá hana.. ef hún getur þá unnið úr þessum

 Kannski annað með umræðuna sem við fáum út á þetta.. Tv hér var uppfullt af fréttum að ástandinu á Íslandi í fyrradag.... hef ekkert heyrt í dag eða í gær......

Svo var ég að lesa á vísir og það fannst mér bara fyndið...

Herra Oddson er flókinn persónuleki, og umdeildur. Mótmælendur myndu glaðir setja hann í gapastokkinn og grýta hann með tómötum, ef þeir væru ekki svona dýrir. Það er auðvelt að skilja af hverju," segir í greininni.emoticon  Já mikill sannleikur í þessu... En þetta var tímarit í Englandi sem var að fjalla um þetta... Man ekki hvað það hét enda skiptir það ekki máli...

Svo að öðru .. hér er bara lífið ljúft og fínt að frétta af okkur öllum...

Svo er það bara kærleikur og gleði til allra.. frá mér sem er svo löt að blogga að það hálfa væri nóg... yfir og út Dóra Heart


mbl.is „Jóhanna vinnusöm en þröngsýn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það verður fínt að fa Jóhönnu Sig sem forsætisráðherra, það skiptir mig eingu máli til hvaða kyns hun litur, öðru nær, það er hennar mál. Vonandi getur hun gert eitthvað fyrir fólkið miðað við þá stöðu sem það er í. Knus til þín Dóra min

Kristín Gunnarsdóttir, 28.1.2009 kl. 09:33

2 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Takk fyrir kvittið Dóra mín,já mér finnst Jóhanna flottasti stjórnmálamaður á Íslandi og svo Þorgerður Katrín,það skiptir mig nákvæmlega engu hvers flokks eða kyns þessir stjórnmálmenn eru ef þeir bara ÞORA og það gerir sko Jóhanna.Spennandi tímar framundan,er svosem ekkert hrópandi ánægð með VG en þetta er stuttur tími og ef þeir geta gert eitthvað af viti þá er ég ánægð eigðu ljúfan og jákvæðan dag vinkona

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 28.1.2009 kl. 10:21

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ekki sé ég neitt bjart vid tad ad fá Jóhönnu í forsætisrádherrastólinn.tad er fullt af ungu frábæru fólki sem eru hagfrædingar og allskonar frædingar og eld klárt sem ættu ad verma tennann stól .Tetta er mín skodun en ekki ad vera púkka uppá gamla stjórnmálamenn alltaf hreint.Ekki tad ad Jòhanna er flott kona en í tetta sæti á hún sko alls ekki ad setjast.

Knús til tín elskulegust.

Gudrún Hauksdótttir, 28.1.2009 kl. 10:35

4 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Blessuð Dóra mín,þú hefur þá komið af fjöllum eins og ég. Svona er að búa í útlandin engin segir manni neitt... 'Eg held nú að Jóhanna sé nú ekki neitt öfundsverð af þvi ef hún sest í þenna stól, þetta er ekki besti tímin. Allt er í hnút þarna heima og á ég nú eftir að sjá að þessir aðilar sem eru að reyna að koma saman stjórn takist það. Held að séu of mikið sem beri á milli svona þegar á holmin kemur..Þeir geta sagt svo margt fallegt og eru ekkert nema viljin , en hvap skeður svo.... ekkert.  En mkið er gott að helv...is 'ihaldið hrökklaðist frá enda stendur þar ekki steinn yfir steini , eins og tímin á eftri að leiða í ljós. Ætla nú ekki að vera neitt neikvæð eðahvað enn,þetta með Jóhönnu ég veit ekki. Heiðarleg er hún og hvort hún er lesbia finnst mér algjört aukaatriði. En ef hún ætlar ekki að rústa ferli sínum ætti hún að vera þar sem hún er, er sú eina sem ég treysti til að halda utanum fjölsk, í landinu og heilsugeiran. Er ekki bara ágætt að steingrjoð verði forsetisr, hann fær þá anægjuna af þvi að reka DO og hugsanlega setja hann í gapa stokk.  Alltaf svona fyrirlestur hjá mér Típikst Erum við bara ekki jákvæðar í dag elskan. kv. Sirrý    (nú er ég broddgöltur)allir piggar úti.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 28.1.2009 kl. 13:51

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jóhanna er alveg ágæt og hefur gert margt gott.  Hún er samt gamall pólitíkus og það er verið að verðlauna hana fyrir það. Þó svo stjórnmálamenn segi alltaf að það eigi að fá nýtt fólk og klárt til að stjórna þá er þetta alltaf fyrirgreiðslupólitík hjá þeim, hvar í flokki sem þeir standa.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2009 kl. 14:28

6 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 28.1.2009 kl. 23:11

7 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Jóhanna er ein af fáum stjórnmálamönnum sem hefur reynt að gera sem mest fyrir þá sem minna meiga sín, mér er allveg sama hvort hún er lessa eða hvað. Hún hefur alltaf reynt að vinna  fyrir öryrkja og þá sem erfitt eiga í þjóðfélaginu( Geir sagði að hún eyddi of miklu)

 Og þessi stjórn er bara til 3-4 mánaða.

Verum stundum jákvæð.  

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 29.1.2009 kl. 01:24

8 Smámynd: Dóra

Mér þykir ég ekkert neikvæð .. og ég er ekkert á móti Jóhönnu langt því frá... Veit sko manna best að hún ...hefur alltaf gert allt fyrir þá sem minna mega sín... Mér þykir bara svo sorglegt að hún skuli þurfa að hreinsa upp skítinn eftir þessa háu herra...

Svo er ég líka sammála stelpunum að það þarf að koma nýtt fólk og vel mentað fólk inn í kosningunum ... já þegar þær verða

Við eigum svo mikið a vel menntuðu fólki sem þarf að fá að spreyta sig það þarf að skipta alveg út þarna ... á Ísl...

kærleikur til ykkar allra.. og takk fyrir  kvittið stelpur mínar.. þið eruð yndislegar... Dóra

Dóra, 29.1.2009 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband