5.12.2008 | 16:31
VARÚÐ VARÚÐ ! ! !
Vildi bara vara ykkur við og taka gleðinni með ró.
Því nú skulum við passa okkur ... það er ekki farið eftir bankagengi ef tekið er út úr hraðbönkum.. Ef þið eruð með Master þá sjáið þið gengið inn á www.borgun.is
Þessu er var víst breytt og við ekki látin vita ... SKAMM.. SKAMM hvernig er verðið að fara með okkur
þar er td danska krónan 25.471 en var 25,872 þegar ég náði út 1000 dkr í dag og hélt að gengið væri rétt yfir 20 ....
Nú er aldeilis verið að gabba okkur ...
Svo er búið að henda mér út úr bankanum með þessa 3 reikninga sem ég átti að greiða ... og jú ég má greiða 150x3 = 450 dkr
Viljið þið spá í þessu.
Ég er alveg brjáluð
knús Dóra
![]() |
Styrkist áfram - 10,41% í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það er bara ekki hægt að treista neinum í dag Dóra mín, þannig er það. Ég skil sko að þú sért brjáluð, mér fynnst þetta mjög lélegt af þínum banka. Eigðu góða helgi eins og hægt er Dóra mín. Kærleiksknus
Kristín Gunnarsdóttir, 5.12.2008 kl. 16:47
Sem betur fer er ég með spænskt kort, þannig að ég greiði bara fyrir gengi þegar ég millifæri peninga hingað, græt núna yfir því að hafa ekki beðið eftir fleytingu krónunnar, það sögðu allir að evran myndi hækka svo mikið, en hún hríðlækkar,
hrrrrrrrrhhhhhh
Bálreið, en það verður að hafa það.
Hafðu góða helgi samt, ætla á markaðinn á morgun.
Kv Brynja og Emma.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 5.12.2008 kl. 16:52
Birta ekki bæði stóru kreditkortafyrirtækin gengi sitt á vefjum sínum? Þeim ber engin skylda til að nota sama gengi og aðrir bankar.
Þeir eru ekki einir um þetta. T.d. notar Landsbankinn í Leifsstöð allt annað og óhagstæðara gengi (fyrir okkur) en önnur útibú sama banka.
Þessi fyrirtæki eru víst bara í bissness og þurfa að græða (-:
Reyndar mega kortafyrirtækin eiga það að hjá þeim var allt galopið í þessa tvo mánuði sem við fyrirtækjaeigendur gátum enga peninga sent út úr landi. Ef maður greiddi vörur með greiðslukorti flaug allt í gegn, þó gengið væri eins og það var.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 16:55
Veistu Bragi að það var lokað á okkur í langan tíma í okt við náðum ekki neinu út hér í Dk.
Ekki veit ég hvar þú ert... En ég veit að ég var í stórum vandræðum þá... Þeir voru að breyta þessu og það var núna í vikunni og þeir létu kúnnana ekki vita..
Hvað trúið þið að það hafi margir hlaupið í hraðbanka og tapað þegar þeir héldu að þeir væru nú að græða smá
kveðja Dóra
Dóra, 5.12.2008 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.