Margt sem kemur manni á óvart...

Já lífið kemur manni endalaust á óvart... Enda væri nú ekki gaman að lifa ef ekki væri eitthvað að gerast hjá manni hvern dag... Wink

Við tökumst á við vonbrigði ,gleði og sorgir á hverjum degi... bara mis mikið...

Í mínu lífi er meira um gleði núna en var áður fyrr... Og brosi ég oft út í annað af þeim óförum sem hafa hent mig..Wink og hlæ með inn í mér... LoL Og hugsa stundum .. gat maður verið heimskur eða ekki....

Við litla fjölskyldan áttum yndislega helgi og hvað er hægt að fara fram á meira.. Gréta mín kom með mér í vinnuna á laugardaginn og fékk ég þessa fínu nautalundir gefins frá slátraranum... Ekki leist Grétu minni mikið á það þar sem loftið hafði farið úr pakkanum... Hún kallaði þetta skrímslið LoL ... enda stór og mikil nautalund þarna á ferð...

Mikið var ég ánægð með þetta og leit á þetta sem mikið hrós fyrir vel unnin störf... Enda hef ég aldrei tímt að kaupa mér svona .. Oft horft á þetta í kjötborðinu og horft á verðið... úff... já þetta stykki átti að kosta 700 dkr en var á tilboði á 500 dkr...

Heppin ég að fá svona flott kjöt...og það gefins Grin

Nú eftir að við komum heim þá púslaði ég smá með dóttlu og spilaði svo með henni smá Lúdó en eftir það fórum við og náðum okkur í eina góða mynd í sjoppunni fyrir 50 dkr... Og horfðum á ... já á meðan 1/2 steikin var í ofninum... okkur fannst ódýrara að kaupa eina heldur en að fara í bíó þar sem ekkert spennandi var að sjá... Svo við frestuðum bíóferð þar til í næsta mánuði....

Mér finnst nýja árið taka vel á móti mér... kannski er þetta bara árið mitt...

Fékk að vísu skrítnar fréttir í gær... en þannig var að ég ákvað að fara til læknis milli jóla og nýtt árs og láta taka af mér blóðprufu...vegna þessar þreytu minnar alltaf ... er orðin svo þreytt á að vera alltaf þreytt....  hann vildi reyndar fá þvagprufu líka... Sem var ekkert mál.. Hann sá það strax í þvaginu að eitthvað var ekki eins og það átti að vera... fullt af bakteríum og blóði.. Nú svo þegar ég fékk niðurstöður í gær ... var hann voða hissa og spurði mig hvernig ég væri.. ég sagði bara ég ..ég er fín nema alltaf þreytt... já sagði hann ég ætla að meðhöndla þig eins og þú sért með blöðrubólgu.. ha, hvað ? Hélt reyndar að maður mundi nú finna fyrir því.... Eina sem ég finn er að ég er oft að fá krampa í nýrnastað vinstra megin... en ég er ekkert að hrökkva upp við það þar sem ég er búin að vera með svo mikla verki í bakinu fyrr á árinu og finnst þess vegna þetta ekkert þó ég fái smá krampa sem hverfur yfirleitt mjög fljótt... En þetta gæti verið eitthvað út frá nýrum... En nú þarf ég að fara á pensillín í 6 daga .. litlar 6 töflur á dag.. í 6 daga... og á svo að skila inn aftur þvagi eftir þetta 10 daga...  En ég ætla bara að taka þetta á bjartsýninni... er líka svona að spá í hvort ég finni ekki minna fyrir þessum verkjum þar sem ég er á sérlyfi við bakinu.. sem ég má taka inn 3 á dag.. en tek reyndar bara fyrir svefninn... ( já smá hugleiðing hjá mér )

Fermingin hjá barnabarninu er ákveðin 9 apríl og komum við örugglega bara 2 ... þar sem viðhengið mitt kemst örugglega ekki út af vinnu sem hann var að byrja í... FootinMouth En það hefði verið svo gaman að fá að hafa hann með.. Við erum búin að vera að láta okkur dreyma um að geta farið öll saman... En það verður bara að bíða... Happy Mig langar rosalega að skreppa norður í sveitina mína fögru... og láta Íslenskt sveitaloft leika um andlit mitt... Og hver veit nema að ég geti látið þá ósk rætast... það yrði æði...Smile

Annars er dagurinn tekinn snemma núna ..hér er staðið upp rétt fyrir kl 06 þar sem viðhengið tekur strætó kl 08 og Gréta mín fer líka í skólann... Viðhengið vill vera vel vaknaður áður en lagt er á stað út í kuldann... annars var hér - 8 gráður í gær en ekki nema um frostmark núna....

Langar svona í restina að sína ykkur einkasoninn sem átti hér yndisleg jól í faðmi fjölskyldunnar...

8ad1c64f-24ce-4aff-a60f-5bafd45d367a

7206265a-b087-4550-8402-90fe65006147

Hér er svo ein af Grétu M minni sem tók sig til á Þorláksmessukvöld og bakaði smákökur alveg alein ...

8c1a0148-4695-4771-9e24-de2be8d6c80b

 Hér eru svo eitthvað af okkur stór fjölskyldunni að borða súpuna á aðfangadag...

52b6d730-4129-4750-85b6-0811a9f0e097

Hér er svo frúin sjálf á jóladag að gefa öndunum jólabrauð.

548249bf-2cc3-4f96-b979-946e4a7d1879

Og sú síðasta... við fundum þarna ég og mín næst elsta svona fitnes leikdót á einu útisvæðinu og urðum að prófa að tékka hvort jólasteikin færi af þarna... Góð þessi úlpa sem ég er í... og húfan ..allt fengið lánað hjá þeirri elstu... Grin

76ac2809-07cd-4e01-b178-381a4739dbf7

Læt þetta duga í dag... Hafið það sem best elskurnar mínar... kærleiksknús frá mér hér í Esbjerg Dóra Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Dóra mín, þú hefur örugglega feingið lundina fyrir vel unnin störf, þú ert örugglega hörkukona.Vonandi færðu bót sem fyrst á þínum veikindum, örugglega ekki gott að vera svona þreitt og með krampa. Fallegur sonur þinn og hin börnin lika, skildi engan undra, eiga myndar mömmu. Eigðu góðan dag ljúfan

Kristín Gunnarsdóttir, 6.1.2009 kl. 08:49

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Vonandi virka lyfin, ekki gott að vera þtreytt alla daga.

Kær kveðja

Guðrún Þorleifs, 6.1.2009 kl. 09:31

3 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Mikið áttu fallega fjölskyldu Dóra mín og mikið svakalega hefur þessi slátrari verið góður við þig svona fólk er til sem betur fervonandi finna læknarnir hvað er að hrjá þig ljúfan og eigðu nú ljúfan dag vinkona

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 6.1.2009 kl. 14:03

4 Smámynd: Dóra

Ég hörkukona ... ekki veit ég hvaðan þú hefur það Stína mín...

Já þetta með lyfin... þau eru bara ekki komin í hús.. er að glíma við kommúnuna núna... eða kall hjá þeim...sem ætlar að breyta lögunum mér í óhag... og heldur að hann komist upp með það...

Já þetta veðrur allt skoðað...  Enda bara að vera bjartsýn og meira bjartsýn og jákvæð...

Já fallega fjölskyldu það á ég og ég er ofboðslega stolt af þessum ungum mínum... og hvað þau eru dugleg líka að koma sér áfram í lífinu... knús til ykkur stelpur... frá mér í kuldanum hér í Dk brrrrrrr

Dóra

Dóra, 6.1.2009 kl. 19:02

5 identicon

Þakka þér fyrir kveðjuna sem þú settir á bloggið mitt. Mikið er ánægjulegt að sjá hvað þú hafðir það gott um hátíðirnar og hvernig hlutirnir hafa snúist þér í hag. Ég fann til með þér hvað allt gekk áafturfótunum fyrst eftir hrunið á Íslandi. Vonandi verður þú fljót að ná þér af þessari blöðrubólgu, nóg er nú samt.

Bestu kveðjur úr óvenjulegum kulda í Portúgal,

Þórunn

Þórunn E Guðnadóttir (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband