Ég hugsa og hugsa

þar til höfuðið á mér er að springa... ég er að verða ráðalaus... 

Hvað maður á til bragðs að taka... En ég er búin að taka af skarið um að koma mér hér niður í ráðhús og hafa eina góða vinkonu mína með mér... Og gera eins og Þórir Jökull prestur í Köben sagði mér að gera í okt. Neyðin rekur mig í það.

Ég er bara oft svo þver að ég er bara nóg sjálfum mér.

Get þó alla vega sagt að ég sé komin með vinnu hjá slátraranum hehehehe ætti kannski að taka mynd af bakinu mínu með .. NEI, segi bara svona... Ég er ekki mikið fyrir að láta vorkenna mér ég er meira fyrir að redda mér... Og það hefur alltaf gengið upp hjá mér..

En nú er ég bara neydd í það að fara... þegar krónan er eins og hún er .. ég fór talaði við bankann hér og hér er enga hjálp að fá... Þeir hringdu í mig og tilkynntu mér að ég væri í mínus .. ég sagðist alveg vita allt um það.. Enda væru peningar á leiðinni...

Já, henni kom það sko ekki mikið við... sagði bara að ég gæti fengið gíró... ótrúlegur andskoti.... Devil

Henni var já slétt saman um þetta allt þó maður væri að reyna að bjarga sér. Hér er ekkert vinsælt hjá bönkunum ef maður fer í mínus... Og þolinmæðin er sko engin....Frown

Nú ég er búin að vera að safna og farið í hraðbankann .. en það er hámark 30,000 íkr sem má taka út... nú þegar maður tekur út í dag þá nær maður 1100 dkr sem er bara dropi miða við hvað maður á að greiða... nú ef ég væri ekki með 2 kort þá þyrfti ég að fara 4 X en ég þarf að fara 2 X í staðin ... Nú 1100 dkr eru rétt yfir27,000 ekki einu sinni hægt að ná út 1200 dkr... Bara agalegt.Angry

Svo þegar ég kem heim sé ég fréttir á mbl.is og þá á að fara að fleyta krónunni ..ég hélt bara að þeir væru búnir að því.. Svona er maður heimskur... getur ekki lagt hausinn í bleyti þar til hausverkurinn er að kljúfa á manni hausinn... á sama tíma og að hugsa um allt annað...

Nú í gær fór ég með stelpuna mína í sundskólann en hún er 1x í viku... Ég samdi við hana að eftir næstu viku þá þyrfti húna að fara ein... Hún er ekkert voðalega hress með það ..en tekur því...

Samningurinn var svoleiðis að ef hún mundi standa sig í sundinu mundi ég kom með henni 1 x í viku... í sund... þá kom hjá minn .. en mamma hefur þú efni á því kostar það ekki peninga.. ?

Bara ömurlegt hvað þetta er farið að bitna á stelpunni minni... Gæti grátið fyrir það... Frown

Nú þegar við fórum í hraðbankann þá sagði hún við mig .. mamma eigum við að skoða hér í þessari búð... Nei, Gréta M mín það getum við ekki... ég er að safna fyrir leigunni og má sko ekki fara inn í neinar svona búðir... 

Nema inn í Fakta og kaupa súrmjólk,mjólk og hrísgrjón ... Bara svo leiðinlegt fyrir  stelpuna þegar hún sér að allir eru að skoða og versla...

Ég flutti hingað út til að geta veitt okkur betra líf... og hafa ekki áhyggjur sem ég þurfti að glíma við á Íslandi sem eintætt foreldri ......sem var oft hreint helvíti á jörð þegar ég var með mín 3 eldri...

Oft fór maður út á nóttunum til að týna maðka um sumarið... þar til maður kláraði sjálfan sig... en mætti samt í vinnu næsta dag... Oft þurfti maður að leita á náðir Mæðrastyrksnefndar... ég hélt að sá tími væri liðin og að þegar ég flutti.. þá mundi ég aldrei þurfa á því að halda ... En það er komið bara verra ef eitthvað er... Hér hefur maður ekki tök á að redda sér þó maður vildi... Devil

En slátrarinn bíður á mánudaginn og það verður spennó að sjá hvernig mér tekst til.... Smile

Held að ég hafi þetta röfl mitt ekki lengra þennan daginn.... Crying

Þarf að sinna stelpunni sem vaknaði í nótt lasin...úfff  Ekki bætandi á ástandið.. En sem betur fer ekki neitt alvarlegt..

