2.11.2008 | 21:57
Búin að standa á haus um helgina
Já reddaði mér smá pening og skellti mér í að baka... og baka.. og fór á markað með það og varð 700 dkr ríkari.. Ef þetta heitir ekki að bjarga sér .. þá veit ég ekki hvað...
Enda er ég líka alveg búin á því .
Veit að ég þarf að passa mig enda ekki langt síðan ég fór í stóra bakaðgerð.. En hvað á maður að gera..
Ef ég hefði vitað þetta fyrr þá hefði ég farið í gegnum alla fataskápa hér og selt út úr þeim líka..... Já bara svona til að ná mér í smá aur.. Vorum með eitthvað síðan í fyrra þegar við vorum hér á markaði svo ég fór bara í geymsluna og þar lá það tilbúið..
Ég þarf að prenta þessi lög út og fara með í kommúnuna á morgun þó ég sé ekkert von góð.. Nú þetta er síðasti séns.. Er heppin að þurfa ekki að greiða húsaleiguna fyrr en 5 nóv... svo ég hef þarna 2 daga til að hlaupa upp á... En ég veit að það gerist örugglega ekki mikið á 2 dögum..
Þjónustufulltrúinn minn var líka á síðasta degi á föstudaginn svo ég þarf að skrifa þessum nýja og koma honum inn í mín mál.. Ætla sko ekki að láta bjóða mér að þurfa að millifæra í mörgum færslum peningana mína.. Nógu lítið er það sem maður fær þegar þetta er komið hér út.. Að bankinn þurfi ekki að ræna mig líka..
En vitið þið til þess að fugl hafi komið í músagildru... ?
Við lentum í því í dag upp í húsi .. að það kom fugl og hvernig hann kom inn það vitum við bara hreint ekki..
Alltaf eitthvað óvenjulegt hjá Dóru .. Það gerist held ég allt sem ekki á að geta gerst hjá mér..
En hafið það gott með von um góðan dag fyrir okkur öll.. Dóra í Esbjerg kveður og bíður góða nótt ZZZZZ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Svakalega ert þú dugleg, knús og kossar.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 2.11.2008 kl. 23:17
Auðvitað reynir maður að bjarga sér en þú verður nú að passa að ganga ekki alveg frá þér við það samt, vel gert hjá ykkur samt ,sendi knús á þig inní svefninn
Líney, 2.11.2008 kl. 23:30
Dugnaðurinn í þér, var að sjá þetta fyrst núna. Ég á ekki einu sinni í bakstur, þó að ég vildi fara niður í bæ og reina að selja kökur,koma tímar koma ráð Dóra mín
Kristín Gunnarsdóttir, 3.11.2008 kl. 15:30
Já stelpur mínar.. Ef maður getur sem margir geta ekki.. Þá verður maður að bjarga sér.. á meðan maður hefur 2 fætur og 2 hendur þá gerði ég eitthvað.. það er á hreinu,,, knús á línuna.. Dóra
Dóra, 3.11.2008 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.