Já og hvar erum við öryrkjar í Danmörku...

Ég verð nú að segja að það er ekki nóg að frysta hitt og þetta þegar fólk á ekki ofan í sig eða á ..Eins og staða okkar öryrkja hér í Danmörku er.. Það er fundað og fundað ..talað og talað en niðurstaðan er engin...

Það er bara í lagi að fólk geti ekki leist út lyfin sín og eigi ekki að éta...Devil

Bara hryllilegt ástand.. Hvar endar þetta allt... Crying

 


mbl.is Aðstoð vegna erfiðleika að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Dóra.

Þú og þið Öryrkjar í Danmörku eigið fullan stuðning minn við það að þessi mál verði lagfærð strax. Ég er sjálfur Öryrki hér heima og verð á nauðsynjum er þegar byrjað að rjúka upp úr öllu valdi.

En gefumst ekki upp þó móti blási.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 07:30

2 identicon

bíddu, hægan... er ekki nokkuð sjálfgefið að þegar fólk er flutt úr landi þá er það ekki lengur á ábyrgð íslenska ríkisins. enginn bað nokkurn öryrkja um að fara úr landi. ég vil ekki vera leiðinlegur en.. ef þú býrð í danmörku þá finnst mér frekar að þú eigir að ræða við danska ríkið ef eitthvað er. eða gera einsog margir öryrkjar(til að mynda ég) og fá þér vinnu. þó það sé ekki nema hlutastarf

Friðrik (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 08:14

3 identicon

Ég vil aðeins leggja orð í belg í þessari umræðu. Nú er það svo að búseta íslenskra ríkisborgara hefur ekki áhrif á rétt þeirra svo lengi sem þeir eru íslenskir ríkisborgarar. Margir ellilífeyris og örorkuþegar búa erlendis þar sem það er betra fyrir heilsu þeirra, t.d getur kuldinn farið illa i gigtarsjúklinga og myrkrið i þunglyndissjúklinga og svo mætti lengi telja. Örorkubætur eru vart til að lifa af á þegar fólk er búsett á voru ástkæra ilhýra föðurlandi sem þó þrátt fyrir allt er okkur svo kært, annars væru íslenskir öryrkjar búsettir erlendis ábyggilega búnir að skipta um ríkisborgararétt og orðnir danskir, spænskir og bara erlendir þegnar. Til skams tíma var ódýrara að kaupa í matinn erlendis og yfirhöfuð skrimti fólk betur á bótunum erlendis. Nú er hins vegar svo komið hjá íslenskum elli og örorkulífeyrisþegum í þessari fjárhagskrísu að innkoman er í ísl. krónum og útgjöld öll, nauðsynjar svo sem húsaleiga, matvæli, rafmagn og hiti er allt í erlendri mynt. Það að krónan missti verðgildi sitt þíðir að innkoma þessa hóps rýrnar svo mikið að það er skelfing. Það er raunveruleiki að þessi hópur búsettur erlendis hefur ekki til hnífs og skeiðar, getur ekki leyst út lyf, greitt húsaleigu eða keypt í matinn. Ráðamenn og ÖBÍ eru að verða meðvitaðir um þetta ástand. Ég hvet fólk til að vera málefnalegt í umræðunni, Það er ekki raunhæft að ætla öllum öryrkjum að þeir í fyrsta lagi brjóti landslög og "vinni svart" eða í öðru lagi að þeir sem það kysu gætu það yfir höfuð vegna sinna veikinda. Það finnst ekki öllum í lagi að svíkja undan skatti.

Elin L Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 08:37

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég vil takka tessari konu Elínu L Kristjánsdóttur fyrir málefnanlegan  pistil.

tad er líka gott ad vera med studning til ad geta hreinlega verid jákvædur og einnig tad ad fólk loki sig ekki inni í sinni veröld og deyji drottni sínum..Svo alvarlegt er ástandid sumstadar.

Med kvedju

Gudrún Hauksdótttir, 30.10.2008 kl. 09:11

5 identicon

Ég veit ekki hvort fólk á Íslandi átti sig á afleidingum thess ad búa erlendis og hafa afkomu sína frá Íslandi.

Thad er ekki hægt ad banna öryrkjum né ellilífeyristhegum ad flytja til útlanda frekar en ödrum Íslendingum enda myndi thad flokkast sem hrein mannréttindabrot. Dæmi eru um ad ellilífeyristhegar og öryrkjar flytji erlendis til ad vera nálægt börnum sínum og barnabörnum og hefur til thess fullan rétt eins og adrir. Adrar ástædur brottflutnings ellilífeyristhega og öryrkja geta verid margar eins og búid er ad koma hér inn á fyrr, en thad breytir thví ekki ad their hafa sínar bætur og framfærslu frá íslenska ríkiinu, og borga thví jafnframt sína skatta af thessari ægilegu upphæd TIL Íslands, ekki til til thess lands thar sem their eru búsettir enda halda their oftast sínum íslenska ríkisborgararétti.

Jafnframt njóta their ákvedinna réttinda í thví landi thar sem their eru med lögheimili. Hér í Dk hefur húsaleiga fram til thessa t.d. verid hagstædari, thar sem fólk med litla innkomu fær hærri húsaleigubætur, lækniskostnadur er enginn, og lyfjakostnadur minni, thannig ad danska ríkid greidir oft á tídum mikid med íslenskum öryrkjum og ellilífeyristhegum án thess ad fá neitt á móti í formi skattgreidslna.

Nú veit ég ekki hversu háar bæturnar eru, en tek sem dæmi 120.000 iskr. sem örorkubætur. Fyrir ári sídan var ég á Íslandi og thá jafngilti sú upphæd 10.000 dkr. Af thví getur einstaklingur lifad (ekki hátt) hér í DK (thó varla í stórborgunum thar sem húsaleiga er há), en geri madur rád fyrir ad ca. 4000 dkr fari í húsaleigu (ad frádregnum húsaleigubótum), thá eru eftir 6000 kr. á mánudi til ad greida hita og rafmagn (1000), afnotagjöld af sjónvarpi, síma osfrv.,(400) fæda sig og klæda, kaupa lyf o.fl. (4600)

 Hins vegar í dag jafngilda thessar 120.000 iskr. 5900 dkr. Húsaleigan hefur hins vegar ekki lækkad, er enn 4000 dkr, né heldur hiti, rafmagn (thvert á móti hækkad ef eitthvad er) og thví hefur öryrkin í dag, ca. 500 dkr til ad lifa af í heilan mánud og thví get ég lofad ykkur er ekkert grín í thessu landi sem er med dýrustu matvöru af öllum Evrópubandalagslöndunum. 

Dæmi:

1 lítri af mjólk á dag í 30 daga = 150 kr

1 lítid rúgbraud annanhvern dag = 150 kr

4 bréf af áleggi á mánudi = 40-60 kr. eftir áleggstegund

40 stk. ávextir yfir mánudinn  (langt frá theim 6 ávöxtum á dag sem mælt er med ad fólk bordi = 40-50 kr

3 pokar af ódýrasta haframjölinu á mánudi = 25 kr.

Grænmeti = 50-100 kr eftir thví hvad thad er og hversu mikid

Kvöldmáltídir m.v. ca20 kr. á dag (vel sloppid held ég)= 800

Hvad er thá eftir til ad koma sér á milli stada, kaupa lyfin sín, fatnadur, naudsynjavörur eins og thvottaefni, wc-pappír, sjampó, sápa, hreinlætisvörur.

Hvernig á thetta ad ganga upp`? Ef thad er einhver sem er med lausn á thví, thá er örugglega fullt af samlöndum okkur sem gæti thegir rádleggingar frá theim sama.

Mér finnst ömurlegt thegar thröngsýnir einstaklingar koma med komment eins og kom fram hér ad ofan, og finnst slík komment oft bera merki um öfund gagnvart theim sem létu verda af thví ad gera thad sem their hefdu kannski gjarnan viljad gera sjálfir en skorti til thess kjark -

Gangi ykkur vel kæru samlandar í Danmörku, ég er thakklát fyrir ad mín afkoma byggir á dönsku krónunni en ekki theirri íslensku  - og finn virkilega til med ykkur ad thurfa ad lifa af theirri íslensku á sama tíma og verdlagid hér í DK hefur farid ört hækkandi

Drifa B. Gudmundsdottir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:07

6 Smámynd: Dóra

Vill byrja á að þakka ykkur öllum fyrir innlitið.

Já það get sko ekki allir unnið.. Veit bara að ef ég gæti unni þá væri ég ekki öryrki.

Ég læt mig dreyma um að skoða auglýsingar í blöðum og hugsa svo nei ég get ekki gert fólki það á ráða mig í vinnu því ég mundi ekki getað það til lengdar.

Ég ég segi eins og Elín L hér á undan og vill benda þér á það Friðrik. Við höfum flest okkar skilað okkar skyldu við Ísland þegar heilsan var góð. En við borgum skatta til Íslands. Ég væri alveg til í að búa á Íslandi hjá börnum og barnabörnum og fjölskyldunni minni  en málið er að ég gæti ekki lifað þar á hárri húsaleigu. Ég er líka með barna á skólaaldri sem ekki er svo auðvelt að rífa upp og flytja til ísl.

Þú er heppin Friðrik að geta unnið með bótunum.. En það er skömm að því að margir þeir öryrkjar á ísl vinna svarta vinnu.

Eina sem ég er að benda á að það er fátt um svör ... og það tekur langan tíma að vinna í málunum Því miður og á meðan er ástandið bara skelfilegt hér á mörgum.

En á bjartsýninni skulum við hafa það .. svona það litla sem eftir er af henni.

Og ég vona að við lifum öll daginn af

Kveðja frá Esbjerg Dóra

Dóra, 30.10.2008 kl. 10:14

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það getur ekki verið auðvelt að lifa á íslenskri innkomu í útlöndum. Allir sem það gera, hvort sem það eru námsmenn, öryrkjar eða aðrir eiga alla mína samúð. Ég vil benda þeim sem hafa sögu að segja á síðuna www.nyjaisland.is þar sem hægt er að segja reynslusögur úr kreppunni. Geri það nógu margir gæti síðan orðið aðhald fyrir ráðamenn.

Villi Asgeirsson, 30.10.2008 kl. 10:27

8 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

flott blogg hjá þér Dóra mín .ég hugsa til ykkar knús þín Gunna

Guðrún unnur þórsdóttir, 30.10.2008 kl. 12:39

9 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Sæl og takk fyrir bloggvináttuna, ég bý á Spáni vegna þess að ég hef ekki efni á Íslensku fokdýru húsaleigunni.

'Eg er að bíða eftir örorku vegna veikinda og fæ ekkert frá þeim en á bara góða að sem hjálpa mér.

En hér á Spáni er matur og húsaleiga þannig að fólk hefur allavega eitthvað á milli handanna, en það þarf samt að spara heilmikið, en þetta hefst.

Ég skil alveg að þið eruð í vandræðum, ekki er það betra hjá mér, ég verð að millifæra á milli landa og hef tapað tugum þúsunda á því í hverjum mánuði. Hrikalegt, þetta er ekki ásættanlegt.

En ég ræð þessu ekki, ég verð að búa hér, ég hef ekki efni á fokdýra íslandi.

Kv Gleymmerei og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 30.10.2008 kl. 12:45

10 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Dora min, takk fyrir yndislegt simtal, eg var buin að setja inn færslu herna, þa datt netið ut. Goður pistill hja Elinu, það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir hvað ´+astandið er hrikalegt her í danmark, sem betur fer er það farið að sína sig að fólk er farið að gera sér grein fyrir vandanum.

Knus til þín Dóra mín

Kristín Gunnarsdóttir, 30.10.2008 kl. 13:09

11 Smámynd: Dóra

Drífa takk fyrir góðan pistil fólk verður að fara að vakna hvað við erum að glíma við hér langt frá allt og öllum.. Hér er það sko ekkert ..æi ég fæ lánað hjá mömmu eða pabba..

Gaman að sjá þig og endilega vertu velkomin aftur með þín góðu ráð.

kveðja Dóra Esbjerg

Dóra, 30.10.2008 kl. 15:21

12 Smámynd: Dóra

Takk Gunna mí gaman að sjá þig hér dúllan mín.. Knús til þín og þinna..

Dóra

Dóra, 30.10.2008 kl. 15:22

13 Smámynd: Dóra

Velkomin í hópinn Gleymmerei gaman að sjá þig hér.. Já þetta er svakalegt hvernig er farið með okkur .. En það versta er að við komum okkur ekki í þessa stöðu.. það voru þessir háu herrar á góðu laununum sem gerðu það...

Gangi þér vel Gleymmerei í baráttunni nú er að krossa fingur og bíða og vona.. Kveðja frá Esbjerg DK Dóra

Dóra, 30.10.2008 kl. 15:25

14 Smámynd: Dóra

Áfram Kristín nú er að krossa fingur.. Vona að þú sért búin að hringja það sem við Guðrún vorum að biðja þig að gera.. Ég vill heyra , þegar ég tala við þig næst og betra hljóð í þér.. mín kæra...

knús og takk fyrir gott spjall Stína mín... Baráttukveðjur Dóra Esbjergbúi..

Dóra, 30.10.2008 kl. 15:28

15 Smámynd: Dóra

Villi takk fyrir að benda mér á þessa síðu..

Um að gera að láta heyra í sér á sem flestum stöðum..

kveðja frá Esbjerg Dóra

Dóra, 30.10.2008 kl. 15:34

16 identicon

Langaði að skrifa nafnið mitt hingað inn. Skoðaði færslurnar og sumt er gaman að lesa annað ekki. Gaman væri að vita hvernig þessum Friðriki gengur að vinna með örorkunni sinni á Íslandi. Einhvern veginn hélt ég að þeir sem væru að vinna á klakanum væri refsað með því að taka þá út af bótum, en margt er til og ég segi bara, gangi þér vel Dóra mín, og ég sannarlega vona að þetta gangi allt upp hjá okkur hér í Danaveldi

Bestu kveðjur frá Horsens, Jónína

Jónína (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 16:52

17 identicon

Mig langaði líka að skrifa nafnið mitt hérna inn. Ég flutti til Jótlands í vor ásamt 5 ára dóttur minni en ég var dæmdur öryrki um áramótin síðustu. Hef alltaf þrælað einsog skepna og er nú heldur betur búin að fá það í bakið. Á samt von um að geta náð mér að hluta og  ég hef þegar tekið miklum framförum en það er dálítið ennþá í land. Nú hins vegar verð ég að finna mér vinnu og ég vona bara að ég höndli það og verði svo heppin að fá starf við hæfi. Ég get alls ekki unnið fulla vinnu en eitthvað held ég að ég geti .... eða verð að geta. Þessu ástandi má líkja við hamfarir og á slíkum tímum þarf að sýna hlýhug og samúð. Ég óska ykkur öllum velfarnaðar í framtíðinni.

Med venlig hilsen fra Jylland

Elsa (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband