Ekki er nú öll vitleysan eins

 

HPIM5543

 

Og allt er í ökkla eða eyra sem maður er að gera.. annað hvort er maður eins og slytti eða maður er fullur af orku... Engin milli vegur þar frá...

Ég fékk að prófa svona skítaplástur sem maður setur undir ilina og sefur með.. fékk 6 plástra til að prófa.. og fyrst er það vinstri fótur og nú var það hægri í nótt.. LoL

Þetta eru plástrar sem eiga að losa mann við skítinn úr kroppnumGrin Örugglega nóg af honum eftir jóla og áramóta árið...

Já nema í gær var það vinstri.. og ég fór að segja einni vinkonu minni frá þessu .. ég veit ekki hvert´hún ætlaði ... þegar ég sagði henni að þetta virkar alla vega því ég var full af orku í gær.. En þegar hún vissi með að það væri bara vinstri þá sagði hún.. nú ertu þá bara skítug öðru megin núna... LoL jú jú sagði ég svo er það hægri og þá verð ég hrein báðu megin...LoL

Já svo ég er hrein báðu megin núna...

 Ég var alveg á útopnu hér í gær.. vaknaði að venju fyrir kl 06 og svo var byrjað... ég var eiginlega bara hissa hvað ég afrekaði mikið þar til ég fór að vinna.. En hamagangurinn var svo mikill hjá slátraranum að ég hélt á tímabili að ég hefði tekið fingur vinstri handar af... því ég klemmdi mig svo rosalega.. en núna þegar ég skoða fingurinn þá er bara ekkert að honum.. Gasp

Ég er viss um að það var einhver verndar hendi þarna yfir mér.. það er sko á hreinu...

Jæja nú fer Stína mín að koma með hundinn sinn sem ég ætla að passa hér svo það er kannski komin tími fyrir mig að koma mér í föt...

En þegar ég skrifa þetta þá er mér boðin meira vinna sem ég ætla að taka en það er að þrífa í búðinni sjálfri hjá slátraranum... en þar þarf ég að starta kl 07-07:30 fínt að fá 12 auka tíma á viku... Bara frábært .. þá getur líka Gréta M mín tekið smá meiri ábyrgð hér á morgnana áður en hún fer í skólann enda komin tími til að mamman standi ekki alltaf fyrir henni hér ... enda hún komin á 11 ár og hún þarf að læra að taka smá ábyrg..Smile svo hún komist áfram í lífinu síðar... Smile

Hef þetta bull ekki lengra.. þarf að beisla orkuna.. kærleikur frá mér.. Dóra Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Mikið er gaman að koma hér inn og lesa svona góðar fréttir frá þér!

Gangi þér áfram allt í haginn og bið að heilsa ykkur Stínu

Guðrún Þorleifs, 8.1.2009 kl. 10:29

2 Smámynd: Dóra

Já Guðrún mín svona ætla ég að taka árið með stæl .. og vera jákvæð allt árið og láta ekki aðra koma mér í ójafnvægi...

kærleikknús til þín Dóra

Dóra, 9.1.2009 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband