24.1.2009 | 18:19
Hér er hluti af mér...
Já er bara svona rétt að láta vita af mér... maður má nú ekki alveg límast við skjáinn... og gleyma að maður þarf að gera margt annað... Já svo er það fésið og svo er það hitt bloggið og já margt fleira ... sem þarf að gera...
Annars er ótrúlegt þessar fréttir síðustu daga með Geir það er eins og ég sé skyggn ég vissi þetta og sagði þetta við vinkonu mína 2 tímum áður en þetta kom í fjölmiðla...
Já og ekki í fyrsta sinn sem ég finn svona á mér...
Annars er ég búin að sofa rosalega mikið... og í gær sagði ég við viðhengið mitt .. best að ég fari að skrifa niður hvað ég sef mikið... mér er bara ekki farið að lítast á þetta. Og hvað haldið þið í dag fékk ég að sofa til kl 12:30 samt fór ég að sofa rétt eftir miðnætti og ég var bara svo frísk þegar ég vaknaði.. bara út sofin... eins og eitthvað hefði legið á mér ... rosalega skrítið...
Já mér var frekar brugðið er dóttirin kom og sagði að klukkan væri 12:30 ég sem er vön að vakan kl 06 ef ekki fyrr. Æi. ég hafði bara gott að þessi... sést á því að ég hef ekki sofið í dag...
Ég dreif mig í vinnuna að venju því þetta eru 6 dagar í viku og svo gengur strætó á 1 tíma fresti.. þegar ég kom í vinnuna sá ég að það voru bara borðin að þrífa... ég hefði getað rimpað því af og tekið strætó 25 mín seinna en ákvað að gera lítið extra ... og taka vel undir öllum vélum... það er eitthvað sem má ekki... maður á ekki að beygja sig... það er svona extra hreingerning sem er kannski gerð 1 X á ári....já og skrúbba smá veggi... æi vatnið er svo leiðinlegt hér... mikið kalk í því...
En Dóra lætur sig bara hafa það enda sannur Íslendingur og fær alla til að brosa...
Eins og mamma sagði í gær þegar hún hringdi í mig... hvað er þetta með þig manneskja .. það er eitthver segull á þér... þú laðar allt fólk að þér... Já, mamma ég veit ekki hvað þetta er með mig sagði ég og var henni sammála...
Kannski þarf ég að láta loka fyrir eitthvað ég er kannski að taka of mikið inn á mig ... hver veit ?
En í gær fór að snjóa hér og það var þvílík gleði hjá dótturinni og var sko farið út með snjóþotuna sem var notuð fyrir 3 árum.... en þá var ekki svona mikið bara smá .... þetta er í raun líka bara smá... Já í mínum augum.......
En hún er svo mikil dúlla hún dóttir mín þegar hún spurði : mamma er enginn góð brekka hér í Dk... ég hló auðvita og sagði : hér NEI,NEI við erum í Danmörku og hér er allt slétt nema að þú finnir einhvern heimagerðan hól
En þetta er samt mesti snjór frá því ég flutti hingað fyrir 6 árum... og hann er ennþá og það er bara ótrúlegt... Er yfirleitt farin um leið... Það birtir svo til þegar það er snjór
Bara alveg yndislegt að hafa snjóinn og hann er sko meira en velkomin... ´
Jæja komin í frí fram á mánudag... hef ekkert heyrt frá því hvenær ég á að byrja á morgnana.. er svolítið hrædd um að það verði of mikið fyrir mig... En ég vill prófa það... nú er að duga eða drepast og lifa kreppuna af... og ekki í fyrsta sinn...
Ætla að taka lífinu með ró í kvöld... búin að vera að reyna að kenna dótturinni að prjóna... vantar smá þolinmæði í hana... Guð,hvað ég man eftir því þegar ég var svona... En þolinmæðin held ég að komi með aldrinum... Svo tók viðhengið við og ætlaði að verða voða cool sagði að þetta væri nú ekki mikið mál .... hehehehe og þegar ég tók við þá var hann búin að búa vefja öllu upp á prjóninn og gera 50 aukalykkjur...það áttu að vera 12 á prjónunum ég fékk kast og hló svo mikið að það lá við að ég pissaði á mig... Man eftir því þegar ég var að læra að prjóna og ég gerði þetta líka ..þótti ég svo dugleg að fitja upp á prjónana... Já maður kunni nú fitja meira en vandamál upp á prjónana hér á árum áður
Hafið það gott og góða helgi elsku vinir ... kærleikur Dóra
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 18:20
Dóra, 24.1.2009 kl. 18:37
Tú ert bara svo dugleg kæra Dóra mín.fardu vel med tig og gott ad sofa svona stöku sinnum lengji.
Knús kvedjur frá mér til tín.
Gudrún Hauksdótttir, 24.1.2009 kl. 19:01
Ha ha ertu kannski að verða svona B mannesk. eins og ég er. Dóra mín ekki prjóna vandræði svo erfitt að rekja það upp. Góða helgi kæra.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 24.1.2009 kl. 19:23
Þið eruð æði Guðrún og Sirry,,,, nei ég ætla sko ekki að rekja upp ég rek mig bara á og læri af.... hehehe
Dóra, 24.1.2009 kl. 19:45
Gott svar hjá tér hahahahahah
Knús á ykkur snúllurnar mínar.
Gudrún Hauksdótttir, 24.1.2009 kl. 19:56
Um að gera að hafa þetta bara broslegt... hehehehe gurry og siiry við erum bara dúllur ..eða eru þið bar dúllur án mín heheheh
Dóra, 24.1.2009 kl. 20:15
Vona að þú snjóir ekki í kaf þarna á berginu,,ha ha engin snjór hér. segðu við dótlu þina að Himmelbjerget sé í Danaveldi.. Hún finnur bara púfur þarna sem þið eruð.Var þessi ekki góður elskan
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 24.1.2009 kl. 20:20
Eigðu góða helgi í snjónum ljúfankærleiksknús á þig frá blauta og fátæka kreppuklakanum
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 24.1.2009 kl. 21:47
Góður svefn er besta meðalið. Mikið sakna ég þess að geta ekki sofið út lengur aaarrrggg.
kv, frændi á kreppuklakanum
Arinbjörn Kúld, 25.1.2009 kl. 01:12
Danmörk er nú ekki eins flöt og maður heldur en auðvitað engin fjöll eins og hér:)
Líney, 25.1.2009 kl. 18:56
Ha ha Liney min eða í Noreg fjöll og skógur um allt. Dóra mín svo átti þetta nátturlega að vera þúfur en ekki púfur eða hvað var nú það sem eg skrifaði sá eitthvað illa á lyklaborðið.. knús til ykkar á pönnukökunni Dk. kv Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 25.1.2009 kl. 20:10
Takk fyrir hugmyndina vinkona hún var þegar tekin til greinaEigðu ljúft kvöld elskan
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 27.1.2009 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.