Kærleiksknús til allra frá mér hér í Esbjerg city Dóra Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Dóra mín, þetta er erfitt líf það er alveg ljóst. Vildi óska að ég gæti eitthvað gert fyrir þig, en því miður svo er ekki, ekkert nema sent þér ljúfar hugsanir, en það verður víst enginn saddur af þeim né borgar leigu með þeim hætti.  Vona samt það best ykkar vegna. Kærleikskveðja til ykkar frá Selfossi

Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 07:57

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Elsku hjartans Dóra mín, þetta er bara svo hrillilegt að mer verður óglatt, hvernig fer þetta hjá okkur og að þurfa að láta þetta bitna á börnunum, auðvitað finnst Gretu gaman að fara i búðir fyrir jólin eins og öllum öðrum börnum og skoða alt jóladótið, þetta er bara grátlegt alt saman. Ég krossa putta að við förum að hafa það betra, þó trúin sé ekki stór elsku Dóra mín. Ég er ekki að treista mér niður í kommúnu, er svo hrædd við eina höfnunina enn. Kærleiksknus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 4.12.2008 kl. 08:05

3 Smámynd: Dóra

Ásdís mín bara það að vita að þú eða aðrir hugsi vel til mín og sendi mér hlýjar hugsanir það er nóg næring fyrir mig.. 

Það gefur mér svo mikið.

 Og eflir mig upp til að halda áfram..

Takk fyrir góð orð í minn garð Ásdís mín.. Kærleiksknús til þín mín kæra... Dóra

Dóra, 4.12.2008 kl. 08:06

4 Smámynd: Dóra

Stína mín takk fyrir góð orð í minn garð.. 

Nei maður er ekki mikið bjartsýnn þessa dagana ..verð nú að segja það..

En góð orð efla mann upp og segja manni að maður á að halda áfram ..

 Verst er að þú hefur engan til að fara með þér Stína mín..

 Ég er ekki að treysta mér en ég verð að fara og ég veit að ég á eftir að brotna þar .. það er þá bara að hinu góða ef það verður... Já við verðum að krossa fingur núna... kærleiksknús til þín Stína mín

Dóra, 4.12.2008 kl. 08:11

5 Smámynd: Helga skjol

Get því miður ekkert gert nema sent þér RISA KNÚS  mín kæra

Helga skjol, 4.12.2008 kl. 08:30

6 Smámynd: Líney

Knús  til þín Dóra  mín...

Hvernig væri að gefa  upp  bankareikningin þinn svo þeir sem geta  séð af    nokkrum krónum geti liðsinnt þér?

Safnast þegar saman kemur og margt smátt gerir eitt stórt

Örugglega  einhverjir sem geta  hugsað sér að gera góðverk fyrir jólin.

Líney, 4.12.2008 kl. 17:32

7 Smámynd: Dóra

Takk Helga fyrir risaknúsið það er alltaf gott að fá knús og góðar kveðjur  Og takk Ruslana sætt að þér að hugsa til okkar enda ekki vanþörf á..

Líney ég setti inn númerið hér upp til hægri en ég er bara ekki vön að þurfa að standa í svona málum... Bara ótrúlegt og sko önnur saga þegar ég fór í kommúnuna í dag.. Bara ótrúlegt að fá svona mótökur...

kveðja stelpur mínar og takk fyrir innlitið og allan kærleika ég met hann mikils... kærleiksknús Dóra

Dóra, 4.12.2008 kl. 20:28

8 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Kærleikskv. til þín Dóra mín

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 4.12.2008 kl. 21:45

9 Smámynd: Líney

Knús

Nei maður reynir sitt ýtrasta en stundum þarf  maður samt að kyngja stoltinu. Mér finnst alveg ótrúlegt að það sé  ekkert almennilegt hjálparbatterí þarna úti eins  og hér  líkt  og mæðrastyrksnefnd og fjölskylduhjálp,eins hélt ég að hjálpræðisherinn  hjálpaði öllum en  miðað við svörin sem Stína  vinkona  fékk þá er ekki svo

Vona að þú fáir einhverja aðstoð svo þú getir haldið jólin eins  og þú villt hafa þau...

kærkveðja

Líney, 4.12.2008 kl. 21:57

10 Smámynd: Dóra

Takk Sirrý mín knús til baka til þín

Nei nei Líney mín þeir ætla ekki að hjálpa okkur margt búið að koma í ljós í dag..

 En Dóra heldur áfram að berjast ætlar sko ekki að gefa eftir..Ég ætla að berjast fram í hann rauðan....  Sko maður þarf ekki að halda jól eins og maður vill ..bara að maður sé öruggur með húsnæðið og matinn þá má allt annað bíða...

Skrifa um það í fyrramálið.. knús og takk fyrir

Dóra, 4.12.2008 kl. 23:23

11 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já stundum verður að kingja stolltinu, eða hafa það í hálsinum. Ekki skammast þín fyrir að fá hjálp ef þú getur fengið hana. Veit betra að segja en í að lenda, kannast við það af eigin raun.  Knús og kveðjur.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.12.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband