Þá vitum við það

Já það er til einskis að berjast og tala við kommúnuna.. Við getum alveg gleymt því... Það er það alveg nýjasta í stöðunni. Bæjarfélögin hér hjálpa ekki öryrkjum eða ellilífeyrisþegum frá Íslandi ..þeir verða að bjarga sér sjálfir ..hvað sem röflar og tautar...  Frábært eða hitt þó.

Ég kom mér í kommúnuna í gær og fór með lögin sem Sr.Þórir Jökull sagði mér að fara með.. er sko búin að vera að mana mig upp síðan í okt... nú ein góða vinkona mín hér frá Færeyjum kom með mér til halds og traust.

Svörin voru bara einfaldlega þau .. þú ert ekki Danskur ríkisborgari og okkur ber ekki að hjálpa þér eða öðrum sem fá bætur frá Íslandi... Þú veðrur bara að koma þér til Íslands aftur.

Vinkona mín átti ekki til eitt orð.. Sagði heyr heyr hún er með 10 ára gamla dóttir sem hefur alltaf verið hér í skóla og þekkir ekki neitt annað.

Já skiptir engu hún fær enga hjálp hér var þá sagt.

Ég þrjóskaðist við eins og mér einni er lagið og fékk að fylla út umsókn já til að fá skriflega neitun eins og Þórir talaði um.  Kom með allar útskriftir eftir að hafa verið að vesenast hér með prentarann á annan tíma til að geta haft öll gögnin með mér...

Nú eftir að hafa skilað þessu inn fór ég til að skila öðrum pappírum sem ég þarf að skila mánaðarlega en það er út af meðlaginu hennar Grétu minnar. Spáið í því skila 1 X í mánuði pappír til að fá meðlagið .. þvílík vitleysa bara ... En svona er þetta hér ..pappír og meiri pappír.

Nú svo segi ég við vinkonu mín en Kontakthjælp ég prófa bara að sækja um hana... Það var sama svarið þú getur ekki sótt um Kontakthjælp ef þú ert á bótum frá Íslandi..

Ég spurði bara konuna getur þú þá ekki bara lánað mér byssu svo ég geti farið og skotið mig í hausinn ? Hún horfði bara á mig eins og ég væri heimskur Íslendingur.

Nú heim kem ég og sendi Þórir Jökul tölvupóst með það sama.

Ég fæ svar sem var svona:

Sæl og blessuð Dóra.

Ég hef deilt bréfi þínu með sendiráðanauti okkar við sendiráðið til að
reyna að skoða hvað til ráða er. Það er rétt sem þú segir. Þessi lög sem
við bentum á reyndust ekki til neins þegar til átti að taka. Ég vona að
einhver lausn finnist og bið þig að reyna að halda í vonina. Vandi þinn er
tvenns konar sýnist mér, annars vegar sá að komast í gegn um það versta
núna en svo þarftu að horfa aðeins fram á veginn. Á þessari stundu er ljóst
að Danir taka íslenska lífeyrisþega ekki til framfærslu
, það er líka ljóst
að ekki stendur til að gengistryggja lífeyrisgreiðslur frá Íslandi og eins
er óljóst með gengisþróun íslensku krónunnar. Allt þetta er leiðar
staðreyndir sem þó verður ekki litið fram hjá. Ég er viss um að einhver
leið er yfir erfiðasta hjallann núna og rétt að horfa til þess.

Vertu hughraust, Dóra mín og ég reyni að hringja í þig á morgun.

Kær kveðja, Þórir.

Ég varð frekar hissa ég búin að berja í mig kjark til að fara og sækja um og svo vissi hann allan tíman að það var til einskis...

Svo nú vitum við það að við fáum enga HJÁLP hér í Danmörku ..getum alveg hætt að reyna þetta.

Það hefur aldrei reynst mér svona erfitt að vera hér um jólin.Frown

Þegar ég bjó á Íslandi átti ég til að redda mér á ýmsa vegu.. og í mörg ár seldi ég platta og gestabækur í Mjóddinni og á fleiri stöðum og fékk stóru krakkana til að hjálpa mér.

Hér er það öðru vísi þú gerir ekkert svona hér ..Þó mér detti ýmislegt í hug og hafi alltaf geta bjargað mér þá er þetta svo annar heimur hér. Langi mér að gera jólakort og fara hús úr húsi þá eru bara svo margir hér sem halda ekki jól.

Og þó ég færi hús úr húsi með kökurnar mínar þá er ég viss um að það eru ekki margir kaupendur.

Fengi ég þrif hér þá þekki ég ekki neinn sem þarf á því að halda. Svo staðan er bara vonlaus eins og hún er.Crying

En eitt gott er þó að ég á frábær börn og barnabörn.

Og fæ ég að njóta þeirra allra um jólin ef Guð,lofar.

Dóttir mín á Íslandi er svo frábær að hún ætlar að redda öllum jólagjöfunum til barna tengdabarna og barnabarna fyrir mig svo allir fá þó eitthvað smá. Hvar væri ég ef ég ætti hana ekki að hún er svo frábær og gerir allt sem hún getur fyrir okkur sem hún getur þó hennar staða sé ekkert góð.

Það eiga allir nóg með sjálfan sig. Hér er það bara að lifa af.Pinch

Að mér hefur skotið sú hugsun að þurfa að senda Grétu frá mér og fá mér bara eitt herbergi og henda dótinu mínu... Já svoleiðis endar það .. svo er verið að tala um að láta ekki börnin finna fyrir ástandinu.. það er bara ekki umflúið get ég sagt ykkur.

Takk allir fyrir hlýjar kveðjur í minn garð.Heart---InLove

Ef þið eigið eitthvað aflögufært þá er allt vel þegið númerið á reikningnum mínum er hér uppi ---> til hægri. Veit að peningar bjarga ekki öllu og er löngu búin að sjá það. En þeir bjarka kannski leigunni minni. Því í næsta mánuði koma barnapeningar og þá verð ég komin með vinnu hjá slátraranum svo þá er málunum reddað.

Hafið góða helgi elskurnar mínar ..sendi öllum kærleiksknús hér frá Esbjerg Danmörku Dóra Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Dóra mín, þetta er svakalegt, mikið getur fólk verið kaldlynt eins og þessi kona í kommúnunni, þetta er bara svo ljótt. Hver á að hjálpa okkur, íslenska ríkið vill það ekki og danska ekki heldur, hvað er í gangi. Ég mundi sko retta þér hjálparhönd ef ég gæti en ég er bara í sömu sporum. Þetta er bara hrillíngur. Vonandi kemur eitthvað útúr símtalinu við Þórir. Kærleiksknus til þín Dóra mín

Kristín Gunnarsdóttir, 5.12.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Kæra Dóra mín, þetta er skítt. Veit af eigin reynslu hversu þung spor þetta eru, en hér fékk ég sem betur fer aðra meðferð hjá kommuninni en þið vrðist fá þarna í DK. Veit kæra vina að það hjálpar lítið að heyra um aðra sem eru eða hafa verið í sömu sporum. Maður borgar ekki húsaleigu og brýnustu nauðsynjar með  trausti. En ég vil þu vitir að þú stendur ekki ein við erum með þér huga og hjálparhönd er oft ekki langt unna. Sendi þér baráttukv, og ósk um að missa ekki móðin þó á móti blási núna, það koma bertri tímar.Við verðum að trúa því. kærleiksknús til þín og dóttir þinnar. Guð veri með ykkur.  höldumm sambandinu Dóra mín.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 5.12.2008 kl. 10:52

3 Smámynd: Dóra

Takk stelpur mínar.. Veit að ég kemst ekki langt á traustinu.

En maður heldur lífi á því

Já við fáum enga hjálp hér það eru allar dyr lokaðar því miður.

knús Dóra

Dóra, 5.12.2008 kl. 12:32

4 Smámynd: Líney

Ég er svei  mér farin að  hallast á þá sveif að best sé að halda  sig á íslandi eftir alla þessar hörmungar þarna úti .

Hérna  þarftu alla vega ekki  að vera  íslenskur ríkisborgari til að þér sé hjálpað,hvað með alla  pólverjana  og aðra erlenda ríkisborgara sem hafa þurft aðstoð hér til framfærslu,þeir hafa ekki fengið neitun svo ég viti til. Fjölskylduhjálp og Mæðró hjálpa öllum jafnt.

Þetta er  afar sorglegt  Og ég skil þig vel að vera  að gefast upp.. Hver væri það ekki  eftir  allt þetta?

Knús til þín...

Líney, 5.12.2008 kl. 12:41

5 Smámynd: Dóra

Já Líney nú er Þórir búin að tala ..

 Hann bað um heimilisfangið mitt til hvers veit ég ekki...

Nema að ég á að vera á lista yfir þá sem þurfa hjálp.. En það eru margir.. Svo talaði hann um að við yrðum bara að flytja heim tímabundið.. Ekki labbar maður til Íslands það þarf að fljúga eða fara með skipi.. Og það kostar líka.. Ótrúlegt að láta sér detta það bara í hug

Ekki veit ég á hvaða plánetu maðurinn er en það tekur 3-6 mán að komast inn í kerfið þarna og fyrir utan að dóttir mín þekkir ekki neitt nema að vera í skóla og leiksóla hér.

Bara rosalegt ástand nú er búið að henda mér út með leiguna og allt það eru 3 aðilar og úfff kostar mig 450 dkr aukalega að fá að greiða það.. Helvítis Daninn það er ekki logið á hann ég er bara orðin virkilega reið og skal engum undra það.

knús Dóra

Dóra, 5.12.2008 kl. 12:50

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sjálfsagt er skást að vera hér á landi eins og staðan er í dag, en krónan hefur styrkst svo maður verður að vona það best.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 12:53

7 Smámynd: Dóra

Já eflaust er það best ... ég væri alveg til í að vera þar núna og hjá mínu fólki .. Sér í lagi þá hefur maður kannski einhvern til að taka utanum mann á þessum erfiða tíma..

knús Dóra

Dóra, 5.12.2008 kl. 12:58

8 Smámynd: Líney

(((((((((((((((KNÚÚÚÚS)))))))))))

Líney, 5.12.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